Title
stringlengths 15
17
| Keywords
stringlengths 3
181
| Summary
stringlengths 74
3.53k
| Text
stringlengths 125
8.04k
|
---|---|---|---|
Mál nr. 9/2014
|
Kærumál Framsal sakamanns
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem ákvörðun innanríkisráðherra um framsal X til Póllands var staðfest. Undir rekstri málsins óskaði ákæruvaldið eftir frekari upplýsingum frá pólskum dómsmálayfirvöldum um forsendur þeirrar ákvörðunar Héraðsdóms [...] að X skyldi gert að afplána refsingu samkvæmt dómi þess dómstóls. Í dómi Hæstaréttar kom fram að ákæruvaldinu hafi verið heimilt að leggja umrædd gögn fram í héraði samkvæmt 1. mgr. 110. gr. og 2. mgr. 165. gr., sbr. 4. mgr. 179. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Gögnin hafi hins vegar ekki verið þess eðlis að þörf væri á því að þau lægju fyrir þegar innanríkisráðuneytið tók ákvörðun sína um framsal X. Af þeim sökum yrði ekki talið að ráðuneytið hafi við meðferð málsins brotið gegn rannsóknarskyldu sinni samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Með þessum athugasemdum var hinn kærði úrskurður staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Helgi I. Jónsson og Þorgeir Örlygsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. janúar 2014. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. desember 2013 þar sem staðfest var ákvörðun innanríkisráðuneytisins 25. september sama ár um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Dómsorð:
|
Mál nr. 767/2013
|
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
|
Staðfestur varúrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni S hf. um dómkvaðningu matsmanna.L hf. hafði höfðað mál á hendur S hf. vegna endurgreiðslu tveggja lánssamninga.Með matsbeiðni óskaði S hf. eftir dómkvaðningu tveggja sérfróðra og óvilhallramanna til að svara þremur spurningum er lutu að því hvenær L hf. hafi veriðrétt og skylt að ráðleggja S hf. að selja tiltekin verðbréf. Í úrskurðihéraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, sagðim.a. að í sjálfu sér væri ljóst hvað meta ætti og hvað S hf. hygðist sanna meðmatsgerðinni. Þá yrði því ekki haldið fram að bersýnilega óþarft væri að metaþau atriði sem matsbeiðnin lyti að. Á hinn bóginn væru tvær spurningannaleiðandi um atriði sem lagalegur ágreiningur stæði um og dómara bæri að leggjamat á samkvæmt 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Væru ekkiforsendur til að dómkveðja sérfróða matsmenn til að svara þeim, sbr. 2. mgr.60. gr. og 1. málslið 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991. Þá leiddi þriðjaspurningin af svari við hinum tveimur. Bæri því að hafna dómkvaðningu matsmannaá grundvelli fyrirliggjandi matsbeiðni.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir IngibjörgBenediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttarmeð kæru 3. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. samamánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. nóvember 2013 þar sem hafnaðvar beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanna. Kæruheimild er í c. lið 1.mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess aðlagt verði fyrir héraðsdóm að dómkveðja tvo sérfróða og óvilhalla menn til aðsvara nánar tilteknum spurningum. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærðaúrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærðaúrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiðavarnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Soffanías Cecilsson hf.,greiði varnaraðila, Landsbankanum hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 815/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhaldskröfu hafnað Farbann Framsal sakamanns
|
Hafnað var kröfu um að X yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þess í stað var X látinn sæta farbanni.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun réttargæslumanns varnaraðila, Guðmundar Jónssonar héraðsdómslögmanns, 150.000 krónur.
|
Mál nr. 798/2013
|
Kærumál Barnavernd Vistun barns Gjafsókn
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B um að þrjú börn A yrðu vistuð utan heimilis hennar í allt að fjóra mánuði.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. desember 2013 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að börn sóknaraðila, C, D og E, yrðu vistuð utan heimilis sóknaraðila í allt að fjóra mánuði frá 3. október 2013 að telja. Kæruheimild er í 1. mgr. 64. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að krafa sóknaraðila taki einungis til D og að vistun hennar verði ákveðin skemmri en fjórir mánuðir, en að því frágengnu að vistun allra barnanna verði ákveðin til skemmri tíma. Þá krefst hún kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður, en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Hæstarétti fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, 100.000 krónur.
|
Mál nr. 801/2013
|
Kærumál Framsal sakamanns
|
Árið 2013, föstudaginn 13. desember, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður í málinu nr. R-397/2013: Ákæruvaldið gegn X en málið var tekið til úrskurðar 27. f.m.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. desember 2013 þar sem staðfest var ákvörðun innanríkisráðuneytisins 19. september sama ár um að framselja varnaraðila til Póllands. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 2. mgr. 16. gr. laga nr. 13/1984 greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, sem ákveðin verður eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs réttargæslumanns varnaraðila, Brynjólfs Eyvindssonar héraðsdómslögmanns, 150.000 krónur.
|
Mál nr. 781/2013
|
Kærumál Útlendingur
|
Fallist var á kröfu ríkislögreglustjóra um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 5. mgr. 33. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. desember 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi uns framkvæmd frávísunar hans til Sviss færi fram, þó ekki lengur en til föstudagsins 20. desember 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 5. mgr. 33. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að sér verði gert að sæta farbanni, en að því frágengnu að sér verði gert að halda sér á ákveðnum stað eða innan ákveðins svæðis. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í 33. gr. laga nr. 96/2002 er kveðið á um þau úrræði sem beita má þegar nauðsynlegt er að framkvæma ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið. Til að tryggja framkvæmd slíkrar ákvörðunar er, ef nauðsyn ber til, heimilt samkvæmt 5. mgr. sömu lagagreinar að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð sakamála eftir því sem við á. Tilvísun þessarar málsgreinar til laga um meðferð sakamála felur það eitt í sér að um meðferð máls fer samkvæmt þeim lögum eftir því sem við á. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur á grundvelli 5. mgr. 33. gr. laga nr. 96/2002 með vísan til forsendna hans. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 754/2013
|
Kærumál Gagn
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu J um að fjármálafyrirtækinu Í hf. yrði gert að leggja fram nánar nánar tiltekin gögn í máli sem Í hf. höfðaði á hendur J.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. nóvember 2013 sem barst héraðsdómi þann dag og Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. nóvember 2013, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila yrði gert að leggja fram „gögn samkvæmt bókun í þingbók 16. október [2013] og skriflegri beiðni á dómsskjali nr. 25“. Kæruheimild er í d. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Skilja verður kröfugerð sóknaraðila svo að hann krefjist þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og varnaraðila gert að leggja fram þau gögn sem um getur í hinum kærða úrskurði. Þá verður kröfugerð sóknaraðila skilin svo að hann krefjist kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
|
Mál nr. 772/2013
|
Kærumál Kæruheimild Gagnaöflun Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X og Y ehf. um að ákæruvaldinu yrði gert að afla nánar tiltekinna upplýsinga. Kærunni var vísað frá Hæstarétti þar sem úrskurðurinn sætti ekki kæru samkvæmt 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 5. desember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. desember 2013, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að lagt yrði fyrir sóknaraðila að afla nánar tiltekinna tölulegra upplýsinga. Í kærunni er ekki vísað til kæruheimildar. Varnaraðili krefst þess að úrskurðinum verði hrundið og lagt fyrir sóknaraðila að afla greindra upplýsinga. Sóknaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Samkvæmt p. lið 1. mgr. 192. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála sætir kæru til Hæstaréttar úrskurður héraðsdómara um skyldu til að láta af hendi sönnunargagn til framlagningar í máli eða hald til að fylgja þeirri skyldu eftir. Þetta ákvæði tekur samkvæmt orðanna hljóðan til gagna sem þegar eru fyrir hendi. Krafa varnaraðila lýtur á hinn bóginn að því að lögregla eða ákæruvald taki saman tilteknar upplýsingar í þágu meðferðar sakamálsins sem höfðað hefur verið gegn honum. Úrskurður þess efnis sætir ekki kæru eftir fyrrgreindri heimild eða öðrum stafliðum 1. mgr. 192. gr. laganna, sbr. dóma Hæstaréttar 21. nóvember 2012 í máli nr. 692/2012 og 4. apríl 2013 í máli nr. 220/2013. Kæruheimild er því ekki fyrir hendi og verður málinu vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 762/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Samningur
|
Í tengslum við samning um sölu hlutafjár í S hf. gerðu málsaðilar, S hf. og sparisjóðurinn B, með sér samning þar sem B tókst á hendur ábyrgð gagnvart S hf. á verðmæti hlutafjár í félaginu E hf., sem var aðaleign S hf., á nánar tilgreindum degi. Í samningnum var ákvæði þar sem mælt var fyrir um að það væri forsenda ábyrgðar B á verðmæti hlutanna að kaupsamningar um þá væru réttilega frágengnir og að kaupendur hefðu ekki vanefnt kaupsamninga sína. Við slit B lýsti S hf. kröfu á grundvelli ábyrgðar B samkvæmt samningi málsaðila, en B bar því meðal annars við að til ábyrgðarinnar hefði aldrei stofnast þar sem fyrrgreind skilyrði hennar hefðu ekki verið uppfyllt. Var ágreiningi um kröfuna beint til dómstóla. Talið var að B hefði ekki sýnt fram á að vanefndir kaupenda hlutafjárins á samningum sínum við S hf. hefðu verið svo verulegar að það leiddi til brottfalls ábyrgðar B. Var kröfu S hf. því skipað í réttindaröð við slit B sem almennri kröfu samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. nóvember 2013, þar sem kröfu varnaraðila að fjárhæð 579.067.866 krónur sem lýst var við slit sóknaraðila var skipað í réttindaröð við slitin sem almennri kröfu samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. þeirra laga. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreindri kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar, þó þannig að fjárhæð kröfu hans við slit sóknaraðila verði ákveðin 578.767.866 krónur. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt nokkur ný gögn, meðal annars fundargerð stjórnarfundar í sparisjóðnum 9. október 2007 þar sem fram kemur hverjir hafi gert tilboð í 24.68% hlut sjóðsins í Sparisjóðabanka Íslands hf., sem þá hét Icebank hf., og hverjir úr hópi tilboðsgjafa hafi óskað eftir því að sparisjóðurinn veitti þeim lán til kaupanna, ef af þeim yrði. Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir efni 6. gr. samnings sóknaraðila og Icebank hf. 2. desember 2007, en varnaraðili leiðir rétt sinn frá bankanum. Yfirskrift greinarinnar er: ,,Forsendur ábyrgðar“. Túlka verður efni greinarinnar svo að sóknaraðili setji það meðal annars sem skilyrði fyrir ábyrgð sinni að kaupendur hluta í Icebank hf. ,,hafi ekki vanefnt samninga sína.“ Fallist er á með héraðsdómi að þegar efni greinarinnar er túlkað verði við mat á því, hvort vanefndir séu verulegar þannig að það leiði til brottfalls ábyrgðar sóknaraðila, að styðjast við almennar reglur um hvenær vanefnd teljist veruleg. Gegn andmælum varnaraðila hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að vanefndir kaupenda á samningum sínum við sóknaraðila hafi verið svo verulegar að þær ættu að leiða til brottfalls ábyrgðar hans. Aðrar málsástæður sem sóknaraðili hefur teflt fram í málinu leiða heldur ekki til þeirrar niðurstöðu. Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður, þar með talið málskostnaðarákvæði hans, staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Krafa varnaraðila, SPB hf., að fjárhæð 578.767.866 krónur, sem hefur auðkennið 749-3 í kröfuskrá, er viðurkennd í réttindaröð sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. við slit sóknaraðila, Byrs sparisjóðs. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað. Sóknaraðili greiði varnaraðila 500.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 764/2013
|
Kærumál Fjárnám
|
Mál þetta var þingfest 22. febrúar 2013 og tekið til úrskurðar að loknum munnlegum málflutningi 16. október sl. Sóknaraðili er Gunnar Árnason, Naustabryggju 36, Reykjavík, en varnaraðili er Arion banki hf., Borgartúni 19, Reykjavík.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. desember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2013, þar sem staðfest var fjárnám sem sýslumaðurinn í Reykjavík gerði hjá sóknaraðila 23. nóvember 2012. Kæruheimild er í 3. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að „felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að ljúka gerðinni með árangurslausu fjárnámi“. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
|
Mál nr. 746/2013
|
Kærumál Vitni
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem heimilað var að tekin yrði skýrsla af nafngreindu vitni í tengslum við áfrýjun Í hf. á dómi héraðsdóms í máli sem S höfðaði gegn bankanum. Í niðurstöðu héraðsdóms kom m.a. fram að ekki yrði annað séð en að umbeðin skýrslutaka sneri að atvikum sem vitnið hefði orðið áskynja af eigin raun í starfi sínu hjá Í hf. Af d. lið 2. mgr. 156. gr. og 160. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála leiddi að áfrýjanda væri heimilt að afla nýrra sönnunargagna til að leggja fram við meðferð máls fyrir Hæstarétti. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms með vísan til þess að eins og málið lægi fyrir yrði ekki fullyrt að ákvæði 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 stæði í vegi beiðni Í hf. um að leiða umrætt vitni en afstaða yrði fyrst tekin til þess við efnisúrlausn Hæstaréttar hvort umbeðin skýrsla gæti haft þar áhrif.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 8. nóvember 2013, þar sem heimilað var að tekin yrði skýrsla af nafngreindu vitni í tengslum við áfrýjun varnaraðila á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 22. maí 2013 í máli sem sóknaraðili höfðaði gegn varnaraðila. Kæruheimild er í b. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kröfu varnaraðila um að skýrsla verði tekin af framangreindu vitni hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og málið liggur nú fyrir verður ekki fullyrt að ákvæði 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 standi í vegi beiðni varnaraðila um að leiða umrætt vitni, en afstaða verður fyrst tekin til þess við efnisúrlausn Hæstaréttar hvort umbeðin skýrsla geti haft þar áhrif. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt er í dómsorði greinir. Sóknaraðili verður dæmdur til að að greiða varnaraðila kærumálkostnað eins og dómsorði greinir. Það athugast að í hinum kærða úrskurði er ítrekað rætt um vitnastefnanda, vitnastefnda og vitnamál en ekkert þessara hugtaka á sér stoð í réttarfarslögum eftir gildistöku laga nr. 91/1991. Dómsorð: Heimilt er að leiða Stefán Þór Björnsson sem vitni í máli þessu. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað er staðfest. Sóknaraðili, Steingrímur Wernersson, greiði varnaraðila. Íslandsbanka hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 753/2013
|
Kærumál Frestur
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu S hf. um að fresta máli V hf. á hendur S hf. þar til fyrir lægi niðurstaða rannsóknar sérstaks saksóknara á ætlaðri „skuggafjármögnun“ V hf. til E hf. gegnum S hf. eða eftir atvikum úrslitum sakamáls, yrði það höfðað í kjölfarið. Hæstiréttur taldi að samkvæmt fyrri málslið 3. mgr. 102. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri einungis heimilt að fresta einkamáli með skírskotun til yfirstandandi rannsóknar vegna refsiverðrar háttsemi meðan á rannsókninni stæði, uns séð væri fyrir lok hennar. Yrði málinu því ekki á þessu stigi frestað lengur en þar til fyrrgreindri rannsókn sérstaks saksóknara lyki.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. nóvember 2013 sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. nóvember 2013, þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að fresta málinu þar til fyrir liggur niðurstaða rannsóknar sérstaks saksóknara á ætlaðri „skuggafjármögnun“ sóknaraðila til Exista hf. eða eftir atvikum úrslit sakamáls yrði það höfðað í kjölfarið. Kæruheimild er í h. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreindri kröfu varnaraðila verði hafnað. Að auki krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Hinn kærði úrskurður er staðfestur, þó þannig að málinu verður ekki frestað lengur en þar til lokið er rannsókn sérstaks saksóknara á ætlaðri refsiverðri háttsemi í tengslum við lán sóknaraðila, Vátryggingafélags Íslands hf., til varnaraðila, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf., 30. september 2008 og lán varnaraðila til Exista hf. sama dag. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 736/2013
|
Kærumál Dómstóll Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
|
U höfðaði mál á hendur I ehf. til viðurkenningar aðallega á því að uppsögn I ehf. á ráðningarsamningi málsaðila væri ógild en til vara að uppsögnin og framkvæmd hennar hafi verið ólögmæt. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá dómi með skírskotun til þess að U hefði ákveðið að bera ágreining málsaðila undir starfsráð I ehf. á grundvelli kjarasamnings og að með því að málsaðilar hefðu samið um að úr sakarefninu yrði leyst fyrir starfsráðinu ætti það ekki undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Hæstiréttur taldi að virtum atvikum málsins og áskilnaði 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að ekki væri unnt að halda því fram að málsaðilar hefðu komið sér saman um að leggja ágreininginn undir úrskurð starfsráðs I ehf. Var því ekki talið að þeir hefðu með skýrum og ótvíræðum hætti samið um að sakarefni málsins yrði skilið undan lögsögu dómstóla. Hinn kærði úrskurður var því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. nóvember 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 5. nóvember 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málavextir eru raktir í hinum kærða úrskurði. Eins og þar greinir var sóknaraðila, sem starfaði sem flugmaður, sagt upp störfum hjá varnaraðila með bréfi 30. júní 2011. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) taldi að uppsögn sóknaraðila fæli í sér brot á starfsaldursreglum flugmanna varnaraðila þar sem ekki hafði verið leitað umsagnar starfsráðs, sbr. 11. gr. reglnanna, og krafðist þess með bréfi 26. júlí 2012 að starfsráð tæki málið til umfjöllunar og úrskurðaði uppsögnina ógilda. Starfsráð kvað upp úrskurð í málinu 24. ágúst 2012 og komst að þeirri niðurstöðu að varnaraðila hefði borið að leita umsagnar starfsráðs samkvæmt 11. gr. reglnanna en hafnaði kröfu FÍA um að uppsögn sóknaraðila væri ógild með vísan til þess að kæra væri of seint fram komin. Starfsaldursreglur flugmanna varnaraðila eru hluti kjarasamnings FÍA og varnaraðila. Í 11. gr. reglnanna sem fjallar um misfellur í starfi segir að ef flugmaður vanrækir skyldur sínar eða gerist sekur um aðrar misfellur í starfi, eða stórfelldar ávirðingar utan starfs, svo stjórn eða forstjóri félagsins telji ástæðu til aðvörunar, starfsbanns um stundarsakir, stöðulækkunar eða uppsagnar geti hvor aðili fyrir sig, flugmaður (eða FÍA fyrir hans hönd) eða félagið skotið þeirri ákvörðun félagsins til umsagnar starfsráðs. Ekki er heimilt að segja flugmanni upp starfi fyrr en umsögn starfsráðs liggur fyrir, enda skal hún liggja fyrir innan tveggja vikna frá því að málið er afhent starfsráði. Verkefni starfsráðs samkvæmt 1. mgr. 13. gr. reglnanna eru: a) Að gera starfsaldurslista og skera úr öllum ágreiningi sem kann að rísa út af starfsaldursreglunum eða röð á starfsaldurslista, b) Að veita umsagnir um þau atriði sem um er rætt í 11. gr. og c) Að úrskurða um önnur þau atriði, sem félagið og FÍA koma sér saman um að leggja undir úrskurð þess. Samkvæmt 2. mgr. 13. gr. eru úrskurðir starfsráðs endanlegir og bindandi fyrir báða aðila og verður ekki skotið til dómstóla. Þetta gildir þó ekki um umsagnir sem það gefur samkvæmt ákvæðum 11. gr. Með hinum kærða úrskurði var málinu vísað frá héraðsdómi á þeim forsendum að með því að aðilar hafi samið svo um að úr sakarefninu yrði leyst fyrir starfsráði yrðu þeir að hlíta úrskurði ráðsins, sbr. 2. mgr. 13. gr. starfsreglnanna. Í 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um að dómstólar hafi vald til að dæma um hvert það sakarefni sem lög og landsréttur ná til, nema það sé skilið undan lögsögu þeirra eftir lögum, samningi, venju eða eðli máls. Samkvæmt 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár ber öllum réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli. Þessi regla um rétt manna til aðgangs að dómstólum útilokar þó ekki að þeir geti gert samninga um að tiltekinn ágreiningur verði ekki borinn undir dómstól en gera verður þá kröfu að slíkur samningur um afsal á réttinum sé skýr og ótvíræður. Eins og rakið hefur verið krafðist sóknaraðili úrskurðar starfsráðs um gildi uppsagnar hennar þar sem varnaraðili hefði ekki farið að 11. gr. starfsreglnanna. Ekki var í kærunni tekið fram á hvaða staflið 1. mgr. 13. gr. starfsaldursreglnanna krafa sóknaraðila byggðist og þrátt fyrir að varnaraðili hafi í greinargerð sinni til starfsráðs mótmælt því að uppsögnin heyrði undir verksvið þess tók starfsráð ekki afstöðu til þess á hvaða ákvæði 1. mgr. 13. gr. það reisti aðkomu sína að málinu. Af orðalagi a. liðar ákvæðisins er óljóst hvaða atvik önnur en þau sem beinlínis lúta að svokölluðum starfsaldurslista falli þar undir. Þó sýnist ljóst miðað við það umsagnarferli sem gert er ráð fyrir í b. lið ákvæðisins varðandi atriði, sem 11. gr. starfsaldursreglnanna tekur til, að ágreiningur um uppsögn vegna misfella í starfi falli ekki undir úrskurðarvald starfsráðs samkvæmt a. lið ákvæðisins. Vegna þessa og óskýrleika í málatilbúnaði sóknaraðila fyrir starfsráði verður við það að miða að krafa hans hafi byggst á c. lið 1. mgr. 13. gr. reglnanna. Eins og fram er komið byggði varnaraðili á því í greinargerð sinni til starfsráðs í tilefni af kæru sóknaraðila að uppsögn sóknaraðila heyrði ekki undir verksvið starfsráðs og í greinargerð sinni hér fyrir rétti kvaðst hann enga aðkomu hafa átt að þeirri ákvörðun sóknaraðila að leggja málið fyrir starfsráð. Þegar af þeirri ástæðu er ljóst að skilyrði c. liðar 1. mgr. 13. gr. starfsaldursreglnanna um að aðilar komi sér saman um að leggja ágreining undir úrskurð starfsráðs er ekki fullnægt. Verður því ekki fallist á að aðilar hafi samið með skýrum og ótvíræðum hætti um að sakarefni þessa máls verði skilið undan lögsögu dómstóla. Samkvæmt því sem að framan greinir verður málinu ekki vísað frá héraðsdómi. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, Icelandair ehf., greiði sóknaraðila, Unni Guðjónsdóttur, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 747/2013
|
Kærumál Barnavernd Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B um að C yrði vistuð utan heimilis í allt að tvo mánuði frá 1. október 2013 að telja. Var málinu vísað frá Hæstarétti þar sem sá tími sem vistunin skyldi vara var liðinn og A hafði því ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá hnekkt niðurstöðu hins kærða úrskurðar.
|
Varnaraðili kveðst og mótmæla þeirri staðhæfingu sem fram komi í kæru sóknaraðila að vistun telpunnar utan heimilis á grundvelli úrskurðarins geti aldrei staðið lengur en til 19. nóvember 2013, eða í tvo mánuði frá því að ákvörðun um að beita úrræði 31. gr. barnaverndarlaga um neyðarráðstöfun hafi verið tekin. Dómur Hæstaréttar í málinu nr. 370/2013, sem sóknaraðili vísi til, styðji ekki slíka niðurstöðu. Niðurstaða dómsins hafi verið sú að einvörðungu mætti beita úrræði b-liðar 27. gr. laganna einu sinni og ef nauðsynlegt væri að vista barn lengur en tvo mánuði utan heimilis bæri að beita 1. mgr. 28. gr. laganna, sem kveði á um að gera skuli kröfu um það fyrir dómi eigi ráðstöfun að vara lengur en það. V. Niðurstaða Eins fram er komið snýst mál þetta um gildi úrskurðar varnaraðila um að vista skuli barnabarn sóknaraðila utan heimilis í tvo mánuði, sbr. b-lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Í 21. gr. barnaverndarlaga er að finna reglur um málsmeðferð vegna tilkynninga og upplýsinga, sem leitt geta til þess að barnaverndarnefnd hefji könnun máls. Í 5. mgr. greinarinnar er tekið fram að ákvörðun um að hefja könnun skuli ekki tekin nema rökstuddur grunur sé um að tilefni sé til. Í VI. kafla laganna eru síðan fyrirmæli um ráðstafanir barnaverndarnefnda í kjölfar könnunar máls. Er þar kveðið á um ýmis úrræði, með eða án samþykkis foreldra. Einnig er þar gert ráð fyrir að til þess geti komið að barnaverndarnefnd úrskurði um vistun barns utan heimilis í allt að tvo mánuði, án samþykkis foreldra, enda séu uppfyllt þau skilyrði sem þar er kveðið á um og „ef brýnir hagsmunir barns mæla með því“, sbr. 26. og 27. gr. laganna. Í b-lið 1. mgr. 27. gr. er tekið fram að slík ráðstöfun barns sé heimil „til að tryggja öryggi þess eða til þess að unnt sé að gera viðeigandi rannsókn á barninu og veita því nauðsynlega meðferð og aðhlynningu“. Eins og áður hefur verið rakið hafa varnaraðila borist tilkynningar, bæði frá einstaklingum og opinberum aðilum, þar sem lýst er áhyggjum af uppeldisaðstæðum telpunnar, vanrækslu, skorti á eftirliti og meintu ofbeldi og/eða harðræði. Þegar hin kærða ákvörðun var tekin 1. október sl. hafði forsjárhafi hennar, afi hennar A, dvalið erlendis frá því um miðjan júnímánuð. Skýrði hann frá því í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði komið hingað til lands á ný frá [...] hinn 10. október sl. og að dvöl hans þar hefði lengst umfram áætlun vegna veikinda hans sjálfs. Á umræddu tímabili mun telpan hafa átt að vera í umsjá móðursystur sinnar, F, sem sjálf fór þó einnig af landi brott með föður sínum A um miðjan júní en mun hafa komið til baka í byrjun júlí. Var telpan tekin af heimilinu hinn 19. september sl. á grundvelli ákv. 31. gr. barnaverndarlaga um neyðarvistun, þar sem ekki náðist í forsjárhafa, og hún vistuð á Vistheimili barna. Kemur fram í hinum kærða úrskurði að það sé heildstætt mat varnaraðila, með hliðsjón af greinargerðum og gögnum frá starfsmönnum varnaraðila, frá stjórnendum skóla og leikskóla og öðrum gögnum málsins, að telpan hafi búið við óviðunandi aðstæður í umsjá móðursystur sinnar mánuðina fyrir uppkvaðningu úrskurðarins og að uppeldisaðstæðum hennar og aðbúnaði hafi verið verulega ábótavant allt frá komu hennar hingað til lands. Í skýrslum sínum fyrir dómi höfnuðu þær F og D, báðar móðursystur telpunnar, því að þær hefðu orðið varar við að telpan sætti ofbeldi á heimilinu. Það er niðurstaða dómsins að mat varnaraðila á aðstæðum telpunnar sé málefnalegt og að ekki sé með vistun hennar utan heimilis í tvo mánuði gripið til harkalegri aðgerða en tilefni er til. Verður ekki annað séð en að aðgerðirnar séu, og hafi verið, í samræmi við meginreglur 1. og 4. gr. og markmið 2. gr. barnaverndarlaga og aðgerðirnar séu nauðsynlegar til að veita telpunni nauðsynlega aðhlynningu og tryggja öryggi hennar. Þegar horft er til tengsla framangreindra vitna við sóknaraðila og telpuna geta skýrslur þeirra fyrir dómi á engan hátt hnekkt því mati. Þar sem ekki verður heldur fallist á það með sóknaraðila að við meðferð málsins hafi verið brotið gegn reglum um meðalhóf eða 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu verður kröfu sóknaraðila, um að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, því hafnað. Samkvæmt því, og þar sem engin lagaleg rök styðja þá varakröfu sóknaraðila að upphaf tveggja mánaða vistunartímans skv. 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga skuli miðast við töku ákvörðunar um neyðarvistun telpunnar hinn 19. september sl., er fallist á þá kröfu varnaraðila að B verði vistuð utan heimilis í allt að tvo mánuði frá 1. október 2013. Sóknaraðili fékk gjafsókn með bréfi innanríkisráðherra, dags. 4. nóvember 2013. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila greiðist úr ríkissjóði eins og í dómsorði greinir. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila, A er hafnað. Staðfestur er úrskurður varnaraðila, Barnaverndarnefndar Reykjavíkur, dags. 1. október 2013, um að C skuli vistuð utan heimilis sóknaraðila í allt að tvo mánuði frá 1. október 2013. Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, sem er málflutningsþóknun lögmanns hennar að fjárhæð 680.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 731/2013
|
Kærumál Nauðungarsala
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu K um að felld yrði úr gildi nauðungarsala á nánar tiltekinni fasteign. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að kröfur Í hf. um nauðungarsölu hefðu verið reistar á tveimur fjárnámsgerðum og hvíldu kröfurnar á 2. og 3. veðrétti fasteignarinnar. Talið var að þótt ágreiningur væri um fjárhæð krafna Í hf. á 1. og 5. veðrétti fasteignarinnar, girti það ekki fyrir að Í hf. leitaði fullnustu í eigninni með nauðungarsölu vegna annarra krafna. Þá var nauðungarsalan ekki talin árangurslaus í merkingu 5. mgr. 36. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu þar sem fyrir lá að Í hf. myndi fá í sinn hlut söluverðið.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 13. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. október 2013, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi nauðungarsala á fasteign hans að Stekkjarhvammi 10 í Hafnarfirði, sem fram fór 21. nóvember 2012. Kæruheimild er í 1. mgr. 85. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi fyrrgreind nauðungarsala á fasteign hans. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar.
|
Mál nr. 720/2013
|
Kærumál Dánarbú Opinber skipti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu B og C um að A skyldi greiða dánarbúi D leigu vegna afnota af fasteign frá því búið var tekið til opinberra skipta og þar til A skilaði lyklum að eigninni. Hæstiréttur féllst á með héraðsdómi að B og C hefðu ekki sýnt fram á að komist hefði á samningur um leigu á fasteigninni. Þá hefðu þau ekki fært haldbær rök fyrir því að A yrði krafin um greiðslu á grundvelli almennra reglna um ólögmæta auðgun þegar af þeirri ástæðu að ósannað væri að dánarbúið hefði orðið fyrir tjóni vegna nota A af fasteigninni. Þá stoðaði ekki að vísa til til 104. gr. laga nr. 20/1991 þar sem hún gilti um opinber skipti til fjárslita milli hjóna og ætti því ekki við í málinu. Hafnaði Hæstiréttur því kröfum B og C.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. október 2013, sem barst héraðsdómi 4. nóvember sama ár og réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. október 2013, þar sem sóknaraðila var gert að greiða dánarbúi D 4.387.500 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5. maí 2013 til greiðsludags. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o. fl. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar kærðu úrskurðinn fyrir sitt leyti 13. og 14. nóvember 2013. Þeir krefjast þess aðallega að sóknaraðila verði gert að greiða dánarbúinu 8.533.929 krónur með nánar tilgreindum dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001. Til vara krefjast þeir þess að við endanlega úthlutun úr dánarbúinu komi 8.533.929 krónur til frádráttar arfshluta sóknaraðila. Að þessu frágengnu krefjast varnaraðilar staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í öllum tilvikum krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. I Varnaraðilar krefjast aðallega að sóknaraðila verði gert að greiða dánarbúi D leigu vegna afnota fasteignarinnar nr. [...] við [...] í Reykjavík frá því búið var tekið til opinberra skipta 2. febrúar 2009 þar til sóknaraðili skilaði lyklum að húsinu 16. febrúar 2010. Í málinu liggur fyrir fundargerð skiptafundar í dánarbúinu 1. júlí 2009. Þar var bókað að skiptastjóri áréttaði fyrirspurn til sóknaraðila um hvaða leiguverð hún hefði í huga hygðist hún búa áfram í umræddri fasteign. Eftir að dánarbúið var tekið til opinberra skipta var eignin sett í sölumeðferð. Hinn 25. september 2009 kom fram tilboð í eignina, sem samþykkt var af dánarbúinu, en sú sala gekk ekki eftir. Eignin var síðan seld 21. janúar 2011, en ekki tilbúin til afhendingar fyrr en í lok mars sama ár. Hinn 7. desember 2012 óskaði skiptastjóri dánarbúsins með tölvubréfi til lögmanns sóknaraðila eftir rökstuddri afstöðu sóknaraðila til þeirrar kröfu varnaraðilans B að hin fyrrnefnda greiddi leigu fyrir afnot sín af fasteigninni. Lögmaður sóknaraðila svaraði fyrirspurninni samdægurs, þar sem kröfu varnaraðilans var hafnað. Í svarinu kom meðal annars fram að sóknaraðili hafi átt lögheimili á eigninni í um tíu ár áður en móðir hennar féll frá og annast þarfir hennar. Frá því að bú móður hennar var tekið til opinberra skipta hafi eignin í raun verið í umráðum skiptastjóra sem hafi haft aðgang að henni. Þrátt fyrir að eiginleg skil á lyklum færu ekki fram fyrr en á árinu 2010 hafi sóknaraðili ekki búið þar. Á hinn bóginn hafi munir dánarbúsins og hennar, eins og annarra erfingja, verið geymdir þar. II Samkvæmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 20/1991 skal skiptastjóri dánarbús tafarlaust gera ráðstafanir til að tryggja varðveislu eigna búsins og taka ef með þarf við umráðum þeirra eða umsjón með þeim, nema hann telji hættulaust að munir búsins verði áfram í vörslu annarra, enda lýsi vörslumaður þá yfir að hann sé fús til að gæta þeirra áfram á eigin áhættu. Þá segir í 1. mgr. 67. gr. laganna að meðan á opinberum skiptum stendur fari skiptastjóri með forræði dánarbúsins og sé hann einn bær um að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess. Jafnframt segir í sömu málsgrein að skiptastjóri komi fram af hálfu búsins fyrir dómi og geri samninga og aðra löggerninga í nafni þess. Í 1. mgr. 68. gr. sömu laga er síðan mælt fyrir um að skiptastjóri skuli þegar eftir skipun sína gera ráðstafanir um gagnkvæma samninga búsins og önnur atriði sem verða talin mikilvæg fyrir hagsmuni þess og þola ekki bið. Að lokum segir í 3. mgr. greinarinnar að ákveði skiptastjóri að halda ekki uppi hagsmunum sem búið kann að njóta eða geta notið, hvort sem það er gert samkvæmt ályktun skiptafundar eða ekki, geti erfingi gert það í eigin nafni til hagsbóta búinu hafi skiptastjóri ekki þegar skuldbundið það á annan veg. Í skýrslu skiptastjóra dánarbús D fyrir héraðsdómi kom fram að áðurnefnd fasteign hafi verið sett í sölu og væntingar verið um að hún seldist fljótlega. Á skiptafundi 1. júlí 2009 hafi verið rætt hvort sóknaraðili ætti að borga leigu og jafnframt hve há hún ætti að vera. Hins vegar hafi ekki verið unnt að leigja eignina út vegna þess mikla fjölda muna og annars innbús sem þar var og það því aldrei komið til greina. Jafnframt hafi verið ákveðið að hrófla ekki við innbúinu fyrr en búið væri að selja eignina. Svo sem áður greinir var eignin loks seld 21. janúar 2011, en ekki tilbúin til afhendingar fyrr en í lok mars sama ár. Sönnunarbyrði um að sóknaraðila beri að greiða dánarbúinu leigu vegna afnota af umræddri fasteign hvílir á varnaraðilum. Eins og áður var rakið lýsti skiptastjóri búsins því fyrir dómi að ekki hefði verið unnt að leigja eignina út eins og aðstæðum var háttað og að framan er lýst. Hafi það því aldrei komið til greina. Fær þessi ályktun skiptastjórans stoð í öðrum gögnum málsins, þar á meðal skráningu og verðmati muna tilheyrandi dánarbúinu, sem fram fór í apríl 2009 og ber með sér að innbúið hafi verið mjög mikið að vöxtum. Fallist er á með héraðsdómi að varnaraðilar hafi ekki sýnt fram á að komist hafi á samningur milli dánarbúsins og sóknaraðila um leigu á fyrrnefndri fasteign. Þá hafa þeir ekki fært haldbær rök fyrir því að sóknaraðili verði krafin um greiðslu á grundvelli almennra reglna kröfuréttar um ólögmæta auðgun þegar af þeirri ástæðu að ósannað er að dánarbúið hafi orðið fyrir tjóni vegna nota sóknaraðila af eigninni. Að lokum stoðar varnaraðila ekki að vísa til stuðnings varakröfu sinni til 104. gr. laga nr. 20/1991 af þeim sökum að hún gildir um opinber skipti til fjárslita milli hjóna og á því ekki við hér. Samkvæmt framansögðu verður kröfum varnaraðila hafnað. Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Kröfum varnaraðila, B og C, er hafnað. Varnaraðilar greiði sóknaraðila, A, óskipt 500.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
|
Mál nr. 419/2013
|
Niðurfelling máls Málskostnaður
|
Mál þrotabús BG hf. gegn B var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu þess fyrrnefnda en félagið dæmt til greiðslu málskostnaðar að kröfu B.
|
Dómur Hæstaréttar Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 21. júní 2013. Með bréfi til réttarins 4. nóvember sama ár tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun málsins. Af hálfu stefnda var með bréfi 11. sama mánaðar gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti. Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem segir í dómsorði. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Áfrýjandi, þrotabú Baugs Group hf., greiði stefnda, BanqueHavilland S.A., 800.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
|
Mál nr. 695/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Samlagsaðild Frávísunarúrskurður staðfestur
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli LBI h., á hendur LV hf. og LB hf. var vísað frá dómi. Kröfur LBI hf., áður LÍ hf., í málinu voru þríþættar. Í fyrsta lagi gerði LBI hf. kröfu um staðfestingu á riftun vegna tveggja ráðstafana í október 2008. Annars vegar á ráðstöfun sem fólst í kaupum LÍ hf. á skuldabréfum af verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum LV hf. 6. október 2008. Hins vegar á ráðstöfunum sem fólust í greiðslum á skuldum LÍ hf. við verðbréfa- og fjárfestingarsjóði LV hf. 28. október 2008 með skuldajöfnuði, við afhendingu skuldabréfa á grundvelli samkomulags frá 25. október 2008 milli LV hf. og skilanefndar LÍ hf. Í öðru lagi krafðist LBI hf. þess að viðurkennd yrði heimild hans til að skuldajafna endurgreiðslukröfu á hendur LV hf. sem stofnast hefði á grundvelli riftunaryfirlýsingar 2. apríl 2012 við samþykkta búskröfu LB hf. í slitameðferð LBI hf. Jafnframt krafðist LBI hf. þess að viðurkennd yrði heimild hans til að skuldajafna endurgreiðslukröfu á hendur LV hf. við samþykkta búskröfu LV hf. í slitameðferð LBI hf. Í þriðja lagi krafðist LBI hf. tiltekinnar fjárhæðar úr hendi LV hf. Af hálfu LV hf. og LB hf. var krafist frávísunar málsins vegna ýmissa annmarka á málatilbúnaði LBI hf. Héraðsdómur taldi skuldajafnaðarkröfu LBI hf. gagnvart LB hf. svo á reiki að telja yrði það koma verulega niður á möguleikum þess síðarnefnda að halda uppi vörnum í málinu og að ekki yrði úr því bætt undir rekstri málsins. Var kröfu LBI hf. á hendur LB hf. því vísað frá dómi Þá þótti héraðsdómi verulega skorta á að lagður hefði verið viðhlítandi grundvöllur að riftun og endurgreiðslukröfu LBI hf. samkvæmt 142. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Málsgrundvöllur LBI hf. væri í heild sinni svo óljós að ekki yrði úr bætt undir rekstri málsins án þess að grundvelli þess yrði raskað í verulegum atriðum. Vísaði héraðsdómur því málinu í heild sinni frá dómi. Í dómi Hæstaréttar sagði m.a. að kröfur LBI hf. á hendur LV hf. væru sprottnar af samkomulagi þessara aðila 25. október 2008. Krafa LBI hf. um að viðurkennd yrði heimild hans til að skuldajafna endurgreiðslukröfu sinni á hendur LV hf. við búskröfu LB hf. ætti á hinn bóginn rót sína að rekja til þess að þeim síðastnefnda urðu á þau mistök að ofgreiða LBI hf. tiltekna fjárhæð 7. nóvember 2008. Af þeim sökum ættu dómkröfur LBI hf. ekki rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings þannig að uppfyllt væru skilyrði samlagsaðildar eftir 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Þegar af þeirri ástæðu staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu hins kærða úrskurðar.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 23. október 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. nóvember sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. október 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Skilanefnd sóknaraðila og varnaraðilinn Landsvaki hf. gerðu 25. október 2008 með sér samkomulag um að skuldabréfakröfur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða varnaraðilans á hendur sóknaraðila að fjárhæð 7.118.537.667 krónur kæmu til skuldajafnaðar við kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðilanum á grundvelli afleiðusamninga að fjárhæð 19.074.333.991 króna. Eins og rakið er í dómi Hæstaréttar 22. mars 2012 í máli nr. 112/2012 voru skuldbindingar varnaraðilans Landsvaka hf. við sóknaraðila samkvæmt umræddu samkomulagi að fullu greiddar með afhendingu skuldabréfa 28. október 2008 og peningagreiðslu 7. nóvember sama ár. Þau mistök urðu hins vegar af hálfu varnaraðilans Landsbankans hf., sem þá bar heitið Nýi Landsbanki Íslands hf. og hafði milligöngu um uppgjör sóknaraðila og varnaraðilans Landsvaka hf. samkvæmt samkomulaginu, að sóknaraðila voru ofgreiddar 7.118.537.667 krónur. Með áðurnefndum dómi Hæstaréttar var kröfu varnaraðilans Landsbankans hf. um endurheimtu þeirrar fjárhæðar skipað í réttindaröð sem búskröfu eftir 3. tölulið 110. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. við slit sóknaraðila. Frávísunarkrafa beggja varnaraðila er meðal annars á því reist að skilyrði samlagsaðildar eftir 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 séu ekki fyrir hendi. Samkvæmt þeirri málsgrein má sækja fleiri en einn í sama máli ef dómkröfur eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings, en ella skal vísa máli frá dómi að kröfu varnaraðila. Kröfur sóknaraðila á hendur varnaraðilanum Landsvaka hf. eru sprottnar af framangreindu samkomulagi 25. október 2008 sem þeir tveir áttu aðild að. Á hinn bóginn á sú krafa sóknaraðila, að viðurkennd verði heimild sín til að skuldajafna endurgreiðslukröfu sinni á hendur varnaraðilanum Landsvaka hf. við búskröfu varnaraðilans Landsbankans hf., rót sína að rekja til þess að þeim síðastnefnda urðu á þau mistök að ofgreiða sóknaraðila fyrrnefnda fjárhæð 7. nóvember 2008. Af þeim sökum eiga dómkröfur sóknaraðila ekki rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings þannig að uppfyllt séu skilyrði samlagsaðildar eftir áðurnefndu ákvæði laga nr. 91/1991. Þegar af þeirri ástæðu verður staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar. Málskostnaðarákvæði hins kærða úrskurðar verður staðfest. Þá verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, LBI hf., greiði varnaraðilum, Landsvaka hf. og Landsbankanum hf., hvorum um sig 1.000.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 707/2013
|
Kærumál Framlagning skjals
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem S var meinað að leggja fram sex eigin skýrslur rannsakenda en kröfum X, Y, X, Þ, Æ og Ö um að S yrði meinað að leggja fram skjal með yfirskriftinni „Tímalína“ ásamt gögnum er því skjali fylgdu, hafnað. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, sagði að skýrslur þær sem um ræddi væru í raun greinargerðir, samdar eftir útgáfu ákæru. Framlagning þeirra rúmaðist því ekki innan heimilda ákæruvaldsins samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og yrði því að hafna kröfu S um að þær yrðu lagðar fram í málinu. Hvað varðaði skjal með yfirskriftina „Tímalína“ væri um að ræða sönnunargögn með yfirliti í tímaröð yfir tiltekna atburði og tilvísanir í rannsóknargögn og samkvæmt lögum um meðferð sakamála væri S heimilt að leggja þau gögn fram.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2013, þar sem sóknaraðila var ekki heimilað að leggja fram sex eigin skýrslur rannsakenda, en kröfu varnaraðila að öðru leyti hafnað. Kæruheimild er í p. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar fyrir sitt leyti með kæru 4. nóvember 2013. Þeir krefjast þess að þeim hluta hins kærða úrskurðar, þar sem kröfu þeirra var hafnað, verði hrundið, en staðfestur verði sá hluti úrskurðarins að sóknaraðila verði meinað að leggja fram skjal með yfirskriftinni: „Tímalína“ ásamt gögnum sem því skjali fylgja. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 700/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi
|
Úrskurður héraðsdóms um að Þ skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var felldur úr gildi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 8. nóvember 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 26. október 2013. Af gögnum málsins verður ráðið að rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi hans sé langt á veg komin. Þá verður ekki séð af gögnunum að fram hafi komið nýjar upplýsingar sem renni stoðum undir að áframhaldandi gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að varnaraðili geti torveldað rannsókn málsins, eins og áskilið er í a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu virtu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
|
Mál nr. 701/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að Ö skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var felldur úr gildi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. nóvember 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 8. nóvember 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og „verði án takmarkana“. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 29. október 2013. Af gögnum málsins verður ráðið að rannsókn á ætlaðri refsiverðri háttsemi hans sé langt á veg komin. Þá verður ekki séð af gögnunum að fram hafi komið nýjar upplýsingar sem renni stoðum undir að áframhaldandi gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að varnaraðili geti torveldað rannsókn málsins, eins og áskilið er í a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu virtu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
|
Mál nr. 674/2013
|
Kærumál Opinber skipti Dánarbú Hjúskapur
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu A um að dánarbú F yrði tekið til opinberra skipta. Börn F töldu A ekki lögerfingja föður síns þar sem þau hafi verið skilin að skiptum og F hafi átt rétt á leyfi til skilnaðar að borði og sæng er hann lést. Í málinu lá fyrir að skilnaðarleyfi hafði ekki verið gefið út við andlát F. Í dómi Hæstaréttar sagði meðal annars að samkvæmt hjúskaparlögum nr. 31/1993 yrði hjúskap annað hvort slitið með ákvörðun stjórnvalds eða dómi að undangenginni málshöfðun samkvæmt XI. kafla laganna. Þar sem sýslumaður hafði ekki gefið út leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gengið um hjúskaparslit F og A hafi þau að lögum enn verið í hjúskap við andlát hans. Samkvæmt því væri A eftirlifandi maki F og þar með lögerfingi hans samkvæmt 4. tölulið 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Væri hún því bær til að krefjast opinberra skipta á dánarbúi hans samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 9. október 2013 sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. september 2013 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að dánarbú F, sem lést [...] október 2012, verði tekið til opinberra skipta. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að hafnað verði kröfu varnaraðila um opinber skipti á áðurnefndu dánarbúi. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málsatvikum er skilmerkilega lýst í hinum kærða úrskurði. Samkvæmt hjúskaparlögum nr. 31/1993 verður hjúskap annað hvort slitið með ákvörðun stjórnvalds eða dómi að undangenginni málshöfðun samkvæmt XV. kafla laganna. Þar sem sýslumaður hafði ekki gefið út leyfi til skilnaðar að borði og sæng eða dómur gengið um slit hjúskapar F og varnaraðila voru þau að lögum enn í hjúskap við andlát hans. Samkvæmt því er varnaraðili eftirlifandi maki F og þar með lögerfingi hans samkvæmt 4. tölulið 1. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Er hún því bær til að krefjast opinberra skipta á dánarbúi hans samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga nr. 20/1991. Þegar af þeirri ástæðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmd til að greiða óskipt varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, B, C og D, greiði óskipt varnaraðila, A, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 654/2013
|
Kærumál Nauðungarsala Ómerking héraðsdóms
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli E á hendur D hf., til úrlausnar um gildi nauðungarsölu, var vísað frá héraðsdómi. Með dómi Hæstaréttar var hinn kærði úrskurður ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, með vísan til þess að héraðsdómur hefði ekki leyst úr málinu á réttum lagagrundvelli.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. september 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. október sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. september 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 79. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, sbr. j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. I Samkvæmt gögnum málsins krafðist varnaraðili þess með beiðni til sýslumannsins í Reykjavík 16. febrúar 2012 að íbúð í eigu sóknaraðila að Tjarnargötu 10 í Reykjavík, númer 01-0502, yrði seld nauðungarsölu til lúkningar skuld við sig samkvæmt veðskuldabréfi útgefnu 27. október 2004, en íbúðin hafði verið sett að veði til tryggingar skuldinni. Með tilkynningu sýslumanns 15. mars 2012 var varnaraðila greint frá því að fyrrgreind beiðni um nauðungarsölu hafi borist embættinu og yrði hún tekin fyrir á skrifstofu þess 24. maí 2012, að undangenginni auglýsingu sem send yrði til birtingar í Lögbirtingablaði 12. apríl sama ár. Hinn 28. maí 2013 fór samkvæmt fyrirliggjandi endurriti úr gerðabók sýslumanns fram að Tjarnargötu 10 nauðungarsala til að halda áfram uppboði á fyrrnefndri eign sóknaraðila. Fyrir varnaraðila sem gerðarbeiðanda var mættur nafngreindur héraðsdómslögmaður og sóknaraðili sem gerðarþoli. Bókað var að honum hafi verið kynnt framlögð gögn og leiðbeint um réttarstöðu sína. Síðan var fært til bókar: „Gerðarþoli óskar bókað að hann hafi krafist að fá að greiða lánið á 1. veðrétti á sama hátt og lán Hildu hf. sem hvílir á Grundarstíg 5, Reykjavík en það hafi ekki fengist. Gerðarþoli leggur fram tölvupósta ... með samskiptum við Dróma hf. þar sem hann telur að fram komi ósannindi starfsmanns og vanræksla starfsmanna Dróma hf. við úrlausn mála“. Lögmaður varnaraðila mótmælti bókun sóknaraðila í heild sinni sem rangri og tilhæfulausri og var þess krafist að uppboðið færi fram. Sýslumaður taldi þær athugasemdir sem fram komu ekki leiða til þess að stöðva bæri uppboðið og skyldi það því fara fram að kröfu varnaraðila sem gerðarbeiðanda. Leitað var eftir boðum í eignina og var hæst boðið í hana af hálfu varnaraðila. Síðan var bókað: „Frekari boð komu ekki fram og er uppboðið á eigninni nú lokið. Hæstbjóðanda er greint frá því að boð hans í eignina verði samþykkt ef greiðsla berst samkvæmt því í samræmi við breytta uppboðsskilmála þann 23. júlí nk. kl. 11:00.“ Sóknaraðili leitaði úrlausnar héraðsdóms 19. júlí 2013 „um ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík ... 28. maí 2013 vegna framhalds nauðungarsölu og nauðungarsölu almennt að Tjarnargötu 10 íbúð nr-0502“. Krafðist sóknaraðili þess að ákvörðun sýslumanns yrði felld úr gildi og sér úrskurðaður málskostnaður. Í hinum kærða úrskurði er tekið fram að í XIII. kafla laga nr. 90/1991 sé fjallað um úrlausn héraðsdómara um ágreining sem rís við nauðungarsölu. Segi í 5. mgr. 73. gr. þeirra laga að sá sem leitar slíkrar úrlausnar skuli tafarlaust senda héraðsdómara málsgögn samkvæmt 3. mgr. sömu lagagreinar. Í lok úrskurðarins kemur fram að þar sem sóknaraðili hafi ekki lagt fram þau gögn þrátt fyrir ótvíræða skyldu hans til þess séu ekki uppfyllt skilyrði laganna til að taka kröfu hans til meðferðar. Af þeim sökum verði að vísa kröfunni frá dómi af sjálfsdáðum án þess málið sé formlega tekið fyrir á dómþingi, sbr. 1. mgr. 74. gr. þeirra. Í úrskurðinum er þess ekki getið að sóknaraðila, sem er ólöglærður og fór með mál sitt sjálfur, hafi verið leiðbeint um formhlið þess. II
|
Mál nr. 294/2013
|
Ávana- og fíkniefni
|
I var sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 104,85 g af marijúana. Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til sakarferils I og þess að með brotinu rauf hann 18 mánaða skilorð dóms þar sem hann hafði verið dæmdur til 20 mánaða fangelsisrefsingar. Þótti refsing hans nú hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði auk þess sem I var gert að sæta upptöku á áðurgreindum fíkniefnum, tveimur farsímum og 7000 krónum.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 24. apríl 2013 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að héraðsdómur verði staðfestur um annað en refsingu ákærða, sem verði þyngd. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð. Með dómi Héraðsdóms Suðurlands 2. mars 2011 var ákærði sakfelldur fyrir að aka bifreið sviptur ökurétti 6. janúar 2011. Með því broti rauf hann skilorð dóms sem hann hlaut 12. janúar 2010. Var því ekki um að ræða hegningarauka eins og segir í hinum áfrýjaða dómi. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. Sakarkostnaður fyrir Hæstarétti er 138.194 krónur, sem ákærða verður gert að greiða auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Ingibergur G. Sigurbjörnsson, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 389.194 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns, 251.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 21. febrúar 2013. Mál þetta, sem dómtekið var þriðjudaginn 19. febrúar 2013, er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 22. janúar 2013, á hendur Ingibergi G. Sigurbjörnssyni, kt. [...]-[...], Sævangi 6, Hafnarfirði, fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa, laugardaginn 27. október 2012 í bifreiðinni BH-578 á bifreiðastæði á bak við Borgarbókasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni samtals 104,85 g af marijúana, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreiðinni og í fatnaði ákærða. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á 104,85 g af marijúana, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er krafist upptöku á 7.000 krónum og tveimur farsímum, sem hald var lagt á, skv. 7. mgr. 5. gr. sömu laga, en samkvæmt ákæru eru fjármunirnir ágóði sölu fíkniefna og voru símarnir notaðir eða ætlaðir til sölu fíkniefna í málinu. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í febrúar 1987. Samkvæmt sakavottorði á hann allnokkurn sakaferil að baki, allt aftur til ársins 2005. Það ár var hann dæmdur fyrir ölvunarakstur og fíkniefnalagabrot og jafnframt sviptur ökurétti í 14 mánuði. Árið 2006 var hann tvívegis sektaður vegna sviptingaraksturs og fyrir fíkniefnalagabrot. Sama ár var hann dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga og vopnalögum. Árið 2007 gekkst ákærði undir viðurlagaákvörðun fyrir sviptingarakstur og fíkniefnalagabrot. Sama ár var hann dæmdur til sektargreiðslu fyrir fíkniefnalagabrot og hlaut jafnframt fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, nytjastuld, ölvunar- og sviptingarakstur. Árið 2008 var hann dæmdur til sektarrefsingar og sviptingar ökuréttar í 12 mánuði fyrir ölvunar- og sviptingarakstur. Árið 2009 var hann dæmdur í 45 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt fyrir ölvunar- og sviptingarakstur. Hann var 12. janúar 2010 dæmdur til 20 mánaða fangelsisrefsingar, þar af 17 mánuði skilorðsbundna í 3 ár, fyrir brot gegn 231. gr. 244. gr., 248. gr. og 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga, fíkniefnalagabrot, hraðakstur og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og sviptur ökurétti ævilangt. Var ævilöng svipting ökuréttar jafnframt áréttuð. Loks var ákærði 2. mars 2011 dæmdur til 20 mánaða fangelsisrefsingar, þar af 18 mánuði skilorðsbundna, fyrir sviptingarakstursbrot, en skilorðsbundinn hluti refsidómsins frá 12. janúar 2010 var þá dæmdur upp þar sem um hegningarauka var að ræða. Með broti því sem ákærði er sakfelldur fyrir í máli þessu hefur hann rofið skilorð síðastgreinds refsidóms. Ber að dæma þann dóm upp og ákveða refsingu í einu lagi, sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 20 mánuði. Ákærði hefur mótmælt kröfu um upptöku á tveimur farsímum, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Við yfirheyrslu hjá lögreglu 27. október 2012, sem tekin var upp í hljóð og mynd, viðurkenndi ákærði að hafa notað farsímana við sölu fíkniefna. Verða símarnir því dæmdir upptækir, ásamt 104,85 g af marijúana og 7.000 krónum, sem jafnframt var lagt hald á, samkvæmt lagaákvæðum sem í ákæru greinir. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Hólmgeirs Elíasar Flosasonar hdl., 87.850 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómar kveður upp þennan dóm. D ó m s o r ð : Ákærði, Ingibergur G. Sigurbjörnsson, sæti fangelsi í 20 mánuði. Upptæk eru dæmd 104,85 g af marijúana, tveir farsímar og 7.000 krónur. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Hólmgeirs Elíasar Flosasonar hdl., 87.850 krónur.
|
Mál nr. 653/2013
|
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var beiðni K ehf. um dómkvaðningu matmanna til að leggja mat á hvert dagslokagengi hlutabréfa í bankanum L hf. hefði verið tilgreindan dag ef ekki hefði komið til fjárfestinga bankans í eigin hlutabréfum á tilgreindu tímabili. K ehf. bar því við að fyrir lægi að sakamál hefði verið höfðað gegn fyrrum starfsmönnum L hf. sem væri gefin að sök markaðsmisnotkun með því að láta bankann kaupa hlutabréf í sjálfum sér og að þannig hefði verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði verið raskað. Kvað K ehf. tilgang matsgerðar um fyrrgreind atriði þann að færa sönnur á fjárhæð skaðabótakröfu K ehf. á hendur L hf. vegna viðskipta þeirra í millum og fjárhæð til lækkunar á dómkröfu L hf. á hendur sér vegna máls sem L hf. hafði höfðað gegn K ehf. Talið var að öflun matsgerðarinnar væri fyrirsjáanlega tilgangslaus til sönnunar í málinu, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. október 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. september 2013, þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila 21. júní 2013 um dómkvaðningu matsmanna. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm „að skipa matsmenn til þess að framkvæma umbeðið mat í samræmi við beiðni [sóknaraðila], sem lögð var fram við fyrirtöku málsins 21. júní 2013“. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar héraðsdóms og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, KG Fiskverkun ehf., greiði stefnda, LBI hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 649/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 5. október 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. október 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. október 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili er undir sterkum grun um aðild að brotum gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot gegn þeirri lagagrein getur varðað fangelsi allt að 16 árum. Eru brot varnaraðila þess eðlis að fullnægt er því skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 30. október 2013 klukkan 16.
|
Mál nr. 188/2013
|
Niðurfelling máls Málskostnaður Gjafsókn
|
M og K deildu um forsjá dóttur sinnar. Með sameiginlegri yfirlýsingu aðila var málið fellt niður að öðru leyti en því að það gengi til dóms um málskostnað. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður beggja aðila fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 20. mars 2013.Með bréfi 17. september sama ár lýstu aðilarnir því yfir að samkomulag hefði tekist um að fella málið niður fyrir Hæstarétti að öðru leyti en því að það gengi til dóms um málskostnað. Krefjast þau hvort fyrir sitt leyti málskostnaðar fyrir Hæstarétti úr hendi hins án tillits til gjafsóknar, sem þeim hefur báðum verið veitt hér fyrir dómi. Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Gjafsóknarkostnaður aðilanna fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Málskostnaður fyrir Hæstarétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, K, og stefnda, M, fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns áfrýjanda, 500.000 krónur, og málflutningsþóknun lögmanns stefnda, 500.000 krónur.
|
Mál nr. 629/2013
|
Kærumál Nálgunarbann
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun lögreglustjóra frá 18. september 2013 þess efnis að X kt. [...] sæti nálgunarbanni í 12 mánuði þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A kt. [...] og sona þeirra KB og C að [...] í [...], á eða í námunda við D þar sem A stundar nám og á eða í námunda við E í [...] þar sem þeir C og B stunda nám, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis framangreinda staði, mælt frá miðju húsanna. Jafnframt er lagt bann við því að X veiti A, B og C eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Þorgeir Örlygsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. september 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2013, þar sem staðfest var sú ákvörðun lögreglustjóra 18. september 2013 að varnaraðili sæti nálgunarbanni í 12 mánuði þannig að lagt sé bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili A og sona hennar og varnaraðila, B og C, að [...] í [...], D þar sem A stundar nám og E í [...] þar sem drengirnir stunda nám, á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis fyrrgreinda staði, mælt frá miðju húsanna. Einnig er lagt bann við því að varnaraðili veiti A og drengjunum eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau með öðrum hætti. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði segir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 3. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila, Sigmundar Hannessonar hæstaréttarlögmanns, fyrir Hæstarétti, 125.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 490/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Þriðjamannslöggerningur
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var að viðurkenna kröfu S hf. á hendur K hf. sem almenna kröfu samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Reisti S hf. kröfu sína á endurfjármögnunarsamningi G ehf. og K hf. og byggði í fyrsta lagi á því að í honum hefði falist skuldbindandi og óskilyrt greiðsluloforð K hf. gagnvart S hf., í öðru lagi að K hf. væri bundinn af samningnum gagnvart S hf. á grundvelli reglna samningaréttarins um eiginlega þriðjamanns löggerninga og í þriðja lagi að K hf. hefði tekið á sig kröfuábyrgð á skuld G ehf. við S hf. Um ágreining aðila um gildi endurfjármögnunarsamningsins sagði í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna hans, að það hvíldi á K hf. að gera trúverðuga grein fyrir mun á texta þeirra fundargerða sem lægju fyrir í málinu. K hf. hefði ekki kvatt nein vitni fyrir dóminn. Þar sem bæði fulltrúar G ehf. og starfsmenn K hf. sem að málinu komu hafi talið formsatriði frágengin yrði að ganga út frá því að samningurinn hefði tekið gildi. Hann hefði þó einn og sér hvorki veitt S hf. beinan og sjálfstæðan rétt á hendur K hf. né væri unnt að túlka orðalag hans þannig að hann veitti S hf. slíkan rétt. Þá yrði S hf. ekki talið eiga fjárkröfu á hendur K hf. með því að K hf. hefði tekið á sig kröfuábyrgð gagnvart S hf. Var kröfu S hf. því hafnað.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Benedikt Bogason. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 26. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júní 2013, þar sem kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila var hafnað. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að krafa hans að fjárhæð 1.680.791.421 króna verði viðurkennd í réttindaröð við slit varnaraðila sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfestur. Sóknaraðili greiði varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, SPRON verðbréf hf., greiði varnaraðila, Kaupþingi hf., 400.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 616/2013
|
Kærumál Afhending sakaðs manns
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem skilyrði til afhendingar X til danskra yfirvalda, á grundvelli laga nr. 12/2010 um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun), voru talin uppfyllt.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. september 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er sá hluti úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 17. september 2013, þar sem skilyrði fyrir afhendingu varnaraðila til danskra yfirvalda voru talin uppfyllt. Kæruheimild er í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 12/2010 um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun). Varnaraðili krefst þess að áðurnefndur hluti hins kærða úrskurðar verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar á þeim þætti hins kærða úrskurðar er lýtur að því að skilyrði fyrir afhendingu varnaraðila til danskra yfirvalda séu uppfyllt. Varnaraðili er grunaður um stórfellt fíkniefnalagabrot og tilraun til slíks brots 15. nóvember 2012 í Kaupmannahöfn. Að varnaraðila fjarstöddum var honum gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna ætlaðra framangreindra brota með úrskurði Köbenhavns Byret 6. ágúst 2013. Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf út norræna handtökuskipun á hendur varnaraðila 13. september 2013 vegna meðferðar sakamálsins þar í landi, sbr. 1. gr. laga nr. 12/2010, en þar segir meðal annars að norræn handtökuskipun sé ákvörðun sem tekin er í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð um að biðja eitthvert þessara ríkja að handtaka og afhenda eftirlýstan mann vegna meðferðar á sakamáli sem geti varðað fangelsisrefsingu eða annars konar frjálsræðissviptingu í ríkinu sem gefið hefur út handtökuskipunina. Ríkissaksóknari tók ákvörðun 17. september 2013 um að verða við beiðni danskra yfirvalda um afhendingu varnaraðila, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 12/2010. Varnaraðili andmælti því að verða afhentur til Danmerkur til meðferðar sakamálsins og var málið því lagt fyrir héraðsdóm í samræmi við 3. mgr. þeirrar lagagreinar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði laga nr. 12/2010 væru uppfyllt til afhendingar varnaraðila til danskra yfirvalda. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar um þann hluta málsins verður niðurstaða hans staðfest. Dómsorð: Staðfestur er sá hluti hins kærða úrskurðar að skilyrði til afhendingar varnaraðila, X, til danskra yfirvalda séu uppfyllt.
|
Mál nr. 244/2013
|
Niðurfelling máls Málskostnaður Gjafsókn
|
Barnaverndarnefnd X krafðist þess að A yrði svipt forsjá dætra sinna B og C. Með sameiginlegri yfirlýsingu aðila var málið fellt niður en A hélt málskostnaðarkröfu sinni fyrir Hæstarétti til streitu. Talið var rétt að málskostnaður fyrir Hæstarétti félli niður og að gjafsóknarkostnaður A fyrir réttinum greiddist úr ríkissjóði.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 10. apríl 2013. Með bréfi 12. september sama ár féll áfrýjandi frá áfrýjun sinni, að öðru leyti en því að dómur gangi um málskostnað fyrir Hæstarétti án tillits til gjafsóknar, sem henni hefur verið veitt. Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er málið fellt niður. Rétt er að málskostnaður fyrir Hæstarétti falli niður. Um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eftir því sem segir í dómsorði. Dómsorð:
|
Mál nr. 617/2013
|
Kærumál Afhending sakaðs manns
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem skilyrði til afhendingar X til danskra yfirvalda, á grundvelli laga nr. 12/2010 um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun), voru talin uppfyllt.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. september 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er sá hluti úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 17. september 2013, þar sem skilyrði fyrir afhendingu varnaraðila til danskra yfirvalda voru talin uppfyllt. Kæruheimild er í 3. mgr. 13. gr. laga nr. 12/2010 um handtöku og afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun). Varnaraðili krefst þess að áðurnefndur hluti hins kærða úrskurðar verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar á þeim þætti hins kærða úrskurðar er lýtur að því að skilyrði fyrir afhendingu varnaraðila til danskra yfirvalda séu uppfyllt. Varnaraðili er grunaður um að stórfellt fíkniefnalagabrot og tilraun til slíks brots 15. nóvember 2012 í Kaupmannahöfn. Að varnaraðila fjarstöddum var honum gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna ætlaðra framangreindra brota með úrskurði Köbenhavns Byret 29. ágúst 2013. Lögreglan í Kaupmannahöfn gaf út norræna handtökuskipun á hendur varnaraðila 13. september 2013 vegna meðferðar sakamálsins þar í landi, sbr. 1. gr. laga nr. 12/2010, en þar segir meðal annars að norræn handtökuskipun sé ákvörðun sem tekin er í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð um að biðja eitthvert þessara ríkja að handtaka og afhenda eftirlýstan mann vegna meðferðar á sakamáli sem geti varðað fangelsisrefsingu eða annars konar frjálsræðissviptingu í ríkinu sem gefið hefur út handtökuskipunina. Ríkissaksóknari tók ákvörðun 17. september 2013 um að verða við beiðni danskra yfirvalda um afhendingu varnaraðila, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 12/2010. Varnaraðili andmælti því að verða afhentur til Danmerkur til meðferðar sakamálsins og var málið því lagt fyrir héraðsdóm í samræmi við 3. mgr. þeirrar lagagreinar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að skilyrði laga nr. 12/2010 væru uppfyllt til afhendingar varnaraðila til danskra yfirvalda. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar um þann hluta málsins verður niðurstaða hans staðfest. Dómsorð: Staðfestur er sá hluti hins kærða úrskurðar að skilyrði til afhendingar varnaraðila, X, til danskra yfirvalda séu uppfyllt.
|
Mál nr. 571/2013
|
Kærumál Opinber skipti Óvígð sambúð
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu M um opinber skipti til fjárslita milli hans og K. Í kröfu M um opinber skipti kom fram að ágreiningur hans og K lyti eingöngu að tiltekinni fasteign K, enda ættu aðilar ekki aðrar eignir saman. Í Hæstarétti var fallist á með héraðsdómi að skilyrði 109. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl., um að opinber skipti færu ekki fram til fjárslita nema minnst annar aðilanna ætti eignir umfram skuldir, væri ekki uppfyllt eins og ákvæðið hafi verið skýrt með dómi réttarins í máli nr. 261/2005. Mat löggilts fasteignasala á söluverði fasteignarinnar sem M aflaði einhliða yrði ekki, gegn andmælum K, lagt til grundvallar við úrlausn málsins. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. ágúst 2013 sem barst héraðsdómi degi síðar og réttinum ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júlí 2013, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um opinber skipti til fjárslita milli hans og varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess að fallist verði á kröfu hans um að fram fari opinber skipti vegna fjárslita milli aðila. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði var tekið fram í kröfu sóknaraðila um opinber skipti til fjárslita milli aðila að ágreiningur þeirra lyti eingöngu að fasteigninni að [...] 14, [...], enda ættu aðilar ekki aðrar eignir saman. Í kröfunni var þess getið að aðrar helstu eignir sóknaraðila væru hlutafé í tveimur tilgreindum félögum og tvær fasteignir. Um verðmæti hlutabréfanna nýtur engra gagna við í málinu og þá hafa heldur engin gögn verið lögð fram af hálfu sóknaraðila um hvort áhvílandi skuldir á fasteignunum séu lægri en söluverðmæti þeirra. Einnig liggur fyrir í málinu að 4. febrúar 2013 var gert árangurslaust fjárnám hjá sóknaraðila. Samkvæmt þessu og eins og málatilbúnaði sóknaraðila er háttað verður ekki við annað miðað en að skuldir hans séu umfram eignir. Sóknaraðili hefur lagt fyrir Hæstarétt mat löggilts fasteignasala 13. ágúst 2013 á söluverði áðurnefndrar fasteignar að [...] 14, þinglýstrar eignar varnaraðila, og er það áætlað 75.000.000 krónur. Þá hefur sóknaraðili lagt fyrir réttinn yfirlit um stöðu sex tryggingarbréfa, sem hann hefur gefið út til tryggingar skuldum sínum, en fimm þeirra hvíla á fyrrgreindri fasteign. Kemur þar fram að 12. ágúst 2013 hafi eftirstöðvar skulda samkvæmt þremur bréfanna, sem hvíla bæði á [...] 14 og [...] 15, [...], þinglýstri eign sóknaraðila, numið samtals 57.574.556 krónum. Einnig er tilgreint á yfirlitinu að eftirstöðvar skulda samkvæmt tveimur tryggingarbréfanna, er hvíla eingöngu á [...] 14, hafi þá samtals verið 17.055.445 krónur. Þá hafi eftirstöðvar skuldar samkvæmt tryggingarbréfi, er hvíli eingöngu á [...] 15, numið 27.486.498 krónum. Í yfirlitinu er ekki getið skuldar sóknaraðila samkvæmt tryggingarbréfi 10. febrúar 2005, upphaflega að fjárhæð 3.500.000 krónur, sem mun hvíla á [...] 14. Engin gögn liggja fyrir í málinu um stöðu annarra áhvílandi veðskulda á [...] 15 en samkvæmt fyrrgreindum fjórum tryggingarbréfum. Samkvæmt því sem rakið hefur verið nema eftirstöðvar áhvílandi tryggingarbréfaskulda sóknaraðila, sem áður eru taldar og hvíla á fasteigninni að [...] 14, samtals 74.630.001 krónu. Aðrar áhvílandi veðskuldir á eigninni voru samkvæmt söluyfirliti 22. janúar 2013 að eftirstöðvum 22.262.681 króna að meðtalinni skuld samkvæmt áðurnefndu tryggingarbréfi frá 10. febrúar 2005. Fasteignamatsverð [...] 14 er 43.600.000 krónur. Þar sem sóknaraðili aflaði einhliða fyrrgreinds mats á söluverði eignarinnar verður það, gegn andmælum varnaraðila, ekki lagt grundvallar við úrlausn málsins. Að framangreindu virtu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, M, greiði varnaraðila, K, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 543/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Veðréttur
|
Með úrskurði héraðsdóms var kröfu L hf. sem lýst var við slit V hf. skipað í réttindaröð sem veðkröfu samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., þannig að veðréttur L hf. á grundvelli kröfunnar tæki til sex nánar tilgreindra veðskuldabréfa. Krafa L hf. við slit V hf. var reist á lánssamningi, en til tryggingar efndum hans hafði V hf. með yfirlýsingu sett að handveði sex veðskuldabréf sem nutu 1. veðréttar í tilgreindri fasteign. Fasteignin var síðar seld nauðungarsölu. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að handveðréttur L hf. hefði ekki tekið beint til fasteignarinnar, sem veðskuldabréfin hvíldu á og seld hafði verið nauðungarsölu, heldur til skuldabréfanna sjálfra. Hefði nauðungarsalan því engin áhrif haft á veðrétt L hf., heldur hefði hann færst yfir á söluandvirði eignarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. maí 2009 í máli nr. 163/2009. Samkvæmt því hefði L hf. lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. ágúst 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. júlí 2013, þar sem krafa varnaraðila að fjárhæð 101.725.219 krónur var viðurkennd við slit sóknaraðila með stöðu í réttindaröð samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. þannig að veðréttur varnaraðila á grundvelli kröfunnar tæki til sex nánar tilgreindra veðskuldabréfa. Þá var vísað frá dómi kröfu varnaraðila um innheimtukostnað og kröfu sóknaraðila um staðfestingu þess að hann væri réttmætur eigandi eignarhlutar í tilteknu félagi. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði að krafa varnaraðila njóti stöðu í réttindaröð við slit sóknaraðila sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991. Þá er krafist í málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði reisir varnaraðili kröfu sína við slit sóknaraðila á lánssamningi sem gerður var 1. mars 2010. Til tryggingar efndum samningsins hafði sóknaraðili með yfirlýsingu 6. ágúst 2009 sett að handveði sex veðskuldabréf sem nutu 1. veðréttar í fasteigninni að Tjarnarvöllum 3, Hafnarfirði. Fasteignin var seld nauðungarsölu 26. maí 2010 og var kaupandi hennar Skjaldborg kröfuhafafélag 3 ehf. Í héraði var meðal annars á því byggt af hálfu sóknaraðila að eigendur áður áhvílandi veðskuldabréfa í fasteigninni að Tjarnarvöllum 3 hafi eignast hlut í áðurnefndu félagi í hlutfalli við veðstöðu sína áður en eignin var seld nauðungarsölu og lytu hagsmunir málsaðila við svo búið að eignarhlut í því á grundvelli umræddra veðskuldabréfa er hvíldu á fasteigninni. Samhliða því að sóknaraðili krafðist þess að krafa varnaraðila nyti ekki stöðu samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991, gerði sóknaraðili þá kröfu fyrir héraðsdómi að staðfest yrði að hann væri réttmætur eigandi eignarhlutar í Skjaldborg kröfuhafafélagi 3 ehf. á grundvelli veðskuldabréfanna. Frá þeirri kröfu hefur sóknaraðili fallið með kæru sinni til Hæstaréttar. Handveðréttur varnaraðila tók ekki beint til fasteignarinnar að Tjarnarvöllum 3, sem umrædd veðskuldabréf hvíldu á og seld hefur verið nauðungarsölu samkvæmt framansögðu, heldur til skuldabréfanna sjálfra. Hafði nauðungarsala fasteignarinnar því engin áhrif á veðrétt varnaraðila, heldur færðist hann yfir á söluandvirði eignarinnar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. maí 2009 í máli nr. 163/2009. Varnaraðili hefur því lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Krafa varnaraðila, Landsbankans hf., að fjárhæð 101.725.219 krónur, nýtur rétthæðar eftir 111. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. við slit sóknaraðila, VBS eignasafns hf., á grundvelli handveðréttar í sex skuldabréfum, fjórum, hverju að fjárhæð 5.000.000 krónur, dagsettum 19. júní 2006, og tveimur, hvoru að fjárhæð 6.200.000 krónur, dagsettum 26. nóvember 2007, sem hvíldu á 1. veðrétti í fasteigninni að Tjarnarvöllum 3, Hafnarfirði. Ákvæði hins kærða úrskurðar um málskostnað er staðfest. Sóknaraðili greiði varnaraðila 400.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 496/2012
|
Þjófnaður Gripdeild Skjalafals Vanaafbrotamaður
|
A var sakfelldur fyrir sjö þjófnaðarbrot, tvær gripdeildir og skjalafals. Við ákvörðun refsingar var m.a. litið til þess að með brotunum rauf A reynslulausn sem honum hafði verið veitt. Þá átti hann að baki langan sakaferil sem sýndi svo ekki yrði um villst að hann væri síbrotamaður. Var refsing hans ákveðin 8 mánuðir í fangelsi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 3. júlí 2012 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að héraðsdómur verði staðfestur um annað en refsingu ákærða, sem verði þyngd. Ákærði krefst þess að refsing verði milduð. Lyfja hf. hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti og verður því litið svo á að félagið krefjist staðfestingar á einkaréttarkröfu sinni, sbr. 1. mgr. 208. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Eftir að hinn áfrýjaði dómur gekk var ákærði dæmdur 25. október 2012 til tveggja mánaða fangelsisvistar fyrir brot gegn valdsstjórninni. Þá var hann 19. júní 2013 dæmdur í níu mánaða fangelsi vegna þjófnaða og fíkniefnalagabrots. Gögn málsins bera með sér að brot ákærða samkvæmt ákærulið I.1 hafi átt sér stað 5. desember 2011 og brot samkvæmt ákærulið I.4 þann 16. febrúar 2012. Þá eru verðmæti þau sem um ræðir í ákærulið II.2 samtals að fjárhæð 77.470 krónur. Þessi ranga tilgreining í ákæru á aukaatriðum brota hefur ekki áhrif á úrlausn málsins, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Aðalsteinn Árdal Björnsson, greiði áfrýjunarkostnað málsins, 262.887 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Kristjáns Stefánssonar hæstaréttarlögmanns, 188.250 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. júní 2012. Mál þetta, sem dómtekið var 15. maí sl., er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 8. maí 2012 á hendur Aðalsteini Árdal Björnssyni, kt. [...]-[...],[...], Reykjavík, fyrir eftirtalin brot framin í Reykjavík á árinu 2012, nema annað sé tekið fram: Teljast brot þessi varða við 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. II. (M. 007-2012-19370) (M. 007-2012-19391) Teljast brot þessi varða við 245. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. III. Skjalafals, með því að hafa miðvikudaginn 14. mars, í afgreiðslu Lyfju, Laugavegi 16, framvísað lyfseðli nr. 10933758, sem ákærði vissi að væri falsaður í því skyni að fá afgreidd lyfseðilsskyld lyf. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 155. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Vegna ákæruliðar I.-6, gerir A, kt. [...]-[...], f.h. Lyfju hf., kt. 531095-2279, kröfu um að ákærði verði dæmdur til greiðslu skaðabóta að fjárhæð kr. 14.979, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, frá 25. mars 2012, og þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvexti, sbr. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að skaðlausu, skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins að teknu tilliti til virðisaukaskatts af málflutningsþóknun. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar er lög leyfa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu er sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærði hefur skýlaust játað brot sitt. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði er fæddur í maí 1978. Hann á að baki sakaferil frá árinu 1998. Hefur hann fimmtán sinnum verið dæmdur fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hefur ákærði verið dæmdur til langrar fangelsisvistar og jafnan þurft að afplána eftirstöðvar reynslulausnar vegna rofa. Ákærði var síðast dæmdur í 6 mánaða fangelsi með dómi héraðsdóms 9. febrúar 2011. Var honum veitt reynslulausn 28. september 2011 í 1 ár á eftirstöðvum refsingar 164 dögum. Ákærði hefur þegar hafið afplánun á eftirstöðvum þeirrar refsingar. Þó svo brot ákærða samkvæmt ákæru séu ekki stórvægileg sýna þau þó og sakaferill ákærða, svo ekki verður um villst, að ákærði er síbrotamaður. Með hliðsjón af því er refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði. Ekki þykir fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Ákærði hefur samþykkt skaðabótakröfu Lyfju og verður hún tekin til greina svo sem í dómsorði greinir. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns svo sem í dómsorði er mælt fyrir um. Símon Sigvaldason héraðsdómari kvað upp þennan dóm. D ó m s o r ð : Ákærði, Aðalsteinn Árdal Björnsson, sæti fangelsi í 8 mánuði. Ákærði greiði Lyfju hf. 14.979 krónur, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 25. mars 2012 til 20. maí 2012 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns Stefáns Karls Kristjánssonar héraðsdómslögmanns, 112.950 krónur.
|
Mál nr. 587/2013
|
Kærumál Lögræði Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem A var að kröfu B svipt sjálfræði í tvö ár. Málinu var vísað frá Hæstarétti þar sem kæra A uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, enda yrði ekki úr annmarka þar á bætt þótt kröfum A og málsástæðum væri gerð skil í greinargerð hennar fyrir Hæstarétti, sbr. til dæmis dóm réttarins 29. maí 2013 í máli nr. 340/2013.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. ágúst 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 4. september sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. ágúst 2013 þar sem sóknaraðili var að kröfu varnaraðila svipt sjálfræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Varnaraðili krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti en til vara staðfestingar hins kærða úrskurðar. Í báðum tilvikum er krafist þóknunar til handa talsmanni varnaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti. Í kæru sóknaraðila, sem rituð er af lögmanni hennar, er því lýst yfir að hún hafi falið lögmanninum að kæra fyrir sig áðurnefndan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og númer úrskurðarins tilgreint. Hafi lögmaður sá, sem gætti hagsmuna sóknaraðila í héraði, verið upplýst um vilja sóknaraðila til að skipta um lögmann og afhent gögnin núverandi lögmanni hennar. Þá segir í kærunni: ,,Kæruheimild er í 1. mgr. 30. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Greinargerð hefur verið send Hæstarétti.“ Í 16. gr. lögræðislaga er að finna ákvæði um málskot úrskurða, sem kveðnir eru upp samkvæmt lögunum. Í 1. mgr. greinarinnar segir að um málskotið fari samkvæmt almennum reglum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með þeim frávikum sem greini í lögunum. Í 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 eru ákvæði um hvað greina skuli í kæru til Hæstaréttar. Þar segir að tilgreina skuli þá dómsathöfn, sem kærð sé, kröfu um breytingu á henni og þær ástæður, sem kæra sé reist á. Svo sem fram er komið gerði sóknaraðili í kæru til Hæstaréttar hvorki grein fyrir kröfu sinni um breytingu á hinni kærðu dómsathöfn né því á hvaða ástæðum kæra hennar væri reist. Úr þessum annmarka verður ekki bætt þótt kröfum hennar og málsástæðum séu gerð skil í greinargerð hér fyrir dómi, sbr. til dæmis dóm réttarins 29. maí 2013 í máli nr. 340/2013. Með vísan til þessa verður málinu vísað frá Hæstarétti. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila og talsmanns varnaraðila eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Stefáns Karls Kristjánssonar héraðsdómslögmanns, og þóknun skipaðs talsmanns varnaraðila, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Hæstarétti, 125.500 krónur til hvors þeirra, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. ágúst 2013. Með kröfu, sem dagsett er 23. ágúst sl. og þingfest í dag, hefur Páll A. Pálsson hrl. f.h. B, kt. [...], [...],[...]farið þess á leit að að móðir hennar A, kt. [...], til lögheimilis í [...],[...], verði svipt sjálfræði í tvö ár. Segir í kröfunni að sóknaraðili telji „varnaraðila ekki lengur færa til að ráða persónulegum högum sínum vegna geðsjúkdóms og að nauðsynlegt sé að vista hana á geðdeild sjúkrahúss“ og óhjákvæmilegt sé „að óska eftir sjálfræðissviptingu“ til þess að hún fái langvarandi lyfjameðferð. Kröfunni er mótmælt en til vara er þess krafist að sviptingartíminn verði styttri en krafist er. Um aðild sóknaraðila vísast til a- liðar 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga nr. 71, 1997. Meðal gagna málsins er staðfest vottorð og vætti Halldóru Jónsdóttur geðlæknis þar sem fram kemur að varnaraðili, sem var nauðungarvistuð hinn 4. þ.m., hafi þjáðst af alvarlegum geðsjúkdómi, [...], í áratugi og oft verið lögð inn á spítala af þeim sökum. Þá sé hún haldin efna- og spilafíkn. Hún hafi verið með geðrofseinkenni, ofskynjanir og ranghugmyndir, þegar hún var lögð inn á spítala tveim dögum áður. Eru í vottorðinu tilgreind dæmi um sturlunartiltæki varnaraðila áður en hún var lögð inn og um ranghugmyndir sem þá komu í ljós. Í viðtali 20. þ.m. hafi hún hins vegar virst vera nokkurn veginn áttuð á stund en talað samhengislaust. Segir læknirinn að varnaraðila hafi skánað eftir að hún var lögð inn, enda þegar verið gefin geðlyf. Hún sé hins vegar innsæislaus og fullreynt að hún sé ekki til samvinnu um læknismeðferð fái hún að vera sjálfráða. Telur læknirinn nauðsynlegt að hún verði svipt sjálfræði sínu í tvö ár til þess að hún fái áframhaldandi meðferð við sjúkdóminum. Ella sé spillt fyrir bata og heilsu hennar stefnt í voða. Nægilega er í ljós leitt að varnaraðili, A, er vegna geðsjúkdóms ófær um að ráða persónulegum högum sínum og að brýna nauðsyn ber til þess að veita henni viðeigandi læknismeðferð. Ber því með heimild í a-lið 4. gr. lögræðislaga, að taka kröfu sóknaraðila til greina og ákveða að varnaraðili skuli vera svipt sjálfræði í tvö ár. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga ber að greiða úr ríkissjóði þóknun skipaðra talsmanna aðilanna, Páls Arnórs Pálssonar hrl., og Áslaugar Gunnlaugsdóttur hdl., 100.000 krónur til hvors um sig. Er þóknun talsmannanna ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá ber einnig að greiða úr ríkissjóði kostnað vegna læknisvottorðs, 81.280 krónur. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp þennan úrskurð. Úrskurðarorð: Varnaraðili, A, kt. [...],[...],[...], er svipt sjálfræði í tvö ár. Kostnaður af málinu, þóknun skipaðra talsmanna aðilanna, Páls Arnórs Pálssonar hrl., 100.000 krónur og Áslaugar Gunnlaugsdóttur hdl., 100.000 krónur til hvors um sig, greiðist úr ríkissjóði, svo og annar kostnaður, 81.280 krónur.
|
Mál nr. 429/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Skaðabótakrafa
|
Dánarbú K lýsti kröfu við slit G hf. vegna ætlaðs tjóns af völdum þess að starfsmaður G hf. hefði ekki farið að fyrirmælum dánarbúsins um kaup á tilteknu skuldabréfi í marsmánuði 2008. Dánarbú K hélt því fram að fjármagna hefði átt kaupin með sölu á hlutabréfaeign þess, en þegar á reyndi voru kaupin fjármögnuð með innlausn hlutdeildarskírteinis í tilgreindum sjóði fyrir milligöngu G hf. Í úrskurði héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna hans, var kröfu dánarbúsins við slit G hf. hafnað. Vísað var til þess að þótt G hf. væri sérfræðingur á sviði fjármálaþjónustu væri ekki unnt að líta framhjá því að dánarbúi K hefðu verið sendar tilkynningar um viðskiptin þar sem þeim var lýst. Ekki hefðu borist athugasemdir frá dánarbúinu og því hefði G hf. mátt treysta því að viðskiptin hefðu verið framkvæmd í samræmi við óskir þess. Þá var litið til þess að tjón dánarbús K varð ekki fyrr en við fall G hf. í október 2008 og að í aðgerðum G hf. í tengslum við viðskiptin hefði ekki falist ráðstöfun á verðmætum dánarbúsins umfram fyrirmæli þess.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Mattíasson, Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 4. júní 2013, þar sem kröfu sóknaraðila við slit varnaraðila var hafnað. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að viðurkennt verði að krafa hans, nr. CL20091125-3859 í kröfuskrá varnaraðila, að fjárhæð 38.949.873 krónur verði viðurkennd sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 við slit varnaraðila. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst aðallega staðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að krafa sóknaraðila verði viðurkennd með lægri fjárhæð. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Þar sem varnaraðili hefur ekki gagnkært úrskurð héraðsdóms af sinni hálfu kemur krafa hans um málskostnað í héraði ekki til umfjöllunar fyrir Hæstarétti. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Eftir atvikum er rétt að hvor aðili beri sinn kostnað af meðferð málsins fyrir Hæstarétti. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 482/2013
|
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem tekin var til greina beiðni S hf. og K ehf. um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að meta afleiðingar líkamstjóns Á vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir 31. október 1999.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 4. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 2013, þar sem tekin var til greina beiðni varnaraðila um að dómkvaddir yrðu tveir matsmenn til þess að meta afleiðingar líkamstjóns sóknaraðila vegna umferðarslyss sem hann varð fyrir 31. október 1999. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður „verði felldur úr gildi eða hann ómerktur.“ Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Málatilbúnaður sóknaraðila er einkum reistur á því að í matsbeiðni sé leitað álits á atriðum sem dómari hafi með höndum samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 leggur dómari sjálfur mat á atriði sem krefjast almennrar þekkingar og menntunar eða lagaþekkingar. Þótt með matsbeiðni í máli þessu sé leitað álits á einhverju sem öðrum þræði snertir lagaleg atriði myndi niðurstaða þar um í matsgerð ekki binda hendur dómara eða þrengja svigrúm hans og skyldu til að meta þau endanlega sjálfur. Er þess jafnframt að gæta að varnaraðilar yrðu að bera halla af því ef sönnunargildi matsgerðar verður rýrara en ella vegna þess að lögð hefur verið til grundvallar mati forsenda þeirra sem reynist ekki eiga við rök að styðjast. Verður varnaraðilum ekki meinað að afla matsgerðar um þetta efni, enda bera þeir sjálfir kostnað af matsgerðinni og áhættu af því hvort hún komi þeim að notum. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður niðurstaða hans staðfest. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Árni Sverrisson, greiði varnaraðilum, Sjóvá-Almennum tryggingum hf. og K-taki ehf., hvorum um sig 100.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 574/2013
|
Kærumál Farbann
|
X var gert að sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir, Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. ágúst 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. ágúst 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni til mánudagsins 23. september 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Kærði, sem er ítalskur ríkisborgari og ekki búsettur hér á landi, er undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Því er skilyrðum b-liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 fullnægt til að verða við kröfu sóknaraðila. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Kærumálskostnaður dæmist ekki, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 497/2013
|
Kærumál Dómkvaðning matsmanns
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem tekin var til greina beiðni H ehf. um dómkvaðningu tveggja matsmanna til að meta líklegt söluverð tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Eiríkur Tómasson og Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari. Sóknaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kærum 15. júlí 2013 sem bárust réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 3. júlí 2013, þar sem fallist var á beiðni varnaraðila um að dómkvaddir yrðu tveir matsmenn til þess að meta líklegt söluverð tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Kæruheimild er í c. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðilar krefjast þess að beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna verði hafnað. Þá krefjast þeir kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 á varnaraðili rétt á að afla í máli þessu, á eigin kostnað og áhættu, þeirra sönnunargagna sem hann telur málstað sínum til framdráttar. Er að meginreglu hvorki á valdi gagnaðila né dómstóla að takmarka þann rétt, umfram það sem leiðir af ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar. Þegar af þeirri ástæðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðilar verða dæmdir til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðilar, Þjóðskrá Íslands og Reykjavíkurborg, greiði óskipt varnaraðila, Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi ehf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 386/2013
|
Kærumál Réttaráhrif dóms Frávísunarúrskurður staðfestur
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli G sf. á hendur S hf. var vísað frá dómi. G sf. hafði í málinu uppi kröfu um bætur vegna tapaðra leigutekna af fjarskiptamasti á tiltekinni lóð sem tekin var eignarnámi af forvera S hf. árið 2004 og krafðist þess að auki að staðfestur yrði eignarréttur félagsins að fjarskiptamastrinu. Hinn kærði úrskurður var staðfestur með vísan til þess að dómstólar hefðu þegar leyst endanlega úr sakarefnunum, þ.á m. var talið að leyst hefði verið úr því síðara í dómsforsendum.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 7. júní sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. maí 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Í héraðsdómsstefnu krefst sóknaraðili þess í fyrsta lagi að varnaraðili verði dæmdur til að greiða sér „skuld/bætur vegna tapaðra leigutekna af fjarskiptamastri“ sem stendur á tiltekinni spildu úr lóðinni nr. 7A við Aðalgötu í Stykkishólmi, en spildan var tekin eignarnámi af varnaraðila, sem þá hét Landssími Íslands hf., í ársbyrjun 2004. Í annan stað gerir sóknaraðili þá kröfu að staðfestur verði eignarréttur sinn að fyrrgreindu fjarskiptamastri. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði var varnaraðili, með dómi Hæstaréttar 6. apríl 2006 í máli nr. 424/2005 sem er birtur í dómasafni 2006, bls. 1679, dæmdur til að greiða sóknaraðila endurgjald fyrir afnot af hluta áðurnefndrar lóðar vegna fyrrgreinds fjarskiptamasturs til loka febrúar 2004. Í dómsforsendum Hæstaréttar var því slegið föstu að fjarskiptamastrið væri í eigu varnaraðila. Skömmu síðar, 18. maí 2006, var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli nr. 511/2005, sem birtur er í dómasafni 2006, bls. 2469, en það mál var höfðað af sóknaraðila á hendur íslenska ríkinu og varnaraðila til að fá ógilta með dómi ákvörðun samgönguráðuneytisins um að heimila varnaraðila eignarnámið á lóðarspildunni sem áður er getið. Til stuðnings ógildingarkröfunni var því meðal annars haldið fram af hálfu sóknaraðila að ekkert lægi fyrir um það að varnaraðili væri eigandi að fjarskiptamastrinu. Stefndu kröfðust sýknu af kröfu varnaraðila og studdist sýknukrafa þeirra ásamt öðru við það að enginn vafi léki á eignarhaldi varnaraðila á mastrinu og yrði það ekki vefengt. Í forsendum héraðsdóms var meðal annars komist svo að orði: „Liggur ekki annað fyrir í málinu en að mastrið sé í eigu stefnda, Landssíma Íslands hf.“ Voru stefndu sýknaðir af kröfu sóknaraðila í héraði og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Í dómi réttarins var tekið fram að Póst- og símamálastofnun hafi reist umrætt fjarskiptamastur á árunum 1960 til 1970, en síðar hafi varnaraðili tekið við því af stofnuninni. Með nokkrum fleiri athugasemdum, sem ekki skipta máli hér, var héraðsdómurinn staðfestur með vísan til forsendna hans. Samkvæmt þessu hefur verið skorið efnislega úr um eignarhald á áðurnefndu fjarskiptamastri í dómsmáli sem báðir aðilar þessa máls áttu aðild að og leitt var endanlega til lykta með fyrrgreindum dómi Hæstaréttar 18. maí 2006. Með þeim dómi var því hafnað að sóknaraðili hafi eignast mastrið með kaupum á fasteigninni nr. 7 við Aðalgötu í Stykkishólmi á árinu 2001, en sú krafa, sem höfð er uppi í þessu máli, að eignarréttur hans að því verði staðfestur er reist á þeirri málsástæðu. Þar sem leyst var efnislega úr þessu sakarefni með hæstaréttardóminum er hann bindandi um úrslit þess milli málsaðila samkvæmt 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Eftir 2. mgr. þeirrar greinar ber því að vísa umræddri kröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila frá héraðsdómi. Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir dómi Hæstaréttar 2. febrúar 2012 í máli nr. 220/2011 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um bætur fyrir áðurgreint eignarnám, umfram það sem matsnefnd eignarnámsbóta hafði áður úrskurðað honum og varnaraðili reitt af hendi. Af þeim sökum er fallist á með héraðsdómara að vísa beri frá héraðsdómi kröfu sóknaraðila um að varnaraðili greiði honum frekari bætur „vegna tapaðra leigutekna“ af umræddu fjarskiptamastri á grundvelli 2. mgr., sbr. 1. mgr., 116. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Gullver sf., greiði varnaraðila, Símanum hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 392/2013
|
Kærumál Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli I ehf. á hendur íslenska ríkinu var vísað frá dómi vegna vanreifunar. I ehf. hafði í málinu uppi kröfu um skaðabætur úr hendi íslenska ríkisins vegna tjóns sem félagið taldi sig hafa orðið fyrir vegna ítrekaðrar hækkunar á svonefndu tollafgreiðslugjaldi. Félagið hélt því fram í málinu að hækkun gjaldsins eftir tiltekið tímamark ætti sér ekki stoð í tollalögum nr. 88/2005 og að innheimta þess fæli því í sér ólögmæta skattlagningu. Talið var að málatilbúnaður I ehf. uppfyllti skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. maí 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar, en til vara að málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður verði látinn niður falla. Samkvæmt gögnum málsins nam gjald vegna hverrar tollafgreiðslu á flugvélum, sem fluttu farþega eða varning í atvinnuskyni, utan almenns afgreiðslutíma 10.000 krónum frá árinu 1997 og fram á mitt ár 2006. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli ákvað þá að gjaldið skyldi vera 18.900 krónur vegna tollafgreiðslu flugvéla á flugvellinum frá og með 1. júlí 2006. Síðan hækkaði gjaldið samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum í 23.100 krónur í júlí 2007 og í 23.900 krónur í febrúar 2008. Eftir að landið hafði verið gert að einu tollumdæmi var almennur afgreiðslutími á Keflavíkurflugvelli styttur og hann samræmdur afgreiðslutíma annarra tollhafna frá september 2009. Síðar það ár setti tollstjóri gjaldskrá þar sem meðal annars var kveðið á um tollafgreiðslugjöld utan almenns tollafgreiðslutíma á landinu öllu. Nam almennt tollafgreiðslugjald fyrir farþegavélar 26.566 krónum frá 1. desember 2009 og sérstakt tollafgreiðslugjald á stórhátíðardögum 35.175 krónum frá sama tíma. Með nýjum gjaldskrám, sem settar voru á árunum 2010 og 2011, voru þessi gjöld síðan hækkuð í 27.760 krónur og 36.756 krónur frá 1. janúar 2011 og 28.969 krónur og 38.356 krónur frá 1. október 2011. Samkvæmt 1. tölulið 1. mgr. 195. gr. tollalaga nr. 88/2005 er heimilt að innheimta tollafgreiðslugjald vegna tollafgreiðslu flugvéla utan almenns afgreiðslutíma. Skal gjaldið standa undir launakostnaði vegna tollafgreiðslu utan almenns afgreiðslutíma. Í 3. mgr. sömu lagagreinar er kveðið á um að gjaldtaka tollstjóra skuli miðuð við að hún standi undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er. Þessi ákvæði hafa staðið óbreytt frá því að lögin tóku gildi 1. janúar 2006. Í máli þessu krefst sóknaraðili aðallega 187.646.284 króna í skaðabætur úr hendi varnaraðila á þeim grundvelli að honum hafi verið gert að greiða hærri gjöld fyrir tollafgreiðslu farþegaflugvéla utan almenns afgreiðslutíma á tímabilinu 1. júlí 2006 til 31. mars 2012 en heimilt hafi verið samkvæmt tollalögum. Til vara krefst sóknaraðili af sömu ástæðu endurgreiðslu á 163.913.884 krónum samkvæmt lögum nr. 29/1995 um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda vegna tímabilsins frá 1. júní 2008 til 31. mars 2012. Að því frágengnu krefst hann skaðabóta að álitum vegna þeirra gjalda sem hann telur hafa verið oftekin samkvæmt framansögðu. Í héraðsdómsstefnu er gerð grein fyrir kröfugerð sóknaraðila og þar meðal annars tekið fram að ekki séu gerðar athugasemdir af hans hálfu „við fjárhæð gjaldsins að upphæð kr. 10.000 ... þótt ekki liggi fyrir rökstuðningur fyrir þeirri fjárhæð.“ Af þessu orðalagi og öðru því, sem fram kemur í stefnunni, er ljóst að sóknaraðili lítur svo á að það sé varnaraðila að færa sönnur á að gjaldtakan á fyrrgreindum tímabilum, umfram 10.000 krónur fyrir hverja tollafgreiðslu, hafi verið í samræmi við ákvæði 1. töluliðar 1. mgr. 195. gr. tollalaga, sbr. 3. mgr. þeirrar greinar. Fjárkröfur sóknaraðila eru reistar á þeim gjöldum, sem hann kveðst hafa greitt á fyrrgreindum tímabilum samkvæmt yfirliti er hann hefur lagt fram, að frádregnum 10.000 krónum fyrir hverja tollafgreiðslu. Í greinargerð varnaraðila í héraði er yfirlitinu mótmælt og það ekki talið viðhlítandi sönnunargagn um greiðslur á gjöldunum. Í greinargerðinni koma ekki fram aðrar upplýsingar um hvaða gjöld sóknaraðili hafi innt af hendi fyrir tollafgreiðslu á flugvélum utan almenns afgreiðslutíma á fyrrgreindum tímabilum. Gjöldin runnu í ríkissjóð og var varnaraðila því í lófa lagið að leiðrétta þær upplýsingar sem sóknaraðili byggir kröfur sínar á. Dómkröfur sóknaraðila, sem koma fram í héraðsdómsstefnu og áður eru greindar, fullnægja þeim skilyrðum sem gerðar eru í d. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, en heimilt er að krefjast þess að skaðabætur vegna stjórnvaldsákvarðana, sem stefnandi heldur fram að séu ólögmætar, skuli ákveðnar að álitum. Af stefnunni og gögnum, sem sóknaraðili lagði fram við þingfestingu málsins í héraði, verður ráðið hverjar eru þær málsástæður sem hann byggir málsókn sína á, svo og hvert sé samhengi þeirra, auk þess sem þar er vísað til helstu lagaákvæða og réttarreglna sem hann reisir málatilbúnað sinn á, sbr. e., f. og g. liði sömu málsgreinar. Þótt sóknaraðili hefði getað markað málsókn sinni skýrari farveg verður ekki séð að málatilbúnaður hans hafi gert varnaraðila erfitt um vik að taka til efnisvarna, svo sem hann gerði í greinargerð sinni í héraði. Voru því ekki efni til að vísa málinu frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Af þeim sökum verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Í ljósi þessara málsúrslita verður varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila málskostnað í héraði í þessum þætti málsins og kærumálskostnað sem ákveðst í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili, íslenska ríkið, greiði sóknaraðila, Icelandair ehf., 500.000 krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
|
Mál nr. 551/2013
|
Kærumál Farbann
|
X var gert að sæta áfram farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. ágúst 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 13. ágúst 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni til þriðjudagsins 10. september 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hann haldi frelsi sínu gegn tryggingu, en að því frágengnu að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 530/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. ágúst 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. ágúst 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 4. september 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 522/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald Farbann Útlendingur
|
X var gert að sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Þorgeir Örlygsson og Ingveldur Einarsdóttur settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 1. ágúst 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. ágúst 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi „allt til fimmtudagsins 16. ágúst 2013 klukkan 16:00“. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að varnaraðila „verði gert að halda sig innan ákveðins svæðis í stað gæsluvarðhalds.“ Að þessu frágengnu krefst varnaraðili þess að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafist er gæsluvarðhalds yfir varnaraðila á grundvelli 5. mgr. 33. gr. laga nr. 96/2002 um útlendinga og b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, til þess að tryggja framkvæmd ákvörðunar innanríkisráðuneytisins [...] um að sóknaraðila verði gert að yfirgefa landið. Þá er krafan einnig reist á því að brýnt sé að lögregla fái tækifæri til að rannsaka ætluð brot varnaraðila, en hann er grunaður um vopnalagabrot, með því að hafa ógnað manni með hnífi 7. júlí síðastliðinn og tvö húsbrot, annað frá 13. ágúst 2012 og hitt frá 14. maí 2013. Öll ætluð brot varnaraðila voru framin löngu áður en sóknaraðili setti fram kröfu sína um gæsluvarðhald. Af hálfu sóknaraðila hefur ekki verið sýnt fram á að nauðsyn sé á gæsluvarðhaldi varnaraðila, enda er unnt að tryggja framkvæmd ákvörðunar innanríkisráðuneytisins með því að varnaraðila verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds, sbr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Verður honum því gert að sæta farbanni eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti farbanni til fimmtudagsins 15. ágúst 2013 klukkan 16.
|
Mál nr. 512/2013
|
Kærumál Lögræði Sjálfræði
|
Með beiðni, sem barst Héraðsdómi Reykjaness 28. júní 2013, hefur sóknaraðili, fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, Hafnarfirði, krafist þess að varnaraðili A, kt. [...], [...], [...], verði sviptur sjálfræði í tvö ár frá deginum í dag að telja með vísan til a. og b. liðar 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. júlí 2013, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Í báðum tilvikum krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði og ákveðst hún að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Elvu Daggar Ásudóttur Kristinsdóttur héraðsdómslögmanns, 125.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 507/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Eins og rakið er að framan er kærði grunaður um aðild að alvarlegum líkamsárásum, frelsissviptingu, ólögmætri nauðung og líkamsárás. Með vísan til þessa og nánari lýsinga á málsatvikum í greinargerð lögreglustjóra þykir hafa verið sýnt fram á það að kærði sé undir rökstuddum grun um að hafa framið afbrot sem fangelsisrefsing liggur við. Rannsókn málanna er umfangsmikil og að sögn lögreglustjóra á frumstigi í sumum tilvikum. Gangi kærði laus má ætla að hann muni torvelda rannsókn málsins með því að skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni. Samkvæmt þessu telst fullnægt skilyrðum a-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og er krafa lögreglustjóra því tekin til greina eins og hún er sett fram og nánar greinir í úrskurðarorði. Jafnframt er með sömu rökum fallist á að rannsóknarhagsmunir standi til þess að kærði sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldsvist hans stendur, sbr. b- lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ekki þykir eins og á stendur að sýnt hafi verið fram á að vægari úrræði séu tæk eða að unnt sé að marka gæsluvarðhaldi kærða skemmri tíma en krafist er enda þess ekki krafist.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 25. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. ágúst 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til rannsóknargagna, sem gerð er grein fyrir í hinum kærða úrskurði, eru uppfyllt skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi eins og krafist er og einangrun meðan á því stendur, sbr. b. lið 1. mgr. 99. gr. laganna. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 506/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess fyrir dóminum í dag að X, kt. [...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. ágúst 2013, kl. 16.00 og einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. júlí 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 7. ágúst 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 503/2013
|
Kærumál Lögræði Sjálfræði
|
Með beiðni, dagsettri 2. júlí 2013, hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar krafist þess að A, kt. [...], [...], [...], verði sviptur sjálfræði tímabundið í fjögur ár á grundvelli a liðar 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Um aðild er vísað til d-liðar 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 22. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 24. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júlí 2013, þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði einungis gert að sæta sjálfræðissviptingu í sex mánuði. Í báðum tilvikum krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði og ákveðst hún að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur héraðsdómslögmanns, 125.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 496/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. ágúst nk., kl. 16:00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 16. ágúst 2013, klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 501/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að Þess er krafist að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði, að X kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 26. júlí 2013, kl. 16.00 og einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 23. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 26. júlí 2013, klukkan 16, og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 483/2013
|
Kærumál Farbann
|
Sýslumaðurinn á Akranesi hefur gert þá kröfu að X, kt. [...], [...], [...], verði gert að sæta áframhaldandi farbanni þar til rannsókn og niðurstaða málanna liggur fyrir eða í 8 vikur frá úrskurðardegi.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 15. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Vesturlands 15. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum fyrir héraðsdómi, en þó eigi lengur en til mánudagsins 9. september 2013. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að farbanni verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 479/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 26. júlí 2013, kl. 16.00, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr., laga um meðferð sakamála nr. 88, 2008. Þá er gerð krafa um að kærði sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 24. júlí 2013 kl. 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 477/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að kærða, X, kt. [...], verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi, allt föstudagsins 26. júlí kl. 16:00. Þá er gerð krafa um að kærði sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til „föstudagsins 26. júlí kl. 16:00“ og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að gæsluvarðhaldi verði hafnað, en til vara að því verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur á þann hátt sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 26. júlí 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur.
|
Mál nr. 473/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Frávísun frá Hæstarétti
|
Embætti sérstaks saksóknara hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 15. júlí 2013 kl. 16.00. Til vara er þess krafist að X verði gert að sæta farbanni allt til 31. júlí 2013 kl. 16.00. Þá gerði sérstakur saksóknari þá kröfu í þinghaldi málsins að verði fallist á að kærði sæti gæsluvarðhaldi verði X gert að sæta einangrun með þeim takmörkunum sem getið er í a f liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2013, sem barst réttinum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júlí 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Fyrir liggur að varnaraðili var látinn laus aðfaranótt 14. júlí 2013. Samkvæmt því hefur varnaraðili ekki lengur lögvarða hagsmuni af að leyst verði úr kæru hans. Verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 474/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Frávísun frá Hæstarétti
|
Embætti sérstaks saksóknara hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 15. júlí 2013 kl. 16.00. Til vara er þess krafist að X verði gert að sæta farbanni allt til 31. júlí 2013 kl. 16.00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 12. sama mánaðar. Kærðir eru í einu lagi úrskurðir Héraðsdóms Reykjaness 10. júlí 2013, þar sem varnaraðila var annars vegar gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júlí 2013 klukkan 16 og hins vegar einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinir kærðu úrskurðir verði felldir úr gildi en til vara „að í stað gæsluvarðhalds- og einangrunarvistunar verði vægustu úrræðum beitt“ samkvæmt ákvæðum sakamálalaga. Verði ekki fallist á aðalkröfu krefst varnaraðili þess að réttindi hans samkvæmt c., d. og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 haldist óskert, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fyrir liggur að varnaraðili var látinn laus aðfaranótt 14. júlí 2013. Samkvæmt því hefur varnaraðili ekki lengur lögvarða hagsmuni af að leyst verði úr kæru hans. Verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 475/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Frávísun frá Hæstarétti
|
Embætti sérstaks saksóknara hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi til mánudagsins 15. júlí 2013 kl. 16.00. Þess er jafnframt krafist að X verði látinn vera í einrúmi á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Til vara er þess krafist að X verði gert að sæta farbanni allt til 31. júlí 2013 kl. 16.00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 11. júlí 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 15. júlí 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara „að í stað gæsluvarðhalds- og einangrunarvistunar, verði vægustu úrræðum beitt“ samkvæmt ákvæðum sakamálalaga. Verði ekki fallist á aðalkröfu krefst varnaraðili þess að réttindi hans samkvæmt c., d. og e. liðum 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 haldist óskert, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fyrir liggur að varnaraðili var látinn laus aðfaranótt 14. júlí 2013. Samkvæmt því hefur varnaraðili ekki lengur lögvarða hagsmuni af að leyst verði úr kæru hans. Verður málinu því vísað frá Hæstarétti. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 460/2013
|
Kærumál Aðför Innsetningargerð
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem L hf. var heimilað með beinni aðfarargerð að fá beltagröfu tekna úr vörslum H. Í Hæstarétti var fallist á með héraðsdómi að fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför fyrir því að grafan væri tekin úr vörslum H með beinni aðför. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur með vísan til forsendna hans.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 14. júní 2013 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá beltagröfuna EB 0684 af gerðinni Komatsu, árgerð 2003, tekna úr vörslum sóknaraðila og fengna sér með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fallist er á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 fyrir því að fyrrgreind beltagrafa verði að kröfu varnaraðila tekin úr umráðum sóknaraðila með beinni aðför. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Hjalti Þórsson, greiði varnaraðila, Lýsingu hf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 427/2013
|
Kærumál Aðför Útburðargerð
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu J um að G ehf. yrði borið út úr tilteknum eignarhluta í fasteign í H. Framlögð gögn voru talin misvísandi um það hvor aðila væri eigandi umrædds eignarhluta og ekki styðja að J væri eigandi hans og umráð G ehf. væru því heimildarlaus.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 21. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. maí 2013 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðili yrði borinn út úr fasteigninni að Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði, auðkennd 01-0204 í fasteignaskrá, með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að framangreind krafa sín verði tekin til greina, auk þess sem varnaraðila verði gert að greiða honum málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Varnaraðili hefur sent réttinum greinargerð sem rituð er af fyrirsvarsmanni hans. Skilja verður málatilbúnað varnaraðila þannig að hann krefjist staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Auk þess hefur varnaraðili uppi skaðabótakröfur á hendur sóknaraðila „vegna afnotamissis af eign Gljúfrasels ehf. í eitt ár“ og „vegna óþæginda“ af málinu. Þær kröfur komast ekki að í máli um aðfararbeiðni sóknaraðila. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Ekki eru efni til að dæma kærumálskostnað. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 459/2013
|
Kærumál Aðför Innsetningargerð
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem L hf. var heimilað með beinni aðfarargerð að fá bifreið tekna úr vörslum V ehf. Í Hæstarétti var fallist á með héraðsdómi að fullnægt væri skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför fyrir því að bifreiðin væri tekin úr vörslum V ehf. með beinni aðför. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur með vísan til forsendna hans.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 27. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júlí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 14. júní 2013 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að honum yrði heimilað að fá bifreiðina VF 454 af gerðinni Scania R500 tekna úr vörslum sóknaraðila og fengna sér með beinni aðfarargerð. Kæruheimild er í 4. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Fallist er á með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 fyrir því að fyrrgreind bifreið verði að kröfu varnaraðila tekin úr umráðum sóknaraðila með beinni aðför. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Vegun ehf., greiði varnaraðila, Lýsingu hf., 200.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 469/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag krafist þess að X, kt. [...], verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. júlí 2013, kl. 16.00, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr., laga um meðferð sakamála nr. 88, 2008. Þá er gerð krafa um að kærði sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júlí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. júlí 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 24. júlí 2013 kl. 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Til vara krefst hann þess að í stað gæsluvarðhalds verði mælt fyrir um að honum verði gert að dvelja á sjúkrahúsi, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun meðan á því stendur. Samkvæmt gögnum málsins eru ekki efni til að mæla fyrir um dvöl varnaraðila á sjúkrahúsi í stað gæsluvarðhalds, enda ber samkvæmt 22. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu meðan á gæsluvarðhaldinu stendur, sbr. 2. mgr. 77. gr. sömu laga. Að þessu gættu verður staðfest sú niðurstaða hins kærða úrskurðar að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi til þess tíma er þar greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 455/2013
|
Kærumál Lögræði Sjálfræði
|
Með beiðni, dagsettri 24. júní 2013, hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar krafist þess að A, kt. [...], [...], [...], verði sviptur sjálfræði tímabundið í tvö ár á grundvelli a liðar 4. gr., sbr. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Um aðild er vísað til d-liðar 2. mgr. 7. gr. lögræðislaga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 3. júlí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 2013 þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Hæstarétti úr ríkissjóði og ákveðst hún að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Hæstarétti, Huldu Rósar Rúriksdóttur hæstaréttarlögmanns, 125.500 krónur, greiðist úr ríkissjóði.
|
Mál nr. 414/2013
|
Kærumál Farbann
|
X var gert að sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. júní 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. júní 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni til þriðjudagsins 16. júlí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að hann haldi frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu, en að því frágengnu að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Varnaraðili hefur sætt farbanni frá 26. mars 2013, en áður hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá 18. sama mánaðar. Í greinargerð sóknaraðila hér fyrir dómi kemur fram að rannsókn málsins sé langt á veg komin en beðið sé endanlegrar niðurstöðu krufningar. Þegar sakborningur sætir skerðingu á ferðafrelsi sínu er brýnt að rannsókn máls sé hraðað eftir föngum. Eins og hér háttar til verður þó ekki fallist á með varnaraðila að óhæfilegur dráttur hafi orðið á rannsókninni. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 382/2013
|
Kærumál Kæra Kæruheimild Málskostnaður
|
Kærð var ákvörðun héraðsdómara um að hafna kröfu K ehf. um að meðferð máls K ehf. gegn L hf. yrði frestað ótiltekið eða þar til endanleg niðurstaða lægi fyrir í tilteknu sakamáli. Málinu var vísað frá Hæstarétti með vísan til þess að hvorki væri að finna í kæru kröfu um að hinni kærðu ákvörðun yrði breytt né væri heimilt að kæra til Hæstaréttar ákvörðun dómara um að synja um frest í máli.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 28. maí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 5. júní sama ár. Kærð er ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur 16. maí 2013, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að meðferð málsins fyrir héraðsdómi yrði frestað ótiltekið eða þar til endanleg niðurstaða lægi fyrir í tilteknu sakamáli. Í kæru er ekki vísað til kæruheimildar. Sóknaraðili krefst þess að Ásmundur Helgason héraðsdómari ,,verði ... áminntur af Hæstarétti fyrir að gera á hlut [sóknaraðila] í dómarastarfi.“ Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti. Í kæru til Hæstaréttar kemur fram að hin kærða dómsathöfn sé ákvörðun héraðsdóms um að hafna beiðni sóknaraðila um frest. Í kærunni er á hinn bóginn ekki að finna kröfu um breytingu á þeirri dómsathöfn sem um ræðir. Í b. lið 1. mgr. 145. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er mælt fyrir um að í kæru skuli tilgreina kröfu um breytingu á þeirri dómsathöfn sem kærð er. Samkvæmt þessu uppfyllir kæran ekki fyrirmæli tilgreinds lagaákvæðis um hvert efni hennar skuli að lágmarki vera. Héraðsdómara var rétt að taka afstöðu til beiðni sóknaraðila um að máli yrði frestað ótiltekið með ákvörðun, sbr. 1. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991. Í 1. mgr. 143. gr. laganna er ekki að finna heimild til að kæra til Hæstaréttar ákvörðun dómara um að synja um frest í máli. Samkvæmt framansögðu verður máli þessu vísað frá Hæstarétti. Kæra sóknaraðila er með öllu að ófyrirsynju. Kærumálskostnaður dæmist ekki. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 399/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Í kröfu lögreglu kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi nú til rannsóknar meint húsbrot, rán, frelsissviptingu og hylmingu.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. júní 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 8. júlí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Krafa sóknaraðila um gæsluvarðhald yfir varnaraðila er reist á 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt því ákvæði má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Eins og fram kemur í hinum kærða úrskurði hefur varnaraðili játað að hafa laugardaginn 1. júní 2013, ásamt X sem vopnaður var hnífi, ruðst inn á heimili A að [...]þar sem þeir X, sem báðir höfðu hulið andlit sín, réðust á A, bundu hendur hans og fætur, fóru ránshendi um íbúðina og höfðu á brott með sér átta skotvopn í eigu húsráðanda. Samkvæmt þessu er varnaraðili undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varðað getur við 2. mgr. 226. gr. og 252. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot á fyrrgreindu lagagreininni getur varðað fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt og brot á þeirri síðarnefndu fangelsi allt að 10 árum eða allt að 16 árum ef mjög mikil hætta hefur verið því samfara. Er áðurgreindu skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um alvarleika brots því fullnægt. Brot varnaraðila er þess eðlis að það telst vera svívirðilegt í augum almennings og þar með hætta á að það ylli óróa í samfélaginu ef hann yrði látinn laus. Að því virtu og með vísan til þess sem að framan greinir eru uppfyllt skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að úrskurða varnaraðila í gæsluvarðhald á grundvelli þess ákvæðis. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 364/2013
|
Kærumál Opinber skipti Dánarbú Erfðaskrá Tómlæti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfum A eru lutu að því að ákvæði í erfðaskrá skyldu ekki lögð til grundvallar við opinber skipti á dánarbúi móður aðila. Í dómi Hæstaréttar kom fram að A hefði haft tilefni til að andmæla ákvæðum erfðaskrárinnar á tilteknum skiptafundi en andmæli hennar hefðu ekki komið fram fyrr en skiptin voru langt á veg komin eða rúmum þremur árum eftir umræddan fund. Með því tómlæti þótti A hafa fyrirgert rétti sínum til að vefengja erfðaskrána að því leyti. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Benedikt Bogason og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 16. maí 2013 sem barst Hæstarétti ásamt kærumálsgögnum 28. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. maí 2013 þar sem ákveðið var að fyrirmæli í erfðaskrá F frá 8. apríl 1998 skyldu lögð til grundvallar við opinber skipti á dánarbúi hennar, þannig að verðmæti fasteignar að [...] kæmi til frádráttar arfi sóknaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Sóknaraðili krefst þess aðallega að viðurkennt verði að verðmæti sem nemi fasteignarmati íbúðar að [...], með fastanúmerið [...], komi ekki til frádráttar á arfshlut sóknarhluta við opinber skipti dánarbúsins. Til vara er þess krafist að til frádráttar fasteignamati íbúðarinnar komi greiðsla sóknaraðila að fjárhæð 6.500.000 krónur framreiknað til verðlags frá greiðsludögum til þess tíma sem frádráttur á sér stað við skiptin. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði gerði F, móðir málsaðila, erfðaskrá 8. apríl 1998, en hún sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn, G, föður þeirra. Í erfðaskránni kom fram að sóknaraðili og einn af varnaraðilum hefðu fengið fjárhagslegan stuðning umfram systkini sín. Að því er varðar sóknaraðila hefði hún fengið íbúð að [...], en þágildandi fasteignamat hennar hefði numið 6.202.000 krónum. Í erfðaskránni lýsti arfláti yfir þeim vilja sínum, svo jöfnuður ríkti milli barna þeirra hjóna og með skírskotun til 31. gr. erfðalaga nr. 8/1962, að virða skyldi til frádráttar á arfi fyrrgreindra tveggja erfingja það sem þau hefðu fengið. Við þann frádrátt gagnvart sóknaraðila skyldi miða við fasteignamat íbúðarinnar þegar skiptin færu fram. Hinn 24. desember 2008 andaðist móðir málsaðila og var bú hennar tekið til opinberra skipta 2. febrúar 2009. Með tölvubréfi 19. mars sama ár var lögmönnum aðila send fyrrgreind erfðaskrá og þess farið á leit að athugasemdum við hana yrði komið á framfæri hið fyrsta. Skiptafundur í dánarbúinu var haldinn 1. júlí 2009 og á þann fund mætti sóknaraðili ásamt lögmanni sínum. Í fundargerð frá þeim fundi sagði að skiptastjóri hefði borið undir þá sem mættir voru hvort ágreiningur væri um erfðaskrána og að hún yrði lögð til grundvallar við skipti búsins. Var tekið fram í fundargerðinni að engin andmæli hefðu verið höfð uppi af þessu tilefni. Með bréfi lögmanns sóknaraðila 12. júlí 2012 var því aftur á móti andmælt að sóknaraðili þyrfti að sæta þeim frádrætti sem gert væri ráð fyrir í erfðaskránni. Sóknaraðili reisir málatilbúnað sinn á því að hún hafi keypt íbúðina með kaupsamningi 27. desember 1996 og fengið fyrir henni afsal 20. janúar 1997. Umsamið kaupverð hafi verið 6.500.000 krónur og hafi það verið að fullu greitt á árinu 2000. Af þessum sökum verði ekki lögð til grundvallar fyrirmæli í erfðaskránni um frádrátt vegna eignar sem sóknaraðili hafi ekki fengið í arf heldur greitt fyrir að fullu. Málsástæðum sóknaraðila er nánar lýst í hinum kærða úrskurði. Samkvæmt 47. gr. erfðalaga skulu andmæli gegn gildi erfðaskrár höfð uppi jafnfljótt og tilefni verður til. Þegar fjallað var um erfðaskrána á skiptafundi í dánarbúinu 1. júlí 2009, þar sem sóknaraðili var mætt ásamt lögmanni sínum, sem nokkru áður hafði fengið erfðaskrána senda, var beint tilefni fyrir hana til að andmæla ákvæði erfðaskrár um arfsfrádrátt vegna eignar sem hún heldur fram að hún hafi keypt og greitt löngu áður en arfláti andaðist. Þau andmæli komu fyrst fram með bréfi lögmanns hennar 12. júlí 2012 eða rúmum þremur árum eftir fyrrgreindan skiptafund, en ómótmælt er að skiptin voru þá langt á veg komin. Með þessu tómlæti hefur sóknaraðili fyrirgert rétti sínum til að vefengja erfðaskrána að þessu leyti. Verður niðurstaða hins kærða úrskurðar því staðfest. Eftir þessum úrslitum verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, A, greiði varnaraðilum, B, C, D og E, hverjum fyrir sig 75.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 374/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Fyrir liggi rökstuddur grunur um umfangsmikil fjársvik af hálfu kærða í tengslum við ýmis konar þjónustu- og vörukaup í krafti „stöðu“ sinnar innan félagsins hjá á annan tug fyrirtækja, þar af bílaleigum, matsölustöðum, raftækjaverslunum o.fl. Athygli veki að eitt þeirra fyrirtæja sem um ræði sé C ehf., en þar hafi verið keyptur fullkominn prentari, sem ætlaður sé til þess að prenta út aðgangskort o.fl. Lögregla hafi grun um að prentarinn hafi verið notaður til þess að búa til aðgangskort, sem kærði hafi framvísað í þeim tilgangi að auka trúverðugleika sinn við fjársvik gagnvart fyrirtækjum.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Eiríkur Tómasson og Þorgeir Örlygsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 31. maí 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. maí 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 7. júní sama ár, klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að ,,hnekkt verði úrskurði Héraðsdóms Reykjaness ... þess efnis að [varnaraðila] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi“ til áðurnefnds dags. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 373/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 2. júní 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 10. sama mánaðar klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Hinn 1. júní 2013 var óskað eftir aðstoð lögreglu [...]. Á vettvangi hitti lögregla fyrir húsráðanda sem greindi frá því að tveir menn hefðu ruðst inn og beitt hann ofbeldi. Þeir hefðu síðan bundið hann og haft á brott með sér skotvopn í eigu hans. Við rannsóknina beindist grunur að varnaraðila um aðild að málinu og játaði hann að hafa tekið við skotvopnunum og vísaði á þau þar sem þau voru falin í húsakynnum sem hann hafði aðgang að. Samkvæmt þessu er fyrir hendi rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi í það minnsta gerst sekur um hylmingu samkvæmt 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en slíkt brot varðar fangelsisrefsingu. Rannsókn þessa máls er skammt á veg komin og verður fallist á það með lögreglu að ætla megi að varnaraðili geti torveldað hana gangi hann laus, sbr. a. lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Jafnframt er fullnægt skilyrðum b. liðar 1. mgr. 99. gr. sömu laga til að varnaraðili sæti einangrun í gæsluvarðhaldinu. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 336/2013
|
Kærumál Hæfi dómara
|
Dómur héraðsdóms í máli ákæruvaldsins gegn X var ómerktur af Hæstarétti vegna tiltekinna ágalla á meðferð málsins. Þegar það var aftur tekið fyrir í héraði krafðist X þess að þeir dómarar sem dæmt höfðu í málinu vikju sæti. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þar sem kröfu X var hafnað. Vísað var til þess að héraðsdómararnir væru ekki bundnir af fyrri úrlausn sinni í málinu. Þá hefði X ekki bent á önnur atvik eða aðstæður sem gætu verið til þess fallnar að draga óhlutdrægni dómaranna með réttu í efa, sbr. g. lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 330/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Framsal sakamanns
|
Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 15. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. maí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 16. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er til meðferðar, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 28. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en að því frágengnu að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 309/2013
|
Kærumál Verjandi
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu ákæruvaldsins um að ekki yrði fallist á ósk X um að tiltekinn lögmaður yrði skipaður verjandi hans. Ekki þótti fram komið að lögmaðurinn væri svo við málið riðinn eða hefði hagsmuna að gæta sem væru ósamrýmanlegir hagsmunum varnaraðila sbr. 4. mgr. 33. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. maí 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. maí 2013 þar sem Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður var skipaður verjandi varnaraðila. Kæruheimild er í d. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 5. gr. laga nr. 52/2010. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að skipa fyrrgreindan lögmann verjanda varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Eins og mál þetta liggur fyrir er ekki fram komið að lögmaður sá, er skipaður var verjandi varnaraðila með hinum kærða úrskurði, sé svo við málið riðinn eða hafi hagsmuna að gæta sem eru ósamrýmanlegir hagsmunum varnaraðila, þannig að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna varnaraðila sem skyldi, sbr. 4. mgr. 33. gr. laga nr. 88/2008. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 262/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Réttaráhrif dóms
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli Á ehf. á hendur V hf. var vísað frá dómi. Málið var til komið vegna ágreinings um kröfu sem Á ehf. hafði lýst við slit V hf. þess efnis að eftirstöðvar tiltekinna skuldabréfa yrðu færðar niður með vísan til 57. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu. Auk þess að lýsa kröfu við slit V hf. hafði Á ehf. höfðað mál gegn V hf. og haft uppi sömu kröfu sem reist var á sömu málsástæðum. Var V hf. sýknað í því máli. Í hinum kærða úrskurði var af þessum sökum komist að þeirri niðurstöðu að vísa bæri málinu frá héraðsdómi með vísan til 2. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í dómi Hæstaréttar kom fram að þar sem réttaráhrif þess að vísa kröfu frá dómi í máli sem farið væri með eftir ákvæðum XXIV. kafla laga nr. 21/1991 væru þau sömu og þegar kröfu væri hafnað hefði í ljósi forsendna hins kærða úrskurðar verið réttara að hafna kröfunni. Ekki var af þessum sökum ástæða til að ómerkja hinn kærða úrskurð og var hann staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Árni Kolbeinsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. apríl 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. mars 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Þar sem réttaráhrif þess að vísa kröfu frá dómi í máli sem farið er með eftir ákvæðum XXIV. kafla laga nr. 21/1991 eru þau sömu og þegar kröfu er hafnað, hefði í ljósi forsendna hins kærða úrskurðar verið réttara að hafna kröfunni. Ekki er af þessum sökum ástæða til að ómerkja hinn kærða úrskurð sem verður staðfestur með vísan til forsendna hans. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Ártúnsbrekka ehf., greiði varnaraðila, VBS eignasafni hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 301/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Framsal sakamanns
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, fæddum [...], verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á meðan að framsalsmál hans er til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí 2013 kl. 16:00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 30. apríl 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. maí sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er til meðferðar, þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 288/2013
|
Kærumál Verjandi
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu ákæruvaldsins um að ekki yrði fallist á ósk X um að tiltekinn lögmaður yrði skipaður verjandi hans. Ekkert þótti fram komið sem gat hindrað að lögmaðurinn yrði skipaður verjandi X og var hinn kærði úrskurður því staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. apríl 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl 2013, þar sem Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður var skipaður verjandi varnaraðila. Kæruheimild er í d. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 5. gr. laga nr. 52/2010. Sóknaraðili krefst þess að hafnað verði að skipa fyrrgreindan lögmann verjanda varnaraðila. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Eins og mál þetta liggur fyrir verður fallist á með héraðsdómi að ekkert sé fram komið sem geti hindrað að áðurnefndur lögmaður verði skipaður verjandi varnaraðila í því. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 218/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Kröfuröð
|
Í málinu deildu aðilar um það hvort kröfulýsing A hf. við slit G hf. hefði falið í sér lýsingu á veðkröfu samkvæmt 111. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og eftirstæðri kröfu samkvæmt 114. gr. sömu laga eða hvort þar hefði einungis verið lýst eftirstæðri kröfu. Talið var að ekki væri hægt að túlka kröfulýsingu A hf. á þann veg að hann hefði lýst kröfu sinni í heild sem eftirstæðri kröfu samkvæmt 114. gr., enda væri skýrlega vísað til þess í kröfulýsingu að verið væri að lýsa annars vegar veðkröfu og hins vegar eftirstæðri kröfu. Skipti þá engu máli þótt röng dagsetning hefði verið nefnd í sambandi við hina eftirstæðu kröfu, enda um augljósa misritun að ræða. Var því fallist á með A hf. að hann hefði lýst kröfu sinni sem veðkröfu samkvæmt 111. gr. áðurgreindra laga og dráttarvöxtum frá 22. apríl 2009 sem eftirstæðri kröfu. Þar sem veð það sem vísað var til í kröfulýsingunni hafði hins vegar verið selt tæpu ári fyrir kröfulýsinguna þótti ljóst að krafan nyti ekki rétthæðar samkvæmt áðurnefndri 111. gr. Var fallist á það með A hf. að í lýsingu félagsins á veðkröfu fælist jafnframt almenn krafa og að A hf. væri heimilt að gera slíka kröfu þar sem hún gengi skemur en veðkrafa. Var krafa A hf. því viðurkennd sem almenn krafa skv. 113. gr. laga nr. 21/1991 og krafa hans um dráttarvexti jafnframt viðurkennd sem eftirstæð krafa.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Árni Kolbeinsson og Greta Baldursdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 20. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. mars 2013, þar sem kröfu varnaraðila að fjárhæð 88.005.109 krónur var skipað í réttindaröð við slit sóknaraðila sem almennri kröfu samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og kröfu hans um dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af fyrrgreindri fjárhæð frá 22. apríl 2009 til greiðsludags sem eftirstæðri kröfu samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðili krefst þess hafnað verði kröfu varnaraðila um að krafa að fjárhæð 88.005.109 krónur verði viðurkennd sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 og að staðfest verði sú ákvörðun slitastjórnar sóknaraðila að taka ekki afstöðu til þess hvort lýstri kröfu varnaraðila um dráttarvexti frá 22. apríl 2009 verði skipað í réttindaröð við slit sóknaraðila sem eftirstæðri kröfu samkvæmt 114. gr. laga nr. 21/1991. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðli, Glitnir hf., greiði varnaraðila, Askar Capital hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 296/2013
|
Kærumál Farbann
|
X var gert að sæta farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 24. apríl 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 26. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta farbanni til þriðjudagsins 21. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. liðar 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að farbanninu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hin kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. apríl 2013. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, kt. [...], verði gert að sæta farbanni, allt til þriðjudagsins 21. maí 2013 kl. 16:00. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu rannsaki andlát A kt. [...] sem sunnudagskvöldið 17. mars sl. hafi verið flutt meðvitundarlaus af heimili sínu í [...] á Landspítalann við Hringbraut þar sem hún hafi verið úrskurðuð látin laust eftir kl 02:00 aðfaranótt mánudagsins 18. mars sl. Óskað hafi verið eftir sjúkrabíl að heimili barnsins um kvöldmatarleytið 17. mars sl. vegna veikinda barnsins. Það hafi verið nágrannar barnsins sem hafi hringt að beiðni föður þess. Barnið hafi þá verið meðvitundarlaust en andað. Við líkamsskoðun á barninu á Landspítalanum hafi sést marblettir ofarlega á báðum upphandleggjum þess, sérstaklega hægra megin. Fljótlega eftir komu á slysadeild hafi komið í ljós að annað sjáaldrið hjá barninu hafi verið víðara en hitt og hafi því verið farið með barnið í tölvusneiðmynd á höfði. Tölvusneiðmyndin hafi sýnt útbreidda blæðingu hægra megin undir höfuðkúpubeini sem hafi legið yfir nær öllu hægra heilahvelinu og inn á milli heilahvelanna. Þá hafi æðar í höfði barnsins reynst sprungnar og háræðar rifnar. Stúlkan hafi látist að lokum vegna heilablæðingar. Það hafi verið niðurstaða læknis sem hafi skoðað barnið að útlit blæðingarinnar samræmdist blæðingu af völdum áverka, höggs eða því þegar heili kastast til inni í höfuðkúpu. Þá hafi áverkar á höndum bent til þess að barnið hefði verið beitt ofbeldi. Vegna framangreinds hafi kærði verið handtekinn og yfirheyrður vegna málsins. Hann hafi neitað að vera valdur að áverkum dóttur sinnar. Hafi hann greint lögreglu frá því að hafa verið einn heima með barnið sem hafi vaknað skömmu eftir að móðir þess hafi farið til vinnu. Barnið hafi grátið og verið óvært en hann hafi reynt að róa það með því að ganga með það um gólf og fara með það út að ganga. Þegar kærði hafði gengið um gólf með barnið eftir að hann kom inn úr göngutúrnum hafi farið að koma frá henni undarleg hljóð og jafnframt hafi líkami hennar orðið máttlaus. Í framhaldinu hafi hann leitað til nágranna sinna og beðið þá að hringja á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingu lögreglu hafi móðir barnsins farið til vinnu kl. 17:40 og hafi barnið þá verið sofandi. Laust fyrir klukkan 19 hafi kærði hringt í móður barnsins og sagt henni að eitthvað amaði að barninu. A hafi verið krufin þriðjudaginn 19. mars sl. og hafi verið gerð bráðabirgðarsamantekt á niðurstöðum krufningarinnar sem sýni að barnið hafði verið beitt ofbeldi með þeim hætti að það hafi verið hrist skömmu fyrir andlát þess. Þetta sjáist á ytri áverkum á handleggjum barnsins og blæðingu í höfði og hjarta þess. Þá beri barnið einnig merki þess að hafa verið beitt ofbeldi áður en eldri blæðingar og áverkar hafi verið sjáanleg á rifjum og vinstri sköflungi barnsins. Það sé niðurstaða krufningarinnar að barnið hafi látist vegna svokallaðs shaken babysyndrome. Kærði hafi nú verið yfirheyrður í þrígang og neiti alfarið að vera valdur að áverkum dóttur sinnar en geti ekki gefið skýringar á þeim miklu blæðingum og útvortis áverkum sem hún hafi borið við komu á slysadeild 17. mars sl. Þrátt fyrir neitun kærða gefi læknisvottorð málsins og bráðabirgðaniðurstaða krufningar sterklega til kynna að barnið hafi látist vegna þess að það hafi verið hrisst harkalega. Kærða og móður barnsins beri saman um að barnið hafi verið rólegt og sofið er móðirin hafi farið til vinnu fyrr um kvöldið. Kærði hafi ekki geta gefið skýringar á þeim áverkum sem barnið hafi reynst vera með við komu á slysadeild en hann sé sá eini sem hafði með barnið að gera þar til það missti meðvitund. Kærði liggi samkvæmt framansögðu undir sterkum rökstuddum grun um að vera valdur að dauða dóttur sinnar, A og hafa þar með framið brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem varði allt að 16 ára fangelsi eða eftir atvikum gegn 215. gr. sem geti varðað fangelsi allt að 6 árum. Kærði hafi upphaflega verið úrskurðaður í gæsluvarðhald með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. mars sl. nr. R-109/2013 sem Hæstiréttur hafi staðfest með dómi réttarins nr. 184/2013. Kærða hafi í framhaldi verið gert að sæta farbanni frá 26. mars sl. til dagsins í dag með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Kærði sé búsettur hér á landi en hann sé breskur ríkisborgari. Er það mat lögreglustjóra að brot það sem hér um ræðir sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að tryggja nærveru kærða á landinu vegna rannsóknar málsins og til að hann geti ekki komið sér undan mögulegri málsmeðferð fyrir dómi. Er því nauðsynlegt að kærði sæti áframhaldandi farbanni meðan á meðferð máls þessa stendur. Að öllu framangreindu virtu og með hliðsjón af því hversu alvarlega háttsemi kærði sé sakaður um, teljast uppfyllt skilyrði til að hann sæti farbanni á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 100. gr. laga nr. 88/2008. Dóttir kærða, sem lést aðfaranótt 18. mars sl., var í hans umsjá er hún missti meðvitund. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir um áverka á henni er fram kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Kærði hefur verið búsettur hér á landi, en er [erlendur] ríkisborgari. Hann neitar því að hafa valdið dauða dóttur sinnar. Er á það fallist að fullnægt sé skilyrði b-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um að ætla megi að hann muni reyna komast úr landi til að koma sér undan málsókn af þessu tilefni. Eru þá jafnframt uppfyllt skilyrði 100. gr. sömu laga til að banna honum brottför af landinu. Ber því að taka kröfu lögreglustjórans til greina, en ekki þykir ástæða til að marka farbanninu skemmri tíma. Ásmundur Helgason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kærða, X, kt. [...], er bönnuð brottför af landinu allt til þriðjudagsins 21. maí 2013 kl. 16:00.
|
Mál nr. 278/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Ríkissaksóknari hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, litháskur ríkisborgari, kt. [...], [...], [...], sæti áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 17. maí 2013, kl. 16:00. Til vara er þess krafist að X verði bönnuð för frá Íslandi á sama tímabili.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Eiríkur Tómasson, Greta Baldursdóttir og Þorgeir Örlygsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 17. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 279/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. og c. liða mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 10. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í b. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 280/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem Y var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á grundvelli b. og c. liða mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 19. apríl 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 10. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í b. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með skírskotun til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hin kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 19. apríl 2013. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að Y, kt. [...], verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 10. maí 2013, kl. 16:00. Í greinargerð lögreglu kemur fram að ákærði Y hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 7. janúar sl., sbr. úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, R-8/2013, á grundvelli a.- og b.-liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88, 2008, sem framlengt hafi verið með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, R-25/2013, hinn 14. janúar sl., úrskurði R-51/2013 frá 25. janúar sl., úrskurði R-79/2013 frá 22. febrúar, og úrskurði R-113/2013 frá 22. mars sl., til dagsins í dag á grundvelli b. og c. liðar 1. mgr. 95. sakamálalaga. Ákæra hafi verið gefin út 8. mars sl. vegna fjölda auðgunarbrota framin í desember 2012 og janúar 2013. Um sé að ræða innbrot í félagi í heimahús, samtals 15 tilvik þar sem miklum verðmætum hafi verið stolið, en hluti af þýfinu hafi fundist í litlu herbergi sem hann hafi haft til umráða ásamt meðákærða og hafi þýfið verið vel falið. Hann hafi neitað brotunum og hafi skýringar hans verið ótrúverðugar. Skóför sem hafi fundist á vettvangi nokkurra innbrotanna hafi verið samskonar skópari sem fundist hafi á dvalarstað ákærða og meðákærða. Vitni hafi komið að tveimur mönnum í einu innbrotanna, sem hafi farið af vettvangi í bifreiðinni [...], eign meðkærða. Ákæran hafi verið þingfest 15. mars 2013 við Héraðsdóm Reykjavíkur undir heitinu S-186/2013. Milliþinghald hafi verið 20. mars sl. þar sem ákærði ásamt meðákærða hafi neitað sakargiftum og hafi aðalmeðferð verið haldin föstudaginn 12. apríl sl. og málið dómtekið sama dag. Ákærði, sem sé litháískur ríkisborgari, hafi takmörkuð tengsl við land og þjóð og því hætta á að hann kunni að koma sér úr landi og þannig undan málsmeðferð fyrir dómi. Til að tryggja nærveru ákærða á meðan mál hans sé til meðferðar hjá dómstólum og með hliðsjón af alvarleika sakargiftanna, sé þess krafist, að ákærði verði úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald með vísan til b. og c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Með vísan til alls framanritaðs og gagna málsins að öðru leyti sé farið fram á að ákærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til 10. maí 2013 nk. kl. 16.00. Af framlögðum gögnum má ráða að ákærði sé undir rökstuddum grun um auðgunarbrot sem fangelsisrefsing er lögð við. Um er að ræða fjölda brota sem öll eru framin á stuttu tímabili. Ákærði hefur við skýrslutökur hjá lögreglu ekki gefið neinar haldbærar skýringar á dvöl sinni hér á landi, en hann er ekki með atvinnu hér og hefur engan ákveðinn dvalarstað. Ákærði hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna fyrrgreindra brota frá því 7. janúar sl. Ákæra á hendur ákærða var gefin út 8. mars sl. Aðalmeðferð fór fram í máli hans 12. þessa mánaðar og var málið dómtekið að henni lokinni. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er á það fallist að skilyrðum sé fullnægt til að verða við kröfu sóknaraðila á grundvelli c-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 þar sem ætla má að ákærði muni halda áfram að brjóta af sér fari hann frjáls ferða sinna. Tengsl ákærða, sem er litháískur ríkisborgari, við Ísland eru afar takmörkuð, en samkvæmt gögnum málsins kom hann til landsins 19. desember sl. og ætlaði að fara frá landinu aftur 14. janúar. Skilyrðum b-liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er því einnig fullnægt. Samkvæmt öllu framansögðu verður fallist á kröfu sóknaraðila eins og hún er fram sett og verður ákærða gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, eins og greinir í úrskurðarorði. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Ú R S K U R Ð A R O R Ð : Ákærði, Y, kt. [...], sæti áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, en þó eigi lengur en til föstudagsins 10. maí 2013, kl. 16:00.
|
Mál nr. 269/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. B. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Framsal sakamanns
|
Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og 15. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, en gæsluvarðhaldi markaður skemmri tími.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 17. apríl 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. apríl 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er til meðferðar, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 8. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í 24. gr. laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími, en að því frágengnu að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um áframhaldandi gæsluvarðhald varnaraðila á grundvelli b. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 13/1984. Með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. þeirrar greinar verður gæsluvarðhaldi þó markaður sá tími sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Varnaraðili, X, sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan framsalsmál hans er til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum, þó eigi lengur en til miðvikudagsins 1. maí 2013 klukkan 16.
|
Mál nr. 651/2012
|
Niðurfelling máls Málskostnaður
|
Mál MT B.V. gegn MH ehf. var fellt niður fyrir Hæstarétti að kröfu þess fyrrnefnda en félagið dæmt til greiðslu málskostnaðar að kröfu MH ehf.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Greta Baldursdóttir og Benedikt Bogason. Áfrýjandi skaut málinu til Hæstaréttar 19. október 2012. Með bréfi til réttarins 8. apríl 2013 tilkynnti áfrýjandi að hann félli frá áfrýjun málsins. Af hálfu stefnda var með bréfi degi síðar gerð krafa um málskostnað fyrir Hæstarétti. Með bréfi 10. apríl 2013 krafðist áfrýjandi þess að málskostnaður yrði felldur niður eða lækkaður. Með vísan til c. liðar 1. mgr. 105. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður málið fellt niður fyrir Hæstarétti. Samkvæmt 2. mgr. 130. gr., sbr. 166. gr., laga nr. 91/1991 verður áfrýjandi dæmdur til að greiða málskostnað fyrir Hæstarétti svo sem í dómsorði segir. Dómsorð: Mál þetta er fellt niður. Áfrýjandi, Mango Tree B.V., greiði stefnda, Mogul Holding ehf., 450.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti.
|
Mál nr. 222/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Slit Skaðabætur Skuldabréf Afleiðusamningur Gagnkrafa
|
Ó lýsti tveimur skaðabótakröfum við slit G hf. sem slitastjórn félagsins hafnaði og var ágreiningi aðila vísað til úrlausnar héraðsdóms. Ó, sem gert hafði samning um einkabankaþjónustu við G hf., hélt því fram að starfsmenn G hf. hefðu valdið honum tjóni með saknæmri háttsemi sinni annars vegar í tengslum við kaup Ó á skuldabréfi útgefnu af L ehf. og hins vegar vegna framvirkra kaupa Ó á skuldabréfi og samnings um gjaldeyrisstýringu sem endað hafi með tapi. Í úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var með vísan til forsendna hans, kom fram að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 472/2012 hefði því verið slegið föstu í sambærilegu máli að G hf. hefði brotið gegn 4., 5., 6. og 9. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti í tengslum við útboð skuldabréfa L ehf. Engin rök væru til þess að horfa framhjá fordæmisgildi þess dóms og var því talið sannað að starfsmenn G hf. hefðu valdið Ó tjóni vegna kaupa á umræddu skuldabréfi L ehf. Var því fallist á fyrri skaðabótakröfu Ó eins og hún var sett fram og hún viðurkennd sem almenn krafa við slit G hf. Hins vegar var talið að G hf. hefði sýnt fram á að Ó hafi aldrei greitt þá fjármuni sem hann krafðist bóta fyrir vegna framvirkra kaupa á skuldabréfi og framlags til gjaldeyrisstýringar í tengslum við uppgjör á þeim kaupum og að Ó hefði því ekki orðið fyrir tapi. Var seinni skaðabótakröfu Ó af þeim sökum hafnað. Í málinu hafði G hf. uppi gagnkröfu sem laut að óuppgerðu tapi sem varð á áðurgreindum afleiðuviðskiptum en hluti þeirra skulda hafði verið færður inn í samning um gjaldeyrisstýringu. Var talið, að túlka yrði forsendur áðurgreinds dóms Hæstaréttar á þann veg, að G hafi við gerð samnings um afleiðuviðskipti aðila í þessu máli brotið gegn 4., 5. og 9. gr. laga nr. 33/2003. Var samningurinn af þeim sökum talinn óskuldbindandi fyrir Ó og krafa hans um sýknu af gagnkröfu G hf. tekin til greina.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 21. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. apríl sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. mars 2013, þar sem krafa að höfuðstól 12.407.240 krónur, sem varnaraðili lýsti við slit sóknaraðila, var viðurkennd sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., annarri kröfu varnaraðila að höfuðstól 41.000.000 krónur hafnað og gagnkröfu sóknaraðila á hendur varnaraðila að fjárhæð 46.996.632 krónur einnig hafnað. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila að fjárhæð 12.407.240 krónur verði hafnað við slit sóknaraðila, en staðfest niðurstaða hins kærða úrskurðar um kröfu varnaraðila að fjárhæð 41.000.000 krónur. Jafnframt krefst sóknaraðili þess að varnaraðila verði gert að greiða sér 46.996.632 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 16. desember 2009 til greiðsludags. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms fyrir sitt leyti 22. mars 2013. Hann krefst þess að krafa sín á hendur sóknaraðila að fjárhæð 41.000.000 krónur auk nánar tilgreindra vaxta verði viðurkennd sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991. Að öðru leyti krefst varnaraðili staðfestingar hins kærða úrskurðar um annað en málskostnað, sem hann krefst að hækkaður verði frá því, sem þar var ákveðið. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað, sem ákveðinn er með hliðsjón af 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Glitnir hf., greiði varnaraðila, Ottó Birni Ólafssyni, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 257/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess fyrir dóminum í dag að Héraðsdómur Reykjaness úrskurði að dómfellda X, kt. [...]-[...], verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan dómur héraðsdóms Reykjaness í máli S[...]-/2012 er til meðferðar fyrir Hæstarétti þó eigi lengur en til föstudagsins 10. maí nk. kl. 16:00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Helgi I. Jónsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. apríl 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 12. apríl 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til föstudagsins 10. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 173/2013
|
Kærumál Gjaldþrotaskipti Lóðarsamningur Vanefnd Riftun Kæra
|
Með samningi 26. maí 2008 tók M á leigu lóð undir sumarhús í Hrunamannhreppi af Ú og T. Bú M var tekið til gjaldþrotaskipta 26. janúar 2012. Ú og T töldu greiðslufall hafa orðið á greiðslu lóðarleigunnar og sendu af þeim sökum tilkynningu um riftun samningsins til M 11. febrúar 2012. Með kröfulýsingu 3. apríl sama ár vísuðu Ú og T til riftunarbréfsins og kröfðust þess að skiptastjóri hlutaðist til um að aflýsa öllum takmörkuðum eignarheimildum M samkvæmt lóðarleigusamningnum, sbr. 109. gr. laga nr. 21/1991. Þeim kröfum hafnaði skiptastjóri og var ágreiningi aðila vísað til úrlausnar héraðsdóms. Talið var að skilyrði riftunar hefðu ekki verið fyrir hendi og var aðalkröfu Ú og T um staðfestingu á riftun lóðarleigusamningsins því hafnað. Með hinum kærða úrskurði hafði varakröfu Ú og T verið vísað frá dómi á þeirri forsendu að hún hefði verið í ósamræmi við það ágreiningsefni sem skiptastjóri hefði leitað úrlausnar um. Ú og T höfðu nú uppi fyrir Hæstarétti sömu varakröfu og vísað hafði verið frá héraðsdómi. Þar sem efnisleg afstaða hafði ekki verið tekin til þessarar varakröfu í héraði var talið að Ú og T gætu ekki krafist úrlausnar um hana að efni til fyrir Hæstarétti, en í málinu leituðu þeir ekki eftir því að ákvæði hins kærða úrskurðar um frávísun varakröfunnar yrði endurskoðað. Var hinn kærði úrskurður því látinn standa óraskaður.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Ingibjörg Benediktsdóttir. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 26. febrúar 2013, þar sem hafnað var aðalkröfu sóknaraðila um að staðfest yrði riftun á lóðarleigusamningi frá 26. maí 2008 um sumarhús í landi Reykjadals í Hrunamannahreppi með auðkenninu Hlíðardalur 2, en vísað frá dómi varakröfu þeirra á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess aðallega að staðfest verði riftun þeirra á framangreindum lóðarleigusamningi, en til vara að samningurinn ásamt síðari breytingum verði felldur úr gildi og afmáður úr fasteignabók. Að auki verði viðurkenndur eignarréttur hvors sóknaraðila að áðurnefndu sumarhúsi að jöfnu. Í öllum tilvikum krefjast sóknaraðilar málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Eins og að framan greinir var í hinum kærða úrskurði vísað frá héraðsdómi varakröfu, sem sóknaraðilar höfðu þar uppi, en hún var sú sama og varakrafan, sem þeir gera nú fyrir Hæstarétti. Með því að efnisleg afstaða var ekki tekin til þessarar varakröfu í héraði geta sóknaraðilar ekki krafist úrlausnar um hana að efni til hér fyrir dómi, en þeir leita ekki endurskoðunar á ákvæði hins kærða úrskurðar um frávísun varakröfunnar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann óraskaður. Sóknaraðilum verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er óraskaður. Sóknaraðilar, Úlfar Harðarson og Torfi Harðarson, greiði óskipt varnaraðila, þrotabúi Magnúsar Jónatanssonar, 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 255/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Lögreglustjórinn á Akranesi, hefur krafist þess með vísan til 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að Héraðsdómur Vesturlands úrskurði að X, kt. [...] -[...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi í allt að 4 vikur eða til fimmtudagsins 8. maí 2013, kl. 16:00.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 12. apríl 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 15. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. apríl 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til [miðvikudagsins] 8. maí 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann kærumálskostnaðar úr ríkissjóði. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 verður sakborningi ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna nema sterkur grunur leiki á að hann hafi framið brot sem fellur undir ákvæðið. Varnaraðila og brotaþola ber í meginatriðum saman um málsatvik allt þar til þau komu í anddyri fjölbýlishússins að [...] á [...]. Þar segir brotaþoli að varnaraðili hafi nauðgað sér en hann neitar eindregið sök og segir að þau hafi haft mök með hennar samþykki. Að þessu leyti standa því orð varnaraðila gegn orðum brotaþola. Þótt framburður brotaþola, ásamt öðru því sem liggur fyrir í málinu, kunni að undangenginni ákæru og sönnunarfærslu fyrir dómi að leiða til sakfellingar er varhugavert á þessu stigi máls að slá því föstu að fyrir hendi sé svo sterkur grunur að fullnægt sé fyrrgreindu skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi.
|
Mál nr. 182/2013
|
Kærumál Fjármálafyrirtæki Kröfulýsing Réttindaröð Slit
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem krafa C við slit fjármálafyrirtækisins LBI hf. var viðurkennd sem almenn krafa sbr. 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Í kröfulýsingu C kom fram að krafan væri til komin vegna „innstæðusamnings“ en ekki var tilgreint hverrar stöðu C krefðist að krafan nyti. Var því ekki fallist á með C að krafan skyldi viðurkennd sem forgangskrafa samkvæmt 1. og 2. mgr. 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Ólafur Börkur Þorvaldsson, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 11. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 18. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2013, þar sem krafa sóknaraðila að fjárhæð 1.048.279.383 krónur var viðurkennd við slit varnaraðila sem almenn krafa samkvæmt 113. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. en hafnað að viðurkenna hana sem forgangskröfu samkvæmt 112. gr. sömu laga. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991. Sóknaraðili krefst þess að kröfu hans að fjárhæð 6.194.406,33 evrur verði við slit varnaraðila skipað í réttindaröð samkvæmt 112. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Sóknaraðili verður dæmdur til að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Cogas B.V., greiði varnaraðila, LBI hf., 250.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 202/2013
|
Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu Y um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að kyrrsetja tiltekinn eignarhluta Y í fasteign að beiðni tollstjóra. Kæra Y barst ekki héraðsdómi fyrr en að liðnum kærufresti og var málinu því vísað frá Hæstarétti.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. mars 2013, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 15. október 2012 um að kyrrsetja eignarhluta hans í fasteigninni [...] í Reykjavík, fastanúmer [...] -[...] og [...]-[...]. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Varnaraðili krefst þess að áðurgreind kyrrsetningargerð verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Að kröfu sóknaraðila kyrrsetti sýslumaðurinn í Reykjavík 15. október 2012 eignarhluta varnaraðila í fyrrgreindri fasteign til tryggingar væntanlegri skattkröfu á hendur honum vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Með bréfi 24. sama mánaðar var þess krafist á grundvelli 4. mgr. 41. gr. a laga nr. 50/1988, sbr. 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að héraðsdómur felldi kyrrsetninguna úr gildi. Þeirri kröfu var hafnað með hinum kærða úrskurði. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. a laga nr. 50/1988, sbr. lög nr. 24/2011, er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim, sem rökstuddur grunur um refsivert brot samkvæmt 40. gr. laganna beinist að, til tryggingar greiðslu væntanlegrar kröfu um virðisaukaskatt, fésekt og sakarkostnað í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að nánar tilgreindum skilyrðum fullnægðum. Í 4. mgr. sömu greinar kemur fram að leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Heimild til að kæra slíkan úrskurð til Hæstaréttar er í k. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 21. júní 2010 í máli nr. 372/2010 að því er varðar hliðstæða heimild í 113. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 er kærufrestur þrír sólarhringar frá því að kærandi fékk vitneskju um úrskurðinn. Verjandi varnaraðila var viðstaddur uppkvaðningu hins kærða úrskurðar 1. mars 2013. Kærufrestur var því liðinn þegar kæran barst héraðsdómi 14. sama mánaðar. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Hæstarétti. Krafa sóknaraðila um kærumálskostnað á sér ekki lagastoð og verður henni hafnað. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 186/2013
|
Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að felld yrði úr gildi árangurslaus kyrrsetningargerð sem sýslumaðurinn í Reykjavík hafði framkvæmt hjá X að beiðni tollstjóra. Kæra X barst ekki héraðsdómi fyrr en að liðnum kærufresti og var málinu því vísað frá Hæstarétti.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. febrúar 2013, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felld yrði úr gildi árangurslaus kyrrsetningargerð sýslumannsins í Reykjavík 18. október 2012 í máli nr. K-33/2012. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Varnaraðili krefst þess að fyrrgreind kyrrsetningargerð verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Að kröfu sóknaraðila framkvæmdi sýslumaðurinn í Reykjavík árangurslausa kyrrsetningargerð hjá varnaraðila 18. október 2012, en gerðarinnar var krafist til tryggingar væntanlegri skattkröfu á hendur honum vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Með bréfi 24. sama mánaðar var þess krafist á grundvelli 9. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003, sbr. 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að héraðsdómur felldi hina árangurslausu kyrrsetningu úr gildi. Þeirri kröfu var hafnað með hinum kærða úrskurði. Samkvæmt 6. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003, sbr. lög nr. 23/2010 og lög nr. 24/2011, er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim, sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi samkvæmt 109. gr. laganna beinist að, til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að nánar tilgreindum skilyrðum fullnægðum. Í 9. mgr. sömu greinar kemur fram að leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Heimild til að kæra slíkan úrskurð til Hæstaréttar er í k. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, sbr. dóm Hæstaréttar 21. júní 2010 í máli nr. 372/2010. Samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 er kærufrestur þrír sólarhringar frá því að kærandi fékk vitneskju um úrskurðinn. Mætt var af hálfu varnaraðila við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar 22. febrúar 2013. Kærufrestur var því liðinn þegar kæran barst héraðsdómi 7. mars sama ár. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Hæstarétti. Krafa sóknaraðila um kærumálskostnað á sér ekki lagastoð og verður henni hafnað. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 203/2013
|
Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar felld var úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík um að kyrrsetja tiltekinn eignarhluta Z í fasteign að beiðni tollstjóra. Kæra tollstjóra barst ekki héraðsdómi fyrr en að liðnum kærufresti og var málinu því vísað frá Hæstarétti.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 1. mars 2013, þar sem felld var úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík 15. október 2012 um að kyrrsetja eignarhluta varnaraðila í fasteigninni [...] í Reykjavík, fastanúmer [...]-[...]. Um kæruheimild vísar sóknaraðili til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Sóknaraðili krefst þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og kröfum varnaraðila hafnað. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Að kröfu sóknaraðila kyrrsetti sýslumaðurinn í Reykjavík 15. október 2012 eignarhluta varnaraðila í fyrrgreindri fasteign til tryggingar væntanlegri skattkröfu á hendur henni vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Með bréfi 24. sama mánaðar var þess krafist á grundvelli 9. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003, sbr. 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að héraðsdómur felldi kyrrsetninguna úr gildi. Með hinum kærða úrskurði var kyrrsetningargerðin felld úr gildi. Samkvæmt 6. mgr. 113. gr. laga nr. 90/2003, sbr. lög nr. 23/2010 og lög nr. 24/2011, er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim, sem rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi samkvæmt 109. gr. laganna beinist að, til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að nánar tilgreindum skilyrðum fullnægðum. Í 9. mgr. sömu greinar kemur fram að leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Heimild til að kæra slíkan úrskurð til Hæstaréttar er í k. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, sbr. dóm Hæstaréttar 21. júní 2010 í máli nr. 372/2010. Samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 er kærufrestur þrír sólarhringar frá því að kærandi fékk vitneskju um úrskurðinn. Sóknaraðili var viðstaddur uppkvaðningu hins kærða úrskurðar 1. mars 2013. Kærufrestur var því liðinn þegar kæran barst héraðsdómi 14. sama mánaðar. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur, sbr. 3. mgr. 220. gr. laga nr. 88/2008. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 185/2013
|
Kærumál Kærufrestur Frávísun frá Hæstarétti
|
Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að felld yrði úr gildi árangurslaus kyrrsetningargerð sem sýslumaðurinn í Reykjavík hafði framkvæmt hjá X að beiðni tollstjóra. Kæra X barst ekki héraðsdómi fyrr en að liðnum kærufresti og var málinu því vísað frá Hæstarétti.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson, Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 22. febrúar 2013, þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felld yrði úr gildi árangurslaus kyrrsetningargerð sýslumannsins í Reykjavík 18. október 2012 í máli nr. K-34/2012. Um kæruheimild vísar varnaraðili til 1. mgr. 35. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl., sbr. 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Varnaraðili krefst þess að fyrrgreind kyrrsetningargerð verði felld úr gildi. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Að kröfu sóknaraðila framkvæmdi sýslumaðurinn í Reykjavík árangurslausa kyrrsetningargerð hjá varnaraðila 18. október 2012, en gerðarinnar var krafist til tryggingar væntanlegri skattkröfu á hendur honum vegna ætlaðra brota gegn lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Með bréfi 24. sama mánaðar var þess krafist á grundvelli 4. mgr. 41. gr. a laga nr. 50/1988, sbr. 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að héraðsdómur felldi hina árangurslausu kyrrsetningu úr gildi. Þeirri kröfu var hafnað með hinum kærða úrskurði. Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. a laga nr. 50/1988, sbr. lög nr. 24/2011, er heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim, sem rökstuddur grunur um refsivert brot samkvæmt 40. gr. laganna beinist að, til tryggingar greiðslu væntanlegrar kröfu um virðisaukaskatt, fésekt og sakarkostnað í málum er sæta rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins að nánar tilgreindum skilyrðum fullnægðum. Í 4. mgr. sömu greinar kemur fram að leggja má fyrir héraðsdóm ágreining um lögmæti kyrrsetningargerðar með sama hætti og greinir í 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008. Heimild til að kæra slíkan úrskurð til Hæstaréttar er í k. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 21. júní 2010 í máli nr. 372/2010 að því er varðar hliðstæða heimild í 113. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Samkvæmt 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 er kærufrestur þrír sólarhringar frá því að kærandi fékk vitneskju um úrskurðinn. Mætt var af hálfu varnaraðila við uppkvaðningu hins kærða úrskurðar 22. febrúar 2013. Kærufrestur var því liðinn þegar kæran barst héraðsdómi 7. mars sama ár. Samkvæmt þessu verður málinu vísað frá Hæstarétti. Krafa sóknaraðila um kærumálskostnað á sér ekki lagastoð og verður henni hafnað. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá Hæstarétti.
|
Mál nr. 219/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Þorgeir Örlygsson og Benedikt Bogason og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 3. apríl sama ár. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. mars 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 5. apríl 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að hann verði ekki látinn sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 119/2013
|
Kærumál Stefna Vanreifun Frávísunarúrskurður felldur úr gildi
|
Stefndi krefst þess aðallega að máli þessu verði vísað frá dómi, en til vara krefst stefndi þess að stefndi verði sýknaður af dómkröfum stefnanda, en til þrautavara krefst stefndi þess að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega að mati dómsins.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Benedikt Bogason og Þorgeir Örlygsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. febrúar 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 31. janúar 2013, þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j. lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Þá er krafist málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar, en til vara að málskostnaður fyrir héraðsdómi verði lækkaður og kærumálskostnaður felldur niður. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Mál þetta á rætur að rekja til kaupa sóknaraðila á sumarbústað af varnaraðila á árinu 2011. Í kjölfarið hugðist sóknaraðili stækka bústaðinn og fékk arkitekt til að sjá um hönnum viðbyggingar. Þá réð hún byggingarstjóra til að stjórna framkvæmdum. Við athugun hans á bústaðnum komu í ljós að hans mati annmarkar á frágangi bæði gólfs, veggja og þaks sem í meginatriðum er lýst í stefnu og nánar greinir í lýsingu hins kærða úrskurðar á málavöxtum. Í framhaldinu fékk sóknaraðili dómkvaddan mann til að meta ætlaða galla á fasteigninni og er þeim lýst í matsbeiðni í meginatriðum með sama hætti og í stefnu. Af stefnu og gögnum sem lögð voru fram við þingfestingu málsins í héraði verður ráðið hverjar málsástæður sóknaraðila séu og sá grundvöllur sem málssóknin byggist á, þótt málatilbúnaðurinn sé ekki svo ítarlegur sem skyldi. Varnaraðili tók til efnisvarna og verður ekki séð að framangreindur óskýrleiki í málatilbúnaði sóknaraðila hafi gert honum erfitt um vik í þeim efnum. Voru því ekki nægjanleg efni til að vísa málinu frá dómi vegna vanreifunar, sbr. e. lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Hinn kærði úrskurður verður því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varnaraðili, Njáll Hannes Kjartansson, greiði sóknaraðila, Guðrúnu Kristjánsdóttur, 200.000 krónur í kærumálskostnað.
|
Mál nr. 165/2013
|
Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá
|
Mál þetta var þingfest 7. nóvember 2012 um forsjá tveggja barna aðila, A, kt. [...] og B, kt. [...]. Sóknaraðili er M, [...], en varnaraðili er K, [...],. Krafan um forsjá til bráðabirgða var lögð fyrir dóminn 11. desember 2012 og var hún sameinuð forsjármálinu. Sá þáttur málsins er hér til úrlausnar. Varnaraðili skilaði greinargerð í þessum þætti málsins 22. janúar 2013 og var málið flutt 7. febrúar 2013 og tekið til úrskurðar þann dag.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Markús Sigurbjörnsson, Eiríkur Tómasson og Helgi I. Jónsson. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 6. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 27. febrúar 2013, þar sem leyst var úr ágreiningi aðilanna um forsjá sona þeirra, A og B, til bráðabirgða, umgengni við þá og meðlag með þeim. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að sér verði falin forsjá drengjanna til bráðabirgða, lögheimili þeirra verði hjá sér og varnaraðila verði gert að greiða meðlag með þeim. Til vara krefst sóknaraðili þess „að kveðið verði á um umgengni annan hvern mánuð.“ Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar án tillits til gjafsóknar, sem honum hefur verið veitt. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Rétt er að kærumálskostnaður falli niður. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 171/2013
|
Kærumál Börn Bráðabirgðaforsjá
|
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að ekki væri grundvöllur til þess að taka kröfu M til greina um forsjá sonar hans og K til bráðabirgða samkvæmt 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Þá var jafnframt staðfest niðurstaða héraðsdóms um að lögheimili drengsins skyldi vera hjá K frá uppkvaðningu úrskurðarins uns dómur gengi í forsjárdeildu aðila, umgengnisrétt M við drenginn og greiðslu meðlags.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Greta Baldursdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 14. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 25. febrúar 2013, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að honum yrði falin forsjá sonar aðila, A, til bráðabirgða. Kæruheimild er í 5. mgr. 35. gr. barnalaga nr. 76/2003. Sóknaraðili krefst þess aðallega að sér verði falin forsjá drengsins til bráðabirgða og að varnaraðila verði gert að greiða einfalt meðlag með drengnum þar til endanlegur dómur gengur um forsjá. Til vara krefst hann þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið „og dæmt að A skuli hafa lögheimili hjá sóknaraðila í [...] þar til endanlegur dómur gengur í málinu og varnaraðila verði gert að greiða sóknaraðila einfalt meðlag með barninu frá uppsögu dóms Hæstaréttar í kærumáli þessu“. Í öllum tilvikum er þess krafist að Hæstiréttur ákvarði inntak umgengni þess foreldris, sem ekki fær dæmda forsjá, og drengurinn skuli ekki eiga lögheimili hjá. Þá er þess jafnframt krafist að varnaraðila verði í öllum tilvikum gert að greiða sóknaraðila málskostnað að mati réttarins í héraði og fyrir Hæstarétti og „að ákvörðun um málskostnað bíði endanlegs dóms í forsjármáli“. Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Samkvæmt ákvæðum gjafsóknarleyfis, sem innanríkisráðuneytið veitti varnaraðila 21. nóvember 2012, er gjafsóknin takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Gjafsóknarleyfið tekur því ekki til kostnaðar af rekstri kærumáls þessa fyrir Hæstarétti. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður.
|
Mál nr. 184/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 18. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 27. mars 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að honum verði gert að sæta farbanni. Að því frágengnu krefst hann þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Af gögnum málsins verður ráðið að móðir hins látna barns hafi farið að heiman frá sér um klukkan 17.40 mánudaginn 18. mars 2013 og varnaraðili þá verið einn með barnið. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvað móðirin barnið hafa verið sofandi er hún yfirgaf heimilið og ekkert amað að því. Hún kvaðst hafa haft samband við varnaraðila símleiðis klukkan 18.15 og hann sagt að eitthvað væri að barninu. Leið þannig einungis liðlega hálf klukkustund frá því móðir barnsins fór að heiman þar til varnaraðili kvað eitthvað vera að því. Um klukkan 20 að kvöldi sama dags var tekin tölvusneiðmynd af höfði barnsins sem sýndi útbreidda blæðingu hægra megin undir höfuðkúpubeini. Ekki tókst að bjarga lífi barnsins með skurðaðgerð og var það úrskurðað látið um klukkan 2 aðfaranótt næsta dags vegna heilablæðingar. Samkvæmt vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum var útlit blæðingar í heila barnsins nokkuð dæmigert fyrir blæðingu af völdum áverka, höggs eða að heili kastist til innan höfuðkúpu. Þá voru marblettir á upphandleggjum þess. Að framangreindu virtu er varnaraðili undir rökstuddum grun um brot gegn 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem varðað getur allt að 16 ára fangelsisrefsingu. Rannsókn málsins er á frumstigi og eru uppfyllt skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til þess að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi svo sem krafist er. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 174/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. mars 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 28. mars 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði er varnaraðili undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur að lögum 12 ára fangelsi. Er því fullnægt skilyrði 3. málsliðar 2. mgr. 98. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldi lengur en fjórar vikur. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 176/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. mars 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 28. mars 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði er varnaraðili undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur að lögum 12 ára fangelsi. Er því fullnægt skilyrði 3. málsliðar 2. mgr. 98. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldi lengur en fjórar vikur. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 175/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi áfram sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Greta Baldursdóttir og Helgi I. Jónsson og Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 14. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. mars 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 28. mars 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og að honum verði ekki gert að sæta einangrun. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Svo sem greinir í hinum kærða úrskurði er varnaraðili undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað getur að lögum 12 ára fangelsi. Er því fullnægt skilyrði 3. málsliðar 2. mgr. 98. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta einangrun í gæsluvarðhaldi lengur en fjórar vikur. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 159/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. C. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, á grundvelli c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 7. mars 2013 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. mars 2013 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans, þó eigi lengur en til fimmtudagsins 4. apríl 2013 klukkan 16. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Mál nr. 158/2013
|
Kærumál Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008
|
Úrskurður héraðsdóms um að X skyldi gert að sæta gæsluvarðhaldi, á grundvelli a. og b. liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, var staðfestur.
|
Dómur Hæstaréttar. Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson, Benedikt Bogason og Eiríkur Tómasson. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 9. mars 2013, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 9. mars 2013, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 15. mars 2013 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l. lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og einangrun aflétt. Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Fallist er á það með héraðsdómi að fullnægt sé skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Samkvæmt því verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
|
Subsets and Splits
No community queries yet
The top public SQL queries from the community will appear here once available.