text
stringlengths 0
993k
|
---|
Mikilvægar breytingar í þágu sykursjúkra Fólki með insúlínháða sykursýki ( sykursýki I ) mun fljótlega standa til boða nýr búnaður sem gerir notendum kleift að fylgjast á einfaldan hátt með blóðsykri sínum og stuðlar þannig m.a. að markvissari meðferð . Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem tryggir niðurgreiðslu búnaðarins og kveður jafnframt á um breytingu í þágu þeirra sem ekki geta eða eiga kost á að nýta sér fyrrnefndan búnað , þannig að sömu reglur gildi fyrir alla , ólíkt því sem verið hefur . Reglugerðin tekur gildi 1. janúar næstkomandi . Tæknin er hagkvæm og notendavæn og ýtir undir heilsulæsi notenda . Þeir sem eru með búnaðinn geta hlaðið smáforriti í símann sinn sem fylgist með og heldur utan um allar mælingar . Ég veit að margir hafa beðið eftir þessu með óþreyju og því er einstaklega ánægjulegt að nú hafi Sjúkratryggingum Íslands tekist að tryggja kaup á þessum búnaði fyrir fólk hér á landi segirSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra . “ Þegar upp er staðið er gert ráð fyrir að innleiðing þessa búnaðar muni ekki fela í sér aukin útgjöld , heldur leiða til lítilsháttar hagræðingar . Með fyrrnefndri breytingu sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra er tekið fyrir þá mismunun varðandi greiðsluþátttöku í búnaði fyrir fólk með sykursýki sem verið hefur hingað til . Sömu reglur munu gilda um kostnaðarþátttöku hvort sem um er að ræða börn , fullorðna eða lífeyrisþega . Enn fremur er með reglugerðinni kveðið á um að fólk sem er nýgreint með sykursýki II fái niðurgreidda fleiri blóðstrimla til blóðsykursmælinga fyrsta árið eftir greiningu , þar sem talið er mikilvægt að þeir geti mælt blóðsykurinn oftar , allt að fjórum sinnum á dag til að byrja með . |
Nýr samningur um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila Sjúkratryggingar Íslands ( SÍ ) hafa undirritað 43 samninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á landinu til næstu tveggja ára en samningslaust var um þjónustu þeirra á árinu 2019 . Gerðir voru samhljóða samningar við hvern rekstraraðila hjúkrunar - og / eða dvalarrýma en ekki rammasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samtök íslenskra sveitarfélaga eins og verið hefur . Samningarnir taka alls til 2.468 hjúkrunar - og dvalarrýma og nema um 32,5 milljörðum króna á ári á verðlagi ársins 2020 . SÍ fagna því að þessir mikilvægu samningar eru í höfn og náðst hafi samkomulag bæði um daglega þjónustu svo og um leiðir til að halda áfram að þróa samstarf aðila til að tryggja sem best aðgengi að góðri , öruggri og hagkvæmri þjónustu fyrir þá sem þurfa á búsetu á hjúkrunarheimili að halda . Rétt er að benda sérstaklega á tvö atriði í samningunum sem eru til þess fallin að bæta þjónustu og styrkja rekstrargrundvöll heimilanna . Annars vegar náðist samkomulag um reglur um úthlutun úr svokölluðum útlagasjóði en þessi sjóður er í vörslu SÍ og heimilin geta sótt um framlög úr honum vegna sérlega kostnaðarsamrar þjónustu við einstaka íbúa heimilanna , svo sem vegna sjúkraflugs . SÍ telja þetta mjög jákvætt og mikilvægt skref ekki síst fyrir litlu heimilin . Hins vegar voru aðilar sammála um að nýta samningstímann til að meta kostnað hjúkrunarheimila af tilteknum hjálpartækjum sem íbúar heimilanna þarfnast og leitað verður leiða til að fella þennan kostnað undir almenna greiðsluþátttöku SÍ . Með þeirri breytingu yrði réttindastaða einstaklinga sú sama , varðandi þessi hjálpartæki , án tillits til búsetu þeirra auk þess sem rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila yrði tryggari . Samhliða var gerður samstarfssamningur um fagleg málefni við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga . Hann felur meðal annars í sér að á samningstímanum verði raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila greind í samvinnu aðila og þannig undirbúin endurskoðun á rekstrargrundvelli þeirra . Meðal annars verði kannað sérstaklega hvort ástæða sé til að endurskoða dreifingu smæðarálags . Í því tilliti verði skoðað hvaða rekstrarhagræði fylgi því að reka stærri heimili og / eða reka fleiri en eitt heimili í einhvers konar samstarfi , þannig að smæðarálagsgreiðslur þjóni tilgangi sínum að koma til móts við það óhagræði sem felst í rekstri smæstu heimilanna . |
Nýr samningur um þjónustu hjúkrunarheimila Sjúkratryggingar Íslands , Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ( SFV ) og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skrifað undir samninga um þjónustu hjúkrunarheimila næstu 2 ár . Samið er við hvert hjúkrunarheimili fyrir sig og eru samningarnir samhljóða . Auk almennra samningsskilmála Sjúkratrygginga Íslands er í meginatriðum byggt á eldri samningi aðila sem rann út í árslok 2018 . Hækkanir á gjaldskrá eru samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2020 . Á samningstímanum munu aðilar vinna saman að greiningu á raungögnum um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila . |
Ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga Umfangsmiklar lækkanir á útgjöldum sjúklinga voru kynntar á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í gær , 19 da desember . Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum , niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar . Nánari upplýsingar má finna hér . |
Samhliða þessum samningum við rekstraraðila hafa Sjúkratryggingar Íslands , Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga gert með sér samstarfssamning um fagleg málefni . Í honum felst meðal annars að á samningstímanum verða raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila greind í samvinnu aðila og þannig undirbúin endurskoðun á rekstrargrundvelli þeirra . Mikilvægir samningar „ Það er mjög mikilvægt að þessir samningar hafi náðst . |
Ljósið er viðurkennd heilbrigðisstofnun samkvæmt skilgreiningu laga og heyrir undir eftirlit Embættis landlæknis . Ljósið hefur því í gegnum tíðina þurft að tryggja rekstur sinn frá ári til árs með þjónustusamningum , gjöfum og söfnunarfé . Rekstrargrundvöllurinn hefur því aldrei verið fyrirsjáanlegur til lengri tíma , með tilheyrandi óvissu fyrir rekstraraðila , starfsfólk og síðast en ekki síst notendur þjónustunnar . Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fagnaðarefni að þessi mikilvæga þjónusta sé nú veitt á öruggum forsendum þar sem rekstrarféð er tryggt og þjónustan og umgjörðin um hana skilgreind í heildstæðum samningi . |
Upplýsingar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu ( BREXIT ) Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu 28. október sl. að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu um þrjá mánuði , til 31. janúar 2020 * . Áður stóð til að Bretar myndu yfirgefa ESB 31. október . Bretland gæti þó gengið út fyrir 31. janúar 2020 ef breska þingið samþykkir útgöngusamning . Ef enginn útgöngusamningur verður gerður fyrir 31. janúar 2020 þá verður að hafa eftirfarandi í huga : Breskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi : Þeir einstaklingar sem eru búsettir hér og sjúkratryggðir á Íslandi halda réttindum sínum hér á landi þrátt fyrir útgöngu Breta . Sjúkratrygging er búsetutengd en önnur réttindi byggjast þó á ríkisborgararétti . Ríkisborgarar frá löndum utan EES landa falla ekki undir reglugerð EB nr. 883 / 2004 sbr. reglugerð nr. 442 / 2012 . Þetta hefur þau áhrif að breskir ríkisborgarar sem eru sjúkratryggðir á Íslandi fá ekki útgefið ES kort né önnur réttindi sem falla undir reglugerðina . Í staðin fá þeir útgefna tryggingaryfirlýsingu þegar þeir ferðast bæði innan og utan EES . Námsmenn sjúkratryggðir á Íslandi , við nám í Bretlandi : Sömu reglur gilda um námsmenn í Bretlandi og í öðrum löndum utan EES . Þeir eiga rétt á að halda lögheimili sínu á Íslandi meðan á námi stendur og halda þ.a.l. sjúkratryggingu sinni í allt að 6 mánuði eftir að námi lýkur . Ekki verður hægt að framvísa ES korti vegna nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi frá og með 31. janúar 2020 . Gilda þá sömu reglur og um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu utan EES . Leggja þarf út fyrir lækniskostnaði og sækja síðan um endurgreiðslu til Sjúkratrygginga Íslands . |
Vegna afsagnar sjúkraþjálfara af samning við SÍ Flestir sjúkraþjálfarar sem starfað hafa samkvæmt samningi við SÍ , fara af samningi við stofnunina frá og með 12. janúar . Samkvæmt reglugerð nr. 1248 / 2019 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands ( SÍ ) mun stofnunin endurgreiða fyrir sjúkraþjálfun á sambærilegan hátt og fram til þessa , þ.e. samkvæmt gjaldskrá SÍ og reglugerð nr. 1248 / 2019 um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu . Greiðsluþátttaka tekur eingöngu til þeirra gjalda sem tilgreind eru í gjaldskrá SÍ . |
Hversu mikil er greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands . Sama gildir fyrir andlega þroskahamlaða einstaklinga 18 ára og eldri ( sem búa utan stofnunar ) , þó með þeim fyrirvara að áður en til greiðslu kemur þarf að sækja sérstaklega um hana . Einstaklingar sem fóru til ákveðins tannlæknis eftir janúar 2017 eru nú þegar skráðir hjá honum . Hvað fæ ég mikið greitt og hvernig fer greiðslan fram ? Ef um fæðingargalla , slys eða sjúkdóm er að ræða þarf tannlæknir að senda SÍ umsókn áður en meðferð hefst . Ef umsókn er samþykkt greiða sjúkratryggingar 80% af verði skv. gjaldskrá SÍ en einstaklingur greiðir tannlækni þau 20% sem upp á vantar . Einstaklingur þarf að skila inn viðurkenndum reikningi úr bókhaldskerfi þjónustuveitanda , nákvæmri sundurliðun á unnum verkum þ.m.t. númer tanna sem voru meðhöndlaðar og heiti flata ef um viðgerð / fyllingu er að ræða , greiðslustaðfestingu og röntgenmynd ( ef hún er tekin ) til Alþjóðadeildar SÍ , Vínlandsleið 16 , 113 Reykjavík , [email protected] . Hver er endurgreiðslan fyrir heilgóma ? Ef farið er í kostnaðarsamari meðferð , svo sem brúarsmíði í stað heilgóms á tannplanta verður hinn sjúkratryggði að standa undir viðbótarkostnaðinum . Hvað fæ ég endurgreitt ef ég þarf tannplanta og krónu ? Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á styrk allt að 60 þúsund kr. ( 80 þúsund kr. fyrir langveika ) vegna tannplanta og krónugerðar á hverju tólf mánaða tímabili enda fari meðferðin fram á sama tímabili . Gjaldskrá SÍ vegna rammasamnings SÍ um tannlækningar aldraðra og öryrkja má finna hér . Þarf ég tilvísun til sérfræðings ? Flestir tannlæknar eiga aðild að rammsamningnum , en þú getur séð það inn á réttindagátt Fá almennir 18 - 66 áta eitthvað niðurgreitt núna ? Hvernig veit ég hvað Sjúkratryggingar Íslands greiða upp í tannlæknakostnað minn ? Tannlæknir þinn leggur mat á hvaða meðferð þú þarft og getur kannað greiðsluþátttöku SÍ með því að senda rafræna fyrirspurn í tölvukerfi SÍ |
Profdoc sjúkraskrárkerfið ( PMO ) er eitt fullkomnasta rafræna sjúkraskrárkerfi á Íslandi . Kerfið er notað af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna um allan heim . PMO var þróað í Svíþjóð af sömu aðilum og þróuðu Take Care sjúkraskrárkerfið sem er otað á Karólínska Sjúkrahúsinu í Stokkhólmi , einu stærsta og virtasta háskólasjúkrahúsi heims . PMO hefur verið í notkun á Íslandi í yfir 10 ár með mjög góðum árangri . Notendur eru m.a. sérfræðilæknar , sálfræðingar , heimaþjónusta , öldrunarheimili og sjúkrahús . PMO er sveigjanleg og fjölhæf lausn sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers notanda . PMO Notendur á Íslandi Rafræn sjúkraskrá Sjúkraskráin í PMO inniheldur allt sem þú þarft til að halda utan um upplýsingar þinna skjólstæðinga . Kerfið nýtir sér eina fullkomnustu gagnagrunnstækni sem völ er á til að varðveita og flokka allt sem þú skráir á skilvirkan og hagkvæman máta . Allar upplýsingar eru aðgengilegar á einum stað . Fáðu skýra yfirsýn yfir stöðu skjólstæðinga á augabragði með forsíðu sjúklings þar semallar helstu upplýsingar sjúkraskrár eru birtir á einum stað . Skoðaðu allar skráningar frá upphafi í tímaröð á skýran og skilmerkilegan máta . Það er engin þörf á að smella og leita að upplýsingum sem kynnu að leynast á bakvið takka eða valmyndir . Í sjúkraskrá er hægt er að skrá bæði frjálsan texta sem og styðjast meðal annars við stöðluð gildi , fjölval og felliglugga . Með fyrir fram skilgreindum sniðmátum nóta getur þú samræmt og staðlað skráningu þína með einföldum hætti og á sama tíma sparað þér tíma og vinnu . Sniðmátinskilgreina form og uppbyggingu nóta . Nótusniðmátin eru sniðin að þínum þörfum , þú ræður hvað þú skráir og hvernig . Nótur geta jafnframt innihaldið flýtitexta og stöðluð gildi . sem flýtir fyrir skráningu og sparar tíma . Í sjúkraskránni er hægt að vista öll skjöl sem þú ert að senda eða móttaka . Hægt er að skanna inn allan pappír og vista í sjúkraskrá . Skjöl sem þú sendir út til dæmis bréf , beiðnir eða vottorð er jafnframt hægt að vista undir skjölum . Skjölum fylgja tilbúin form fyrir algeng skjöl sem oft þarf að senda . Haltu utan um allar kóðaðar greiningar á einum stað . Hægt er að skrá kóðaðar greiningar eftir ýmsum kerfum eins og . ICD - 10 , DSM-IV , NCSP , ICPC . . Hægt er að setja upp hvaða kóðaða skráningarkerfi sem er í PMO og styðjast við í starfsemi , jafnvel sérhæfð kerfi sem notendur búa til sjálfir . Sendu og taktu á móti rafrænum læknabréfum . Með rafrænum læknabréfum getur þú átt rafræn samskipti við allar helstu heilbrigðisstofnanir landsins . Hægt er að setja viðhengi við læknabréfin eins og til dæmis rannsóknarniðurstöður , beiðnir og sjúkraskrárgögn . Sendu rafræna lyfseðla í lyfseðlagáttina eða beint í apótek . Pantaðu rannsóknir rafrænt beint úr sjúkraskránni og taktu síðan á móti niðurstöðunum rafrænt . PMO heldur utan um stöðu allra útistandandi rannsóknarbeiðna og lætur þig vita um leið og svar berst . Niðurstöður skrást beint í sjúkraskrá sjúklings . PMO er tengt við Heklu kerfi landlæknis og getur átt samskipti við rannsóknarstofur sem styðja rafræn samskipti með rafrænum beiðnum og svörum . Hægt er að skrá niðurstöður mælinga , rannsókna og staðlaðra prófa og skoða árangur og framvindu skjólstæðinga í tíma . Niðurstöður mælinga er hægt að skoða í tímaröðbæði í töflum og grafískt Hægt er að flagga frávik og gildi utan eðlilegra marka . Einnig er hægt að skrá hvers kyns önnur töluleg eða stöðluð textagildi og skoða þróun og breytingar á þeim . Þannig fæst skýrari yfirsýn yfir framvindu þinna skjólstæðinga á einfaldan máta . Framkvæmdu textaleit í sjúkraskránni . Sláðu einfaldlega inn leitarorð og sjáðu alla skráningu sem inniheldur það leitarorð . Einnig er hægt að framkvæma sérhæfðari leiti til dæmis eftir tímabil eða tegund gagna . PMO er meira en bara rafræn sjúkraskrá . Fáðu yfirsýn yfir vinnuna þína . Fullbúið tímabókunarkerfi leyfir þér að halda utan um allar tímabókanir skjólstæðinga . Hægt er að lita kóða og flokka bókanir eftir flokkum sem þú skilgreinir . Ritari getur einnig verið með aðgang að tímabókunum og bókað fyrir þig tíma . Skjólstæðingar gleyma síður að mæta þegar þeir fá SMS áminningu . Notaðu SMS áminningar sem sendar eru út með sjálfvirkum hætti á alla sem eiga bókaðan tíma . Þú ákveður hvaða texta áminningin inniheldur og hvenær hún er send . Með innbyggðum vinnulistum getur þú haldið utan um verkefni , forgangsraðað þeim og skipulagt . Hægt er að hengja sjúkraskrá , kennitölu eða einstakar færslur úr sjúkraskrá við verkefni . Kerfið heldur einnig utan um nótur og aðrar ókláraða skráningu með sjálfvirkum hætti . Með vinnulistum hefur þú alltaf yfirsýn yfir vinnuna þína . yfir vinnuna þína . Innbyggt skilaboðakerfi gerir notendum kleift að senda skilaboð sín á milli á öruggan og þægilegan máta . Hægt að setja kennitölu sjúklings og upplýsingar úr sjúkraskrá sem viðhengi við skilaboð . Þannig er með einföldum og öruggum hætti hægt að eiga í rafrænum samskiptum við kollega og samstarfsmenn . Hægt er að líma rafræna „ gula miða “ á sjúkraskrá sjúklinga til áminningar fyrir þig eða aðra notendur um eitthvað sem varðar tiltekna sjúkraskrá / skjólstæðing PMO fylgir reikningsgerð sem getur átt rafræn samskipti við Sjúkratryggingar Íslands . Reikningar eru sendir rafrænt til SÍ með sjálfvirkum hætti Í PMO er innlagnakerfi fyrir sjúklinga . Haltu utan um inn og útskriftir með deildum , herbergjum og rúmum sem sjúklingar dvelja í . Haltu utan um biðlista yfir sjúklinga . Skilgreindu biðlista , forgangsraðaðu sjúklingahópum og bókaðu þá í tíma þegar pláss losnar . PMO er með innbyggt kerfi fyrir lyfjafyrirmæli . Læknir getur sett upp skema fyrir lyfjafyrirmæli og hjúkrunarfræðingar geta tekið upp fyrirmælin , skráð lyfjagjafir og verið með yfirlit yfir stöðuna hverju sinni . Hægt er að setja upp staðlaðar skýrslur í PMO sem geta tekið út tölfræði , gögn og upplýsingar úr kerfinu . Í PMO er innbyggt kvittanakerfi . Ef þú ert með starfsfólk eins ogritara eða sjúkraliða sem skrá upplýsingar fyrir þína hönd getur þú kvittað uppá alla skráningu og verið þannig með gæðaeftirlit með allri skráningu sem framkvæmd er í þínu nafni . Með PMO getur þú uppfyllt löggjöf um rafræna sjúkraskrá og persónuvernd auk tilmæla landlæknis um öryggi sjúkraskráa . Allar skráningar í PMO eru að fullu rekjanlegar með tilliti til þess hver framkvæmdi skráningu og hvenær . Skráning er einnig útgáfustýrð þ.a. þegar gögnum er breytt eru allar fyrri útgáfur varðveittar með tímastimpli og auðkenni þess notanda sem framkvæmdi breytinguna . Jafnvel þótt skráningu sé eytt er hún áfram aðgengileg og unnt að framkalla hana og endurheimta . Í PMO er innbyggð aðgangsstýring á öllum gögnum . Hægt er að stýra með nákvæmum hætti hverju notendur hafa aðgang að . Notandi hefur aðeins aðgang að þeim gögnum sem honum er veitt sérstök heimild til að skoða . PMO býður einnig upp á sérhæfðar aðgangsstýringar eins og lesaðgang og fulltrúaaðgang . Með lesaðgang getur notandi aðeins skoðað gögn en ekkert skráð . Með fulltrúaaðgang getur notandi aðeins skráð fyrir hönd annarra notanda sem kemur t.d. að gagni fyrir ritara og annað aðstoðarfólk . PMO gætir ávallt að innbyrðis samræmi sé á allri skráningu í kerfinu . Dæmi um þetta er að skráningu í sjúkraskrá er ekki hægt að aðskilja frá auðkenni sjúklings . Ef reynt væri til dæmis að eyða sjúkling úr kerfinu kemur varnagli í veg fyrir að það sé hægt ef gögn eru skráð í sjúkraskrá viðkomandi . Skráningu er heldur ekki hægt að aðskilja frá eiganda gagnanna / auðkenni þess sem skráði . Í PMO eru þúsundir slíkra reglna og varnagla sem sannreyna í rauntíma að sérhver skráning fullnægi kröfum um rekjanleika og vensl gagna . PMO er hannað með hámarksupptíma í huga . Kerfið er hægt að setja upp og reka með 99,9% uppitíma . |
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands ( SÍ ) nk. mánudag , 13. janúar 2020 Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir áframhaldandi greiðsluþátttöku SÍ vegna sjúkraþjálfunar , þótt ekki … |
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands ( SÍ ) nk. mánudag , 13. janúar 2020 Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir áframhaldandi greiðsluþátttöku SÍ vegna sjúkraþjálfunar , þótt ekki sé samningur í gildi |
Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar hætta að starfa samkvæmt útrunnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands ( SÍ ) nk. mánudag , 13. janúar 2020 Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem tryggir áframhaldandi greiðsluþátttöku SÍ vegna sjúkraþjálfunar , þótt ekki sé samningur í gildi Тельма Dogg Рагнарсдоттир sjúkraþjálfari hefur störf HJA Sjúkraþjálfun ОСТРОВ THANN 1. október 2019 Hun útskrifaðist гипюра sjúkraþjálfari ОЛРЫ 2004 . аридный Привет Тельм Lauk meistaranámi í íþróttavísindum ог þjálfun FrA Háskólanum í Рейкьявик аридного 2013 . Hun hefur starfað með mörgum íþróttaliðum bæði í knattspyrnu ог körfubolta . Hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ árið 2004 . Sandra hefur víðtæka reynslu sem sjúkraþjálfari en áhugasvið hennar inniheldur m.a. meðhöndlun stoðkerfisvandamála á meðgöngu og endurhæfing eftir hana , meðhöndlun vandamála tengdum hryggsúlunni og forvarnir íþróttafólks . Við bjóðum Söndru velkomna í hópinn . |
Skær er nútímanleg leið til að viðhalda tilboðum , útsölum og fleiru frá verslunum , sem annars vegar væri prentað og dreift í póstkassann þinn . Einföld hönnun og stillingar gera þér kleyft að skoða og vista þessi tilboð á listann þinn , á þæginlegan og fljótlegan hátt í símanum þínum sem sparar þér bæði tíma og peninga |
Myndasýning Ragnar Axelsson og Oddsteinn Björnsson - 7. nóv . 1000 króna aðgangseyri Fyrsta söngæfing Söngfélags Skaftfellinga á nýju söngári var þriðjudaginn 10. september 2019 í Breiðfirðingabúð . . Æft er öll þriðjudagskvöld frá kl. 20 - 22 í Breiðfirðingabúð . Miðað verður við að hittast eftir kvöldmat c.a. 19:30 . Beygt er austan við Rauðavatn þar sem merktur er afleggjari 408 Heiðmörk og keyrður sá vegur fram hjá afleggjara að Elliðavatnsbænum og austur að skilti sem stendur á Hraunslóð og þaðan er 1,6 km að reitnum . |
Starfsemi félagsins fer fram í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 . |
Í tengslum við Dagar myrkurs á Austurlandi munu listamennirnir Ioana Popovici ( RO ) , Michala Paludan ( DK ) og Rasmus Røhling ( DK ) , sem dvelja um þessar mundir í gestavinnustofu Skaftfells , bjóða upp á listamannaspjall og kynna úrval af eldri verkum auk verka sem þau eru að vinna að . Þau munum veita gestum innsýn inn í hvers vegna Seyðisfjörður varð fyrir valinu og hvernig þau nýta tímann sinn hérna við sköpun sína . Spjallið fer fram á ensku og verður haldið í listamannaíbúð Skaftfells á efstu hæð , Austurvegi 42 . Boðið verður upp á kaffi , te og kex og eru allir velkomnir ! |
Lögð var áhersla á endurunnið efni . Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla . Nánarum verkefnið . Nánar um verkefnið . Landslag og hljóðmyndir hverfðist um útilstaverkið og hljóðskúlptúrinn Tvísöng á Seyðisfirði eftir þýska listamanninn Lukas Kühne . Farandlistsmiðjan , Munnleg geymd og kortlagning minninga , fór fram í október 2016 undir leiðsögn Ragnheiðar Maísól Sturludóttur . Nánar um verkefnið . Skaftfell bauð nemendum í 5. - 7. bekk í leiðsögn um sýninguna „ Hnallþóra í sólinni “ sem hafði að geyma grafík - og bókverk eftir svissneska listamanninn Dieter Roth . Sýning er lokaafrakstur af árlegu námskeiði sem hefur verið haldið í Skaftfelli frá 2001 , á vegum Listaháskóla Íslands , Dieter Roth Akademíunnar og Tækniminjasafnsins . Tveir leiðbeinendur fóru 13 skóla og alls tóku 130 nemendur þátt í námskeiðinu í 7. - 10. bekk . Kistillinn fór í alla grunnskólanna á Austurlandi og fékk mjög góðar viðtökur . |
Vesturveggur gallerí , Skaftfell Bistró , 26. okt – 14. nóv 2019 . Opnunartími : daglega frá 15:00 til 22:00 , eða þar til bistróið lokar . Ioana Popovici er danshöfundur , flytjandi og hlutleikhúsleikari frá Rúmeníu , þar sem hún stundaði nám við leiklistar - og kvikmyndaháskólann í Búkarest . Frá árinu 2000 býr hún og starfar erlendis . Verk hennar hafa verið kynnt á hátíðum og galleríum í Evrópu , Bandaríkjunum , Mexíkó , Suður-Kóreu , Ísrael og Brasil , og sem dansari vann hún í samstarfi við nokkra alþjóðlega danshöfunda . Ioana hefur verið listamaður í búsetu á Skaftfelli allan október 2019 . Hún sýnir afrakstur nýlegra verka sinna á Seyðisfirði í þessari stuttu sýningu í Galleríi Vesturveggur . „ Þegar ég ráfaði um Seyðisfjörð uppgötvaði ég sérstakan heim sem var falinn í skrapagarði á staðnum . Heimur fargaðra hluta sem voru einu sinni ómissandi , eins konar elliheimili fyrir bíla , báta og skrýtna hluti . Blettur af rotnun og ryði , sem líkist okkar eigin braut sem tímabundnar verur og skilur eftir sig arfleifð úrgangs . Markmið mitt í þessu verkefni er ekki heimildarmynd , heldur tilraun til að trufla og endurlífga , með því að finna leiðir til að blanda auðn landslagið með snertingu af húmor , leik og fáránleika og setja það í önnur yfirgefin fórnarlömb – leikföng og matur . “ |
Elleftalistfræðsluverkefni Skaftfells nefndist Íslensk alþýðulist og var hluti af List fyrir alla og BRAS 2019 . Fengin var Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir , myndlistarkona og listkennari , til að þróa , hanna og kenna verkefnið . Aðstandendur Safnasafns veittu Guðrúnu bæði aðgang að upplýsingum og myndefni enda teljast þau til helstu sérfræðinga þegar kemur að íslenskri alþýðulist . Öllum grunnskólum innan SSA auk grunnskólanna á Þórshöfn , Raufarhöfn og í Öxarfirði var boðin þátttaka í verkefninu þeim að kostnaðarlausu . Samtals 14 skólar og 220 nemendur tóku þátt . Leiðbeinandinn ferðaðist í alla skólana og kenndi smiðjuna sem fól í sér um hálftíma kynningu og innlögn um alþýðulist þar sem nemendur fengu að kynnast hugtakinu og helstu listamönnum sem flokkast undir skilgreininguna auk verka þeirra . Í kjölfarið unnu nemendur , undir handleiðslu Guðrúnar , eitt af þremur verkefnum þar sem beittar eru aðferðir sem allar tengjast með einum eða öðrum hætti þekktum aðferðum alþýðulistamanna . Hver skóli hafði valið eitt þessara verkefna fyrirfram í samtali við fræðslufulltrúa Skaftfells . Verkefnin voru klippimyndir , pop-up myndir eða þrívíð form unnin úr dósum og töppum . Verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóð Austurlands , List fyrir alla og BRAS-Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi . |
Föstudaginn 17. janúar kl. 20:00 opnar sýningin Pressa í sýningarsal Skaftfells , Myndlistarmiðstöð Austurlands . Sýningin er afrakstur prentvinnustofu sem hófst 6. janúar 2020 og er haldin af Listaháskóla Íslands í samvinnu með Skaftfelli , FOSS editions og Tækniminjasafni Austurlands . Vinnustofan fer fram á Seyðisfirði og eru þátttakendur 14 nemendur úr ýmsum deildum innan Listaháskóla Íslands auk tveggja skiptinema . Með prentvinnustofunni gafst nemendunum tækifæri til að öðlast dýpri skilning á prentferlinu og kynnast lykilhugmyndum við útfærslu prentverka undir handleiðslu myndlistarmanna og sérfræðinga í grafík , þeim Sigurði Atla Sigurðssyni , Linus Lohmann og Litten Nystrøm . Á námskeiðinu unnu nemendur m.a. að því að koma upp silkiþrykkverkstæði frá grunni í Skaftfelli og vann hver þátttakandi fyrir sig að minnsta kosti eitt prentverk í ákveðnu upplagi en prentaðferðir hvers og eins voru mismunandi . Sýning þessi samanstendur af prentverkum nemendanna sem unnin voru á tímabilinu . |
Opnunartími yfir hátíðirnar í Bistróinu og sýningarsalnum eru eftirfarandi : Þorláksmessa : frá kl. 15:00 Aðfangadagur : LokaðJóladagur : LokaðAnnar í jólum : frá kl. 15:00 Gamlársdagur : LokaðNýársdagur : Lokað Alla aðra daga á milli jóla og nýárs er opið frá kl. 15:00 - 21:00 . Eldhúsið opnar kl. 16:00 og lokar kl. 21:00 . Skrifstofa Skaftfells á Öldugötu 14 er lokuð til 6. janúar . Opnunartími yfir árið , birt með fyrirvara Sumar : júní-ágúst Sýningarsalur Lokað Panta þarf einkaleiðsögn * * Lokað Tvísöngur Alltaf aðgengilegur * * * Aðgengilegur í góðri færð * Opnunartímar Bistrósins geta breyst með stuttum fyrirvara en eldhúsið lokar ávallt kl. 21:30 . Hafið samband fyrir nánari upplýsingar . * * Panta þarf einkaleiðsögn , [ email protected ] eða s : 472 1632 . |
Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Sveitarstjórn Skagabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 4. október 2019 að breyta aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 – 2030 á eftirfarandi hátt : Efnisnámur í löndum Syðra-Hóls og Höskuldsstaða , kallaðar Syðra-Hólsnáma ; auðkennd sem ES 26 og Höskuldsstaðanáma II auðkennd sem ES 27 á skipulagsuppdrætti , verði staðfestar . Námurnar eru á svæðum sem í gildandi aðalskipulagi eru skilgreind sem landbúnaðarsvæði . Þarna er gert er ráð fyrir vinnslu á um 40.000 rúmmetrum í Syðra-Hólsnámu og 25.000 rúmmetrum í Höskuldsstaðanámu II af malarefni til vegagerðar . Flatarmál námu ES 26 er 18.000 m 2 og námu ES 27 er 9.000 m 2 . Farið verði með málið skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 , þar sem um óverulega breytingu er að ræða . Gögn er varða breytinguna ; teikning og greinargerð með rökstuðningi , eru á uppdrætti og verða send Skipulagsstofnun til staðfestingar . Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til oddvita Skagabyggðar . Skagabyggð 18. október 2019 , Dagný Rósa Úlfarsdóttir Oddviti Skagabyggðar Samstarf hafið við Motus Á fundi sveitarstjórnar 4. október s.l. voru innheimtumál Skagabyggðar rædd og eftirfarandi ákveðið . Skagabyggð hefur ákveðið að taka upp samstarf við Motus um innheimtu gjalda sveitarfélagsins sem ekki greiðast á réttum tíma . Markmiðið með samstarfinu er að tryggja jafnræði meðal íbúa , halda kostnaði vegna innheimtu vanskilakrafna í lágmarki og tryggja hagkvæmni í rekstri . Kröfur eins og fasteignagjöld og sorphirðugjald munu því framvegis verða innheimtar rafrænt , í sitt hvoru lagi og reikningur verður ekki sendur út . Þeir sem óska eftir að fá reikning vegna sorphirðugjalda eru beðnir að hafa samband . Fjallskil verða héðan í frá gerð upp sér og munu kröfur fyrir þau einnig koma inn rafrænt . Þeir sem eiga inneign í fjallskilasjóðum munu fá endurgreiðslu . Á næstu dögum munu kröfur stofnast í heimabanka sem greiðsluseðlar en þeir sem óska eftir útprentun greiðsluseðils eru beðnir að hafa samband . Það er von sveitarfélagsins að íbúar sýni þessum breytingum skilning og geti alfarið komist hjá vanskilum . Ef einhverjar spurningar vakna , hafið samband við oddvita í síma 8482732 eða á [email protected] Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra Á fundi sínum þann 4. júní sl. samþykkti stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Samgöngu og innviðaáætlun Norðurlands vestra sem hefur verið í vinnslu frá því síðla árs 2018 . Í áætluninni forgangsraða heimamenn þeirri innviðauppbyggingu sem þeir meta brýnasta í landshlutanum . Áætlun þessa má finna í flipa hér til hliðar á síðunni . Um tilgang matsáætlunar Matsáætlun er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum . Senda skal athugasemdir fyrir 13. mars 2019 til Friðriks K. Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið [email protected] . Merkja skal athugasemdir : Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík – aukning á urðun . Að loknum kynningartíma verður lokið við tillögu að matsáætlun með tilliti til þeirra athugasemda sem berast og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum . Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Sveitarstjórn Skagabyggðar samþykkti á fundi sínum hinn 3. september 2018 að breyta aðalskipulagi Skagabyggðar 2010 – 2030 á eftirfarandi hátt : Efnisnáma í landi Hafna , kölluð Hafnarnáma og auðkennd sem ES - 25 á skipulagsuppdrætti , verði staðfest . Gögn er varða breytinguna , teikning og greinargerð með rökstuðningi , eru á uppdrætti og verða send Skipulagsstofnun til staðfestingar . Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Skagabyggðar 2010 - 2030 . Eftir kynningu á skipulagslýsingu verður deiliskipulagstillaga lögð fyrir skipulags - og byggingarnefnd og síðar sveitarstjórn og hún kynnt samkvæmt skipulagslögum nr. 123 / 2010 . |
Allt að komast í eðlilegt horf í Skagafirði 12.12.2019 Fréttir Rafmagn er aftur komið á meirihluta Skagafjarðar og stofnanir sveitarfélagsins eru að taka aftur við sér . Ráðhús sveitarfélagsins opnaði í dag þegar að rafmagn komst á að nýju í morgun . Skólastarf á Sauðárkróki er að komast í eðlilegt horf og voru bæði leik - og grunnskóli með kennslu í dag . Á Hofsósi og Hólum er víða þungfært . Starfsemi leikskóla hófst í dag og stefnt á eðlilega opnun á morgun föstudag . Öllu skólastarfi í Grunnskólanum austan vatna var aflýst í dag vegna ófærðar og er verið að skoða með skólastarf á morgun , föstudag . Eru foreldrar og forráðamenn barna beðnir um að fylgjast með tilkynningum þess efnis . Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum . |
Allt skólahald í leik - grunn - og tónlistarskóla Skagafjarðar fellur niður á morgun , þriðjudaginn 14. janúar . Vegna appelsínugulrar viðvörunar Veðurstofunnar hefur verið tekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik - grunn - og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun . Viðvörun þessi er í gildi fram til miðnættis annað kvöld og því útlit fyrir afar slæmt veður í öllum firðinum . Mikilvægt er að brýna fyrir íbúum að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu og í því sambandi minnt á að Veðurstofan spáir snjókomu og skafrenningi með lélegu skyggni og engu ferðaveðri |
Nú líður að jólum , hátíð ljóss og friðar , og flestir setja upp falleg jólaljós til að lýsa upp svartasta skammdegið og kveikja á kertum til að njóta birtunnar . Brunavarnir Skagafjarðar vekja athygli á því að mikilvægt er að gefa sér tíma í aðdraganda jólanna og athuga hvernig eldvörnum er háttað á heimilinu . |
Nú er komið að lokum ársins 2019 og munum við kveðja það með hefðbundnum hætti eins og vanalega með brennum og flugeldasýningum sem björgunarsveitirnar sjá um . Það eru fjórar áramótabrennur í Skagafirði og verður kveikt í þeim öllum kl 20:30 á gamlárskvöld . Almannavarnarnefnd Skagafjarðar fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að koma á fót starfshópi til að varpa ljósi á hinn gífurlega innviðabrest sem kom fram hér á landi í gjörningaveðrinu í síðustu viku . Munu einstakir viðbragðsaðilar innan almannavarnarnefndarinnar senda starfshópnum ítarleg erindi . |
Bókun sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar , 12. desember , um öryggi á raforku og höfnum . Á 391. fundi sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar , sem nú stendur yfir , var eftirfarandi bókun samþykkt . „ Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp hefur komið í Skagafirði og víðar á landinu í kjölfar óveðurslægðar sem gekk yfir landið fyrr í vikunni . Það ástand sem enn varir í mörgum byggðarlögum landsins er óboðlegt með öllu . Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 12.12. 2019 |
Fjölmenni á fyrirlestrinum " Sigrum streituna " Fyrirlesturinn " Sigrum streituna " með fyrirlesaranum Sölva Tryggvasyni var haldin í gær í sal Árskóla . Var þetta fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði og fór viðburðurinn fram úr björtustu vonum . Fyrirlesturinn var opinn öllum og mættu um 150 manns á viðburðinn . Fyrirlesturinn er byggður á bók sem Sölvi Tryggvason gaf út nýverið sem ber heitið " Á eigin skinni " þar sem Sölvi fer yfir þær aðferðir sem hann hefur prófað til að ná betri heilsu . Í byrjun fyrirlestrarins var verkefni Heilsueflandi Samfélag - Skagafjörður kynnt og rætt um framgang verkefnisins . Fulltrúar stýrihóps verkefnisins voru kynntir en í stýrihóp sitja : |
Íbúafundur á Sauðárkróki um verndarsvæði í byggð Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn á Sauðárkróki Boðað er til íbúafundar í fundarsal sveitarfélagsins í Húsi frítímans þriðjudaginn 21. nóvember kl 17 til kynningar á verkefninu verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki . Sveitarfélagið hlaut styrk frá Minjastofnun Íslands árið 2015 til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi . Verkefnið skiptist í húsakönnun , fornleifaskráningu og greinargerð þar sem metið er varðveislugildi og gerðir skilmálar um vernd og uppbyggingu innan svæðisins . Á þessum fyrsta íbúafundi um verkefnið verða kynntar tillögur um verndun norðurhluta gamla bæjarins á Sauðárkróki , farið yfir stöðuna og leitað samráðs við íbúa og eru áhugasamir hvattir til að mæta . Verkefnið byggist á lögum sem sett voru árið 2015 um verndarsvæði í byggð og er tilgangur þeirra að stuðla að verndun einstakra bæjarhluta í kaupstöðum og bæjum landsins með það að markmiði að vernda menningarsögulegt og listrænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomna tíð . |
Verður staðan skoðuð á morgun hvort lokanir verði einnig á miðvikudag . Fólk er hvatt til að sýna aðgát í veðrinu á morgun . |
Stefanía Sif ( lengst til vinstri ) ásamt meðlimum úr Kvenfélagi Sauðárkróks við nýja snyrtistólinn Meðlimir í Kvenfélagi Sauðárkróks komu færandi hendi á Dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki á dögunum og afhentu veglegan snyrtistól að gjöf . Að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur forstöðumanns Dagdvalar aldraðra mun stóllinn koma sér afar vel bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk Dagdvalar með mun bættri aðstöðu og þægindum , en stólinn er hægt að hækka og lækka og aðlaga eftir aðstæðum . Þá munu meðlimir og starfsfólk á Dvalarheimilinu einnig hafa aðgang að stólnum . Er Kvenfélagi Sauðárkróks færðar hugheilar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf . |
Nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki Ingi Vífill Guðmundsson nýr starfsmaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki Ingi Vífill Guðmundsson , hefur verið ráðinn á starfsstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki . Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir að Ingi Vífill hafi reynslu á rekstri sprotafyrirtæka og nýsköpunar á sviði markaðs - og kynningarmála . Hann sé með fjölbreytta menntun og er meðal annars grafískur hönnuður . Ingi Vífill hefur unnið að markaðssetningu á samfélagsmiðlum hjá aðilum eins og auglýsingastofunni ENNEMM , Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Hannesarholti . Frumkvöðla - og hönnunarhugsun er honum eðlislæg . Starfsstöð hans verður hjá Byggðastofnun . |
Skagafjörður tekur við útnefningu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015 29.10.2015 Fréttir Laufey Skúladóttir og Laufey Haraldsdóttir taka við útnefningunni frá Ólöfu Ýr Atladóttur ferðamálastjóra fyrir hönd Skagafjarðar . Á Ferðamálaþingi sem haldið var á Akureyri í gær , miðvikudaginn 28. október , tóku fulltrúar frá Sveitarfélaginu Skagafirði á móti útnefningu Ferðamálastofu sem EDEN gæðaáfangastaður Íslands 2015 . Ferðamálastofa er fyrir Íslands hönd aðili að verkefninu , sem stendur fyrir „ European Destination of Excellence “ . Markmið verkefnisins er að vekja athygli á gæðum , fjölbreytileika og sameiginlegum einkennum Evrópskra áfangastaða og kynna til sögunnar nýja , lítt þekkta , áfangastaði vítt og breitt um Evrópu þar sem áhersla er lögð á ferðaþjónustu í anda sjálfbærni . Þema ársins 2015 var matartengd ferðaþjónusta . Á Ferðamálaþinginu var farið yfir hina ýmsu þætti ferðaþjónustu , umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru afhent ásamt því að afhentar voru viðurkenningar fyrir fyrsta og annað sæti í samkeppninni um gæðaáfangastaðinn 2015 . Það var Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri sem afhenti verðlaunin . Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar - og viðskiptaráðherra ávarpaði þingið og margir áhugaverðir fyrirlesarar fluttu erindi . |
Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu 30.10.2019 Fréttir Skagfirskar leiguíbúðir hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúða í almenna íbúðaleigukerfinu . Um er að ræða tvær tveggja herbergja og sex þriggja herbergja íbúðir að Laugatúni 21 , 23 , 25 og 27 á Sauðárkróki . Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. með byggingu almennra íbúða er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga , sem eru undir tekju - og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu , með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda . Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52 / 2016 . Almennum íbúðum er úthlutað til þriggja ára í senn samkvæmt forgangsröðun Skagfirskra leiguíbúða hses . Stjórn Skagfirskra leiguíbúða hses. úthlutar íbúðunum eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir . |
Skólahaldi aflýst og íþróttamannvirki lokuð í sveitarfélaginu í dag og á morgun 10.12.2019 Fréttir Kort af veðurspá kl 20 í kvöld . Mynd : vedur.is Allt skólahald fellur niður í leik - og grunnskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði í dag , þriðjudag og á morgun , miðvikudag . Þá verða öll íþróttamannvirki í sveitarfélaginu einnig lokuð í dag og á morgun . Útlit er fyrir hið versta veður og biðlar lögreglan á Norðurlandi vestra til fólks að halda sig heima . |
Starf sviðsstjóra veitu - og framkvæmdasviðs laust til umsóknar Starf sviðsstjóra veitu - og framkvæmdasviðs er laust til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Skagafirði . Á veitu - og framkvæmdasviði starfa um 25 manns að fjölbreyttum verkefnum ; hita - og vatnsveitu , viðhaldi - og nýbyggingu fasteigna , gatnagerð , fráveitu , umhverfis - og hreinlætismálum o . fl . Helstu verkefni sviðsstjóra eru yfirumsjón með veitu - og framkvæmdamálum sveitarfélagsins , hafa umsjón með útboðum og verksamningum , stefnumótun sviðsins og sveitarfélagsins í heild í samstarfi við yfirstjórn . Einnig samskipti og upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa , viðskiptavina og íbúa . Gerð er krafa um verk - eða tæknifræðimenntun sem nýtist í starfi , þekkingu eða reynslu af stjórnun og rekstri , frumkvæði og metnað , forystu - og skipulagshæfileika ásamt hæfni í mannlegum samskiptum og góðri tungumála - og tölvukunnáttu . Umsókn ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skal skila í íbúagátt sveitarfélagsins en umsóknarfrestur er til og með 23. desember næstkomandi . Nánari upplýsingar um starfið veita Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri [email protected] og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu - og framkvæmdasviðs [email protected] einnig er hægt að hafa samband við þá í síma 455 6000 . Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttafélag og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst . |
Óveður síðastliðinna daga skildi eftir sig mikinn snjó í Skagafirði og er því við hæfi að benda fólki á hvernig snjómokstri er háttað í héraðinu . Vegagerðin sér alfarið um mokstur á þjóðvegi 1 , Sauðárkróksbraut , Þverárfjallsvegi , Siglufjarðarvegi frá Sauðárkróksbraut og frá Siglufjarðarvegi heim í Hóla sem eru mokaðir daglega . Sveitarfélagið greiðir fyrir tvo mokstra á heimreiðum á hverjum vetri . Hér að neðan má einnig sjá auglýsingu um snjómokstur : |
Frá UTÍS ráðstefnu í Árskóla 2015 Mynd : Ingvi Hrannar Ut starfsdagur verður haldinn í Árskóla á Sauðárkróki á morgun , fimmtudaginn 7. nóvember . Um er að ræða endurmenntunardag fyrir alla starfsmenn grunnskólanna í Skagafirði sem haldinn er samhliða UTÍS ráðstefnu sem Ingvi Hrannar Ómarsson er höfundur að og orðin er árlegur viðburður á Sauðárkróki . Vegna ráðstefnunnar koma hingað til lands ýmsir erlendir sérfræðingar í tækni og skólamálum og stýra vinnustofum fyrir starfsfólk skólanna á endurmenntunardegi þeirra á morgun . Einnig er um að ræða svokallaðar menntabúðir þar sem starfsfólk grunnskólanna og framhaldsskólans deilir af reynslu áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum sem unnið er með í skólunum . Dagurinn endar á spennandi örkynningum um ýmiss öpp og verkfæri sem nýtt eru í skólastarfi . |
Vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppni Félags ferðaþjónustunnar Vinningsmyndin Messa í Ábæjarkirkju . Mynd : Katrín Magnúsdóttir . Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum . Listrænt : Ernan úr lofti , höfundur Norbert Ferencson . 5 . Landslag : Sólsetur , höfundur Einar Gíslason . Verðlaunin sem vinningshafarnir fengu voru vegleg en leitað var til nokkurra fyrirtækja með verðlaun . 1238 Battle of Iceland gaf þrjú gjafabréf fyrir tvo á sýndarveruleikasýningu . Sölvanes , Birkihlíð , Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá framleiðendum Beint frá býli / matur úr héraði . Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vill koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda , dómara og fyrirtækja sem styrktu verkefnið með verðlaunum . Hér má sjá vinningsmyndirnar : Messa í Ábæjarkirkju , höfundur Katrín Magnúsdóttir . Ernan úr lofti , höfundur Norbert Ferencson . |
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum . Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt . Veitt voru verðlaun í fimm flokkum og varð niðurstaðan eftirfarandi : 1 . Mannlíf : Messa í Ábæjarkirkju , höfundur Katrín Magnúsdóttir 2 . Listrænt : Ernan úr lofti , höfundur Norbert Ferencson 3 . Ljós í myrkri : Grafarkirkja , höfundur Norbert Ferencson 4 . Hestar : Hestur að sprella , höfundur Christoph Dorsch 5 . Landslag : Sólsetur , höfundur Einar Gíslason . Dómarar keppninnar voru Óli Arnar Brynjarsson , Hjalti Árnason og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson . Verðlaunin sem vinningshafarnir fengu voru vegleg en leitað var til nokkurra fyrirtækja í með verðlaun . Skrautmen gaf löber og taupoka . Hilma - Hönnun og handverk gaf hringtrefil . Lýtingsstaðir gaf 2 klukkustunda hestaferð fyrir tvo . Sölvanes , Birkihlíð , Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá framleiðendum Beint frá býli / matur úr héraði . Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vill koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda , dómara og fyrirtækja sem styrktu verkefnið með verðlaunum . Hér má sjá vinningsmyndirnar . Nemendur og starfsfólk Árskóla fóru í sína Árlegu gleðigöngu þann 31. maí . Teymt var undir börnum á hestbaki , skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn . Ingó töframaður sýndi töfrabrögð , ungum sem öldnum til mikillar gleði . Tréð var sem fyrr gjöf frá Kongsberg í Noregi , vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar . Börn frá Grunnskólanum austan Vatna og barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla sungu , einnig Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flutti hátíðarávarp . Jólasveinarnir létu sig svo að sjálfsögðu ekki vanta . |
Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Rípurhrepps vegna jólaballskemmtunar í Hegranesi 2018 , frá 8. nóvember 2018 , þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólaballskemmtun . Atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð 50.000 kr. sem tekin er af lið 05713 á árinu 2018 . 3 . Jólaball Miðgarði styrkbeiðni Tekið fyrir erindi frá Kvenfélögum Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps vegna jólatrésskemmtunar í Miðgarði í Varmahlíð 2018 , frá 15. nóvember 2018 , þar sem óskað er eftir styrk til að halda árlega jólatrésskemmtun . Atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd samþykkir að veita styrk til skemmtunarinnar að upphæð kr. 50.000 kr. , sem tekin skal af lið 05713 á árinu 2018 . Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 ( menningarmál ) á árinu 2019 . Atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs . 8 . Fjárhagsáætlun 2019 - málaflokkur 13 - AMK nefnd Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 ( atvinnumál ) á árinu 2019 . Atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs . Í samræmi við viljayfirlýsingu um samstarf við framkvæmd á verkefninu Ræsing Skagafjörður samþykkir atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd að auglýst verði samkeppni um viðskiptaáætlanir vegna nýsköpunar . Kynnt var niðurstaða könnunar sem gerð var í héraðinu um áhuga og viðhorf til Lummudaga þar beðið var um hugmyndir frá íbúum um umgjörð og viðburði . Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar forsvarsmönnum Lummudaga . 11 . Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2018 - 2019 Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneyti , dagsett 23. nóvember 2018 varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2018 / 2019 . Er skorað á sjávarútvegsráðuneytið að snúa þessari þróun við og auka veiðiheimildir handa bátum sem gera út frá Hofsósi . |
Friðrik Margeir Friðrikssonsviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármálasviðs Heba Guðmundsdóttirverkefnastjóri Fundargerð ritaði : Sigfús Ólafur GuðmundssonVerkefnastjóri Samþykkt með öllum atkvæðum að taka fyrir mál 1912208 á dagskrá með afbrigðum . 1 . Mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga Tekin fyrir beiðni frá Berglindi Þorsteinsdóttur , safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga , um mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga , dagsett 21.10.2019 . Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið . Atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd samþykkir að stofna starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds á Sauðárkróki á vegum Byggðasafns Skagfirðinga . Starfshópinn skipa Sigríður Magnúsdóttir , Berglind Þorsteinsdóttir , Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir . Drög að safnstefnu Byggðasafns Skagfirðinga 2019 - 2023 kynnt og verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar . 2 . Styrkbeiðni vegna jólaballs Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps dagsett 06.12.2019 . Atvinnu - , menningar - , og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps um fjárhæð 50.000 kr . Tekið af málaflokki 05713. 3 . Styrkbeiðni - Jólaball í Fljótum Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Jólatrésnefnd Fljóta 2019 dagsett 26.11.2019 . Atvinnu - , menningar - , og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 50.000 kr . Tekið af málaflokki 05713. 4 . Styrkbeiðni vegna jólaballs á Hofsósi Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 20.12.2019 . Atvinnu - , menningar - , og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 50.000 kr . Tekið af málaflokki 05713. 5 . Styrkbeiðni vegna jólaballs Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 04.12.2019 . Atvinnu - , menningar - , og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 50.000 kr . Tekið af málaflokki 05713. 6 . Styrkbeiðni vegna jólaballs - kvennfélag Staðarhrepps Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 12.12.2019 . Atvinnu - , menningar - , og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um 50.000 kr . Tekið af málaflokki 05713. 7 . Styrkbeiðni 80 ára afmælishóf kvenfélagsins Framtíðar Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framtíðin í Fljótum vegna 80 ára afmælishátíðar sem haldin var 1. desember sl . Atvinnu - , menningar - og kynningarnefnd óskar kvenfélaginu til hamingju með afmælið og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 80.000 kr vegna hátíðarhaldanna . Tekið af málaflokki 05890. 8 . Styrkbeiðni vegna jólaballs 2019 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbnum Björk og Lionsklúbbs Sauðárkróks dagsett 23.12.2019 . Atvinnu - , menningar - , og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 50.000 kr . Tekið af málaflokki 05713 . |
600. fundur 22. ágúst 2012 kl. 09:00 - 11:11 í Ráðhúsi , Skr . Nefndarmenn Stefán Vagn Stefánssonformaður Jón Magnússonaðalm . Þorsteinn Tómas Broddasonáheyrnarftr . Ásta Björg Pálmadóttirsveitarstjóri Margeir Friðrikssonsviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármálasviðs Fundargerð ritaði : Margeir Friðrikssonsviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármálasviðs 1 . Aðalfundarboð 2012 Lagt fram aðalfundarboð vegna Gagnaveitu Skagafjarðar ehf . Byggðarráð staðfestir heimild Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum . 2 . Aðalfundarboð 2012 Lagt fram aðalfundarboð vegna Skagafjarðarveitna ehf . Byggðarráð staðfestir heimild Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum . 3 . Áskorun til sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi Lagðar fram áskoranir frá íbúum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi , þar sem skorað er á sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að sýna kjark og taka aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar þar sem Blöndulína 3 verði tekin út af aðalskipulagi sem loftlína og þess í stað lögð í jörð . Þannig eru neikvæð áhrif framkvæmdarinnar lágmörkuð og þjóðhagsleg hagkvæmni hámörkuð . Byggðarráð vísar í eftirfarandi bókun frá 290. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2012 : " Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér frummatsskýrslu Landsnets vegna Blöndulínu 3 . Í skýrslunni eru tvær leiðir metnar þó svo að á fyrri stigum máls hafi sveitarstjórn bent á aðra möguleika í leiðarvali og framkvæmdakosti , svo sem að leggja línu í jörð , í að minnsta hluta til , aðrar stauragerðir loftlína , frekari rökstuðning fyrir áætluðu spennustigi og fleiri þætti sem krefðust meiri umfjöllunar . Því miður eru þeir , og aðrir kostir í leiðarvali ekki metnir með fullnægjandi hætti í umræddri skýrslu . Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til og er í því vísað til þingskjals 748 frá 1. febrúar 2012 um skipun nefndar á vegum iðnaðar - og umhverfisráðuneytisins sem móta á stefnu um lagningu raflína í jörð . Óráðlegt er að taka afstöðu til leiðarvals og málsins á meðan nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu . Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval , og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð . Byggðarráð áréttar jafnframt að sveitarstjórnarmenn hafa gert skýlausa kröfu til stjórnar og forsvarsmanna Landsnets að skoðaðir verði að fullri alvöru aðrir valkostir um legu Blöndulínu 3 svo sem með jarðstrengjum og öðrum línuleiðum . Þessir valkostir verða meðal annars teknir til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun nýsamþykkts aðalskipulags . 4 . Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - 31090 Nýframkv . v . Árskóla Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 vegna viðbyggingar við Árskóla , hönnun og framkvæmdir . Gerð er tillaga til sveitarstjórnar um að hækka fjárfestingarlið eignasjóðs um 170.000.000 kr. og útgjöldunum verði mætt með nýrri lántöku . Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn . 5 . Videosport - umsagnarbeiðni um tímabundna lengingu opnunartíma Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Videósports ehf. um tímabundinn flutning á vínveitingaleyfi sínu , í veitingatjald við Loðskinn ehf , Borgarmýri 5 , Sauðárkróki , föstudaginn 24. ágúst og laugardaginn 25. ágúst 2012 vegna tónlistarhátíðarinnar Gærunnar . Einnig er óskað eftir því að fá að hafa veitingastaðina Kaffi Krók og Mælifell opna til 04:00 aðfararnótt laugardagsins 24. ágúst og aðfararnótt sunnudagsins 25. ágúst n.k.Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina . Farið yfir vinnuferli og frumforsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013 . 7 . Auglýsing sviðsstjóri Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra framkvæmda - og veitusviðs laust til umsóknar . Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. 8 . Byggingarnefnd Árskóla - 9 Fundargerð byggingarnefndar Árskóla lögð fram til staðfestingar á fundi byggðarráðs 23. ágúst 2012 . 8.1 . Byggingaframkvæmdir við Árskóla Afgreiðsla 9. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 600. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum . Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lýsir yfir undrun og áhyggjum að gögn sem snúa að byggingu Árskóli hafi verið haldið frá byggðarráði svo sem fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna framkvæmdanna . Ósk um eðlilegan aðgang að gögnum hefur legið fyrir hjá formanni byggðarráðs svo vikum skiptir . Eðlilegt væri að umrædd gögn væru ekki einungis aðgengileg fyrir sveitarstjórnarfulltrúa , heldur einnig fyrir íbúa sveitarfélagsins . Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - júlí 2012 . |
Friðrik Margeir Friðrikssonsviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármálasviðs Sigfús Ingi Sigfússonsveitarstjóri Fundargerð ritaði : Margeir Friðrikssonsviðsstjóri stjórnsýslu - og fjármálasviðs Bjarni Jónsson tók þátt í fundinum símleiðis sökum veðurs og ófærðar . 1 . Auglýsing sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs Hrefna Gerður Björnsdóttir mannauðsstjóri sveitarfélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti að umsóknarfrestur er útrunninn og sex umsóknir hafi borist . Byggðarráð samþykkir að fela mannauðsstjóra og sveitarstjóra að fá ráðgjafa frá Capacent til að fara yfir umsóknir um starf sviðsstjóra veitu - og framkvæmdasviðs . 2 . Tillaga um vettvangsferð Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni ( BL ) : " Byggðarráð samþykkir að fara í vettvangsferð í Hofsós til þess að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1 . Byggðarráð vill jafnframt óska eftir að fá að hitta íbúa sem þurft hafa að yfirgefa heimili sitt , og ræða við þau um stöðu mála . " Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar . Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf . Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni ( BL ) : " Byggðarráð óskar eftir að fá fund með forsvarsmönnum N1 til að ræða stöðu mála vegna leka á tanki í Hofsós . Jafnframt óskar byggðarráð eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa svæðisins til að ræða sama mál . " Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar . Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf . Ólafur Bjarni Haraldsson ( BL ) leggur fram svohljóðandi fyrirspurn : " Hvaða úrræði hefur sveitarfélagið fyrir fólk sem skyndilega missir heimilið sitt eða þarf að yfirgefa heimilið sitt án nokkurs fyrirvara ? " Svar byggðarráðs er eftirfarandi : Sveitarfélaginu ber skylda til þess að veita fjölskyldum og einstaklingum , sem ekki eru færir um það sjálfir , úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 49 / 1991 . Sjá trúnaðarbók . 6 . Umsagnarbeiðni ; þingsályktunartillögur um samgönguáætlanir 2020 - 2024 og 2020 - 2034 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis . Umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024 , 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034 , 435. mál . Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn fyrirliggjandi umsögn . 7 . Samráð ; Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis - og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 317 / 2019 , " Drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð " . Umsagnarfrestur er til og með 15.01.2020 . Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samráði við önnur sveitarfélög á Norðurlandi vestra sem eiga hagsmuni að gæta . 8 . Samráð ; Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis - og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 318 / 2019 , " Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða " . Umsagnarfrestur er til og með 15.01.2020 . 9 . Samráð ; Skýrsla um jarðstrengi í flutningskerfi raforku Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. desember 2019 þar sem atvinnuvega - og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 309 / 2019 , " Skýrsla um jarðstrengi í flutningskerfi raforku " . Umsagnarfrestur er til og með 13.01.2020 . 10 . Samráð ; Landsáætlun í skógrækt - drög að lýsingu Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2019 þar sem umhverfis - og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 310 / 2019 , " Landsáætlun í skógrækt - drög að lýsingu " . Umsagnarfrestur er til og með 31.01.2020 . 11 . Smráð ; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 71998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ( EES-reglur , hringrásarhagkerfi , plastvörur ) ? . Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem umhverfis - og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 324 / 2019 , " Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 7 / 1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir ( EES-reglur , hringrásarhagkerfi , plastvörur ) " . Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2020 . 12 . Samráð ; Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 401991 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 320 / 2019 , " Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 40 / 1991 " . Umsagnarfrestur er til og með 22.01.2020 . 13 . Samráð ; Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs ( EES-innleiðing ) Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. desember 2019 þar sem umhverfis - og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 329 / 2019 , " Frumvarp - breyting á lögum um meðhöndlun úrgangs ( EES-innleiðing ) " . Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2020 . 14 . Samráð ; Rannsóknarnefnd almannavarna Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. desember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 326 / 2019 , " Rannsóknarnefnd almannavarna " . Umsagnarfrestur er til og með 10.01.2020 . |
Félags - og tómstundanefnd Skagafjarðar Fundur 67 – 20.09.2005 Ár 2005 , þriðjudaginn 20. september var haldinn fundur í Félags - og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu . Mættir : Ásdís Guðmundsdóttir , Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir . Af hálfu starfsmanna : Gunnar M. Sandholt , María Björk Ingvadóttir , Aðalbjörg Hallmundsdóttir og Rúnar Vífilsson . Erindi varðandi íþróttaiðkun eldri borgara Trúnaðarmál Húsnæðismál Styrkur vegna landsliðsferðar Lögð fram að nýju styrkbeiðni frá Farskólanum , Stéttarfélögum á Norðurlandi vestra og Byggðasamlagi um málefni fatlaðra vegna námskeiðs fyrir starfsmenn málefna fatlaðra og heimaþjónustu , sbr. fundur 28.6.2005 . Forvarnasamstarf við FNV og RKÍ Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum , umræða um reglur og upphæðir Endurskoðun fjárhagsáætlunar . Önnur mál Afgreiðslur : Lagt fram erindi frá Þreksport varðandiheilsurækt eldri borgara . Ákveðið að ræðavið Félag eldri borgara um framkvæmd og að taka málið fyrir að nýju Samþykkt 3 erindi í þremur málum . Kynntar eftirtaldar úthlutanir , sjá trúnaðarbók : Grenihlíð 26 , 3 herb . ; Víðimýri 10 , 3. herb . og Laugatún 7 , 4. herb . Samþykkt að veita styrk að upphæð 30.000 kr. vegna landsliðsferðar Gauta Ásbjörnssonar . Málið rætt , sviðsstjóra falið að leggja fram kostnaðartölur við slíkt námskeiðshald fyrir sveitarfélagið á næsta fundi og undirbúa aðra aðkomu starfsmanna sveitarfélagsins að málinu . ÁG sat hjá . Formaður gerir grein fyrir samráði við RKÍ og FNV . Aðilar munu þróa áfram hugmyndir um samstarf . Fyrir liggur erindi frá dagmóður sem sækir um niðurgreiðslu vegna eigin barns . Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir slíkri niðurgreiðslu , en nefndin hyggst skoða það mál nánar , jafnframt sem nefndin ákveður að taka reglurnar í heild sinni til endurskoðunar . Lækkun útgjalda er á félagsmálaliðum í heild , einkum vegna minni fjárhagsaðstoðar en áætlað var , en hækkun á launaliðum vegna nýrra kjarasamninga . Hækkun á gjaldaliðum íþrótta - og æskulýðsmála er vegna kjarasamninga . Nefndin telur ekki svigrúm til að mæta auknum útgjöldum með breytingum á starfseminni svo seint á fjárhagsárinu , en mun skoða leiðir til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar . |
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 Viðbrögð við umsögnum um skipulags - og matslýsinguSkipulags - og matslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana . Kynningartími var frá 13. nóvember 2019 til 23. desember 2019 og alls bárust 16 umsagnir . Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar umsagnir og mun vinna með þær í áframhaldandi skipulagsvinnu í samræmi við eftirfarandi viðbrögð . 1 . UMSÖGN SKAGABYGGÐARSveitarfélagamörkSkagabyggð telur ótækt að sveitarfélagið Skagafjörður endurskoði aðalskipulag sitt og samþykki það , án þess að ganga frá sveitarfélagamörkum við Skagabyggð . Hér er vísað til máls sem lengi er búið að veltast í kerfinu . Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar eftir fundi með fundi með fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi sveitarfélagsmörkin og vísar í bréf sem sent var til Skagafjarðar í mars 2014 . Sveitarstjórn Skagabyggðar telur mikilvægt að sátt náist um sveitarfélagamörkin og að sveitarfélagið Skagafjörður taki tillit til þeirra gagna sem vísað er í bréfi Skagabyggðar frá 2014 . ViðbrögðSkipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi upplýsingar um sveitarfélagamörk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og aðliggjandi sveitarfélaga . Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður unnið að því að skýra sveitarfélagamörk , þar sem niðurstaða liggur fyrir . Fram að því mun Sveitarfélagið birta í skipulagsgögnum „ mörk óviss “ þar sem það á við . 2 . UMSÖGN SVEITARFÉLAGSINS SKAGASTRANDARSveitarfélagamörkVegna beiðni um umsögn áréttar sveitarfélagið Skagaströnd erindi frá 2014 sem snýr að sveitarfélagamörkum . Vísað er til þess að ágreiningur sé um mörkin milli Þrívörðuhóls og Vestara Þverfells í Skagaheiði . ViðbrögðSkipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi upplýsingar um sveitarfélagamörk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og aðliggjandi sveitarfélaga . Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður unnið að því að skýra sveitarfélagamörk , þar sem niðurstaða liggur fyrir . Fram að því mun Sveitarfélagið birta í skipulagsgögnum „ mörk óviss “ þar sem það á við . 3 . UMSÖGN LANDGRÆÐSLUNNARLandgræðslan telur að í skipulags - og matslýsingu séu lögð drög að umfjöllun um þau viðfangsefni sem snerta verksvið stofnunarinnar við gerð aðalskipulagsins . Sérstaklega er ánægjulegt að sjááform er varða umfjöllun um jákvæð loftslagsáhrif landgræðsluaðgerða , en í sveitarfélaginu er mikill fjöldi þátttakenda í verkefnum Landgræðslunnar og mikil tækifæri með endurheimt vistkerfa . Landgræðslan gerir ekki athugasemdir við skipulags - og matslýsinguna en er reiðubúin til að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf um þá þætti er að verksviði hennar snúa , um jarðvegs - og gróðurvernd , uppgræðslu , endurheimt votlendis , varnir gegn landbroti og sjálfbæra nýtingu lands , sé þess óskað . ViðbrögðSkipulagsnefnd þakkar fyrir boð Landgræðslunnar um upplýsingar og ráðgjöf um jarðvegs - og gróðurvernd , uppgræðslu , endurheimt votlendis , varnir gegn landbroti og sjálfbæra nýtingu lands , og mun leita til stofnunarinnar við framvindu skipulagsvinnunnar . 4 . UMSÖGN UMHVERFISSTOFNUNAR 4.1 HeimsmarkmiðÍ lýsingu kemur fram að stuðst verður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við stefnumörkun sveitarfélagsins og telur Umhverfisstofnun það jákvæða nálgun . Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi verndun á vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar , vistgerðir sem hafa verndargildi , búsvæði fugla þá sérstaklega ábyrgðartegunda Íslands og fugla á válista o.fl. með sjálfbæra þróun að leiðarljósi . ViðbrögðSveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi ofangreind viðfangsefni sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar . Stefnan mun byggja á inntaki náttúruverndarlaga . Þá vill skipulagsnefnd vísa í þá nálgun og stefnu sem kom fram í aðalskipulagsbreytingum sem staðfest var á síðasta ári , en þar er lögð áhersla á vistkerfi , vistgerðir , búsvæði fugla og sérstaka vernd . Áfram verður unnið á þessari braut við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins . 4.2 Svæði á náttúruminjaskráUmhverfisstofnun telur mikilvægt að fjallað sé um friðlýst svæði í greinargerð skipulagstillögunnar og þau sýnd á uppdrætti sbr. skipulagsreglugerð nr. 90 / 2013 . Umhverfisstofnun telur nauðsynlegt að deiliskipulagstillögur innan friðlýstra svæða séu unnar í samstarfi við Umhverfisstofnun þar sem stofnunin annast umsjón og rekstur á friðlýstum svæðum og veitir leyfi til framkvæmda á þeim . ViðbrögðÍ skipulagsgögnum , greinargerð og uppdráttum , verður gerð grein fyrir svæðum á náttúruminjaskrá í samræmi við skipulagsreglugerð og lögum um náttúruvernd . Gerð verður grein fyrir þeim skilmálum sem þar gilda , þ.m.t. leyfisveitingar . Skipulagsnefnd mun setja skilmála varðandi deiliskipulagsvinnu á friðlýstum svæðum sem taka til samráðs við Umhverfisstofnun . 4.3 Sérstök verndUmhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi vernd þeirra vistkerfa og jarðmyndana sem falla undir 61. gr. náttúruverndarlaganna og hvernig stefnan sé í samræmi við ákvæði þeirra . Í lýsingunni kemur fram að viðfangsefni tillögunnar sé m.a. að skilgreina aðgerðir til kolefnisbindingar , svo sem með skógrækt , landgræðslu og endurheimt votlendis . Stofnunin bendir á að skógrækt og landgræðsla geti haft neikvæð áhrif á jarðminjar , mikilvægar vistgerðir , búsvæði fugla og ásýnd svæða . ViðbrögðSveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi sérstaka vernd skv. lögum um náttúruvernd . Þá vill skipulagsnefnd vísa í þá nálgun og stefnu sem kom fram í viðbrögðum við viðfangsefnið Heimsmarkmið hér að ofan . Við ákvörðun um aðgerðir vegna kolefnisbindingar mun sveitarfélagið leita samráðs við fagstofnanir , þ.m.t. Umhverfisstofnun og Landgræðsluna . Umhverfismat aðalskipulagsins mun fjalla um möguleg áhrif aðgerða á umhverfisþætti , sem kunna að verða fyrir áhrifum . 4.4 Óbyggð víðerniUmhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram með skýrum hætti í tillögunni hver stefna sveitarfélagsins er varðandi verndun óbyggða víðerna í sveitarfélaginu . ViðbrögðSveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi óbyggð víðerni , sem mun byggja á náttúruverndarlögum . Sveitarfélagið telur mjög mikilvægt að Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun ljúki við þá vinnu kortlagningu óbyggðra víðerna , þannig að ljóst sé hvar þau séu innan sveitarfélagsins . 4.5 VistgerðirUmhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi landnotkun á svæðum vistgerða með hátt verndargildi og búsvæðum fugla . ViðbrögðSveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi vistgerðir og búsvæði fugla , sem mun byggja á inntaki náttúruverndarlaga . Þá vísar skipulagsnefnd í þá nálgun og stefnu sem kom fram í viðbrögðum við viðfangsefnið Heimsmarkmið hér að ofan . 4.6 Búsvæði fuglaUmhverfisstofnun bendir á að innan sveitarfélagsins eru mikilvæg fuglasvæði skv. vistgerðarkorti NÍ , en þau eru í Tindastóli , Drangey , Málmey , Lundey og á Skaga og á láglendi Skagafjarðar . Umhverfisstofnun bendir á að á þessum svæðum eru fuglategundir sem eru forgangstegundir skv. Bernarsamningnum , á válista og ábyrgðartegundum Íslands . Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það kom fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi landnotkun á svæðum sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fugla . ViðbrögðSkipulagsnefnd vísar í ofangreind svör vegna vistgerða . 4.7 Vegir í náttúru ÍslandsUmhverfisstofnun bendir á að slík vegaskrá er háð samþykki Umhverfisstofnunar , þegar svæði liggja innan friðlýstra svæða eða annarra stjórnvalda þjóðgarða þegar við á . Umhverfisstofnun telur því mikilvægt að sveitarfélagið vinni tillöguna í samráði við Umhverfisstofnun á vinnslustigi aðalskipulagstillögunnar . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun vinna að vegaskrá um vegi í náttúru Íslands og eiga samráð við Umhverfisstofnun um þá vinnu . 4.8 FráveitaUmhverfisstofnun bendir á að öll fráveita skal vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798 / 1999 . Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að fjallað sé nákvæmlega um hver staða fráveitumála er í sveitarfélaginu , þar sem kæmi fram magn og umfang fráveitu , eðli hreinsivirkja og auk þess er mikilvægt að það komi fram hvert er ástand viðtakans . Einnig bendir stofnunin á , að ef þörf sé á úrbótum í fráveitumálum og þá þarf að koma fram hver stefna sveitarfélagsins sé varðandi endurbætur og hver tímarammi endurbóta sé . ViðbrögðÍ aðalskipulaginu verður byggt á fyrirliggjandi gögnum um stöðu fráveitumála og ástand viðtakans . Sveitarstjórn mun leggja fram tillögur í aðalskipulaginu um úrbætur , sé þess þörf , og þá hver sé tímarammi endurbóta . 4.9 Tillaga að framkvæmdaráætlun ( B-hluta ) Umhverfisstofnun vill benda á að innan sveitarfélagsins er svæði á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun ( B-hluta ) sem kallast Skagi , Drangey , Málmey og Láglendi Skagafjarðar . Tillagan hefur verið birt á heimasíðu stofnunarinnar og felur í sér mat á verndargildi þeirra svæða sem þar eru tilgreind . Það er mat stofnunarinnar að mikilvægt sé að hafa þær upplýsingar fyrir ofangreint svæði til hliðsjónar þegar skipulagsáætlunin er unnin , þegar áhrif á helstu umhverfisþætti eru metin og til að tryggja að verndargildi svæðisins rýni ekki . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun við mótun aðalskipulagsins og gerð umhverfismats þess , líta til þessara tillagna Náttúrufræðistofnunar um verndun svæðanna sem kallast Skagi , Drangey , Málmey og Láglendi Skagafjarðar 4.10 Stjórn vatnamálaUmhverfisstofnun bendir á að nú er unnið að innleiðingu laga nr. 36 / 2011 um stjórn vatnamála . Markmið laganna er að vernda vatn og vistkerfi þess , hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar . Jafnframt er lögunum ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar . Lögin taka til yfirborðsvatns og grunnvatns ásamt árósavatni og strandsjó , til vistkerfa þeirra og til vistkerfa sem tengjast þeim að vatnabúskap . Samkvæmt markmiðum laganna og reglugerðarinnar skulu vatnshlot vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu ástandi . Unnið er að því að skilgreina gæðaþætti og koma á kerfi til að meta ástand vatnshlota . Í vatnaáætlun munu verða sett umhverfismarkmið fyrir vatnshlotin sem miða að því að halda vatnsgæðum góðum . Umhverfisstofnun bendir á að m.a. efnistaka í ám og virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á vistformfræðilegt ástand áa . ViðbrögðSveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á vernd og sjálfbæra nýtingu vatnsauðlindarinnar og mun hafa þá áherslu til hliðsjónar við ákvörðun um landnotkun í sveitarfélaginu . Þá fagnar skipulagsnefnd því að brátt liggi fyrir ítarlegar upplýsingar um vatnshlot , þ.m.t. ástand þeirra . Það mun nýtast sveitarfélaginu vel í skipulagsgerð og ákvörðunum um framkvæmdir . 5 . LANDSNETLandsnet hefur farið yfir gögnin sem fylgdu erindinu og gerir ekki athugasemdir , en óskar eftir að fá tækifæri til að geta komið að athugasemdum síðar í skipulagsferlinu . ViðbrögðUmsögn krefst ekki viðbragða af hálfu skipulagsnefndar . 6 . NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUNNáttúrufræðistofnun hefur farið yfir lýsingu með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar og telur lýsinguna almennt vera greinargóða um þau atriði sem þarf að skoða í væntanlegu skipulagsferli . Á bls. 12 er fjallað um vindorku . Undanfarið hefur sífellt verið að skjóta upp nýjum hugmyndum um vindorkugarða og vill Náttúrufræðistofnun sérstaklega benda á , fyrir utan áhrif á landslag o.fl. , að vindorkusvæði séu ekki sett á aðalskipulag án ítarlegrar skoðunar á áhrifum á fugla og þá sérstaklega í tengslum við farleiðir fugla . Á bls. 15 er fjallað um loftslagsmál og þar undir að skoða eigi m.a. endurheimt votlendis , landgræðslu og skógrækt . Í þessu samhengi telur Náttúrufræðistofnun mikilvægt að stuðst sé við góð gögn , m.a. vistgerðarkort og fleira , til að greina og flokka land og móta þannig stefnu um hvaða land er heppilegast í hverju tilfelli . Í öllum tilfellum þarf að tryggja að áætlanir í loftslagsmálum þ.m.t. kolefnisjöfnun með skógrækt fari ekki á svig við vernd líffræðilegrar fjölbreytni . Einnig er mikilvægt að nota góð grunngögn til að flokka landbúnaðarland sem oft nær til stórra svæða sem ekki eru eiginleg ræktarlönd . Viðbrögð 6.1 VindorkaSveitarfélagið mun líta til margvíslegra þátta varðandi möguleika á nýtingu vindorku , þ.m.t. áhrif á landnotkun og umhverfi . Ólíklegt er þó að sveitarfélagið ráðist á þessu stigi í ítarlega skoðun á áhrifum á fugla og farleiðir fugla , ef þær liggja ekki fyrir . Hins vegar getur sveitarfélagið gert það að skilmálum fyrir nýtingu vindorku innan marka sveitarfélagsins , sé þess þörf . Sveitarfélagið mun einnig styðjast við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um Skipulag og vindorkunýtingu . 6.2 LoftslagsmálVísað er í viðbrögð skipulagsnefndar um sambærilega umsögn frá Landgræðslunni og Umhverfisstofnun hér að ofan . Ýmsar ábendingarNáttúrufræðistofnun vísar til ákvæða í lögum um náttúruvernd og bendir á margvísleg gögn sem geta nýst við skipulagsgerð og umhverfismat þess . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun taka mið af ábendingum Náttúrufræðistofnunar við mótun skipulagsins og gerð umhverfismatsins . 7 . VEÐURSTOFANLjóst er að taka á loftslagsmálin í víðu samhengi föstum tökum við skipulagsvinnuna , sbr. kafla 5.7 Loftslag og ber að fagna því . Þá skal undirstrikað mikilvægi hinna ýmsu þátta náttúruvár við skipulagsgerðina . Í kafla 5.9 Takmarkanir á landnotkun eru sérstaklega tiltekin flóðahætta , hækkun sjávarborðs og ofanflóð , en bæta skal jarðskjálftum og aftakaveðri við upptalningu þessa . Þá vantar ofanflóð og aftakaveður í töflu 7.1 undir Öryggi . Þá væri æskilegt að fjalla almennt um veðurfar í sérstökum kafla . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun bæta við ofanflóðum og aftakaveðri í töflu 7.1 undir öryggi . Þá mun nefndin taka það til skoðunar hvort tilefni sé að fjalla um veðurfar í sérstökum kafla í aðalskipulagi sveitarfélagsins . 8 . VEGAGERÐINHafa þarf samráð við Vegagerðina varðandi hugsanlegar breytingar eða viðbætur á veglínum frá núverandi skipulagi , t.d. er varðar möguleg jarðgöng . Vegagerðin bendir á fyrri umsókn um viðbætur við efnistökustaði á aðalskipulagi . Vegagerðin óskar eftir að skoðað verði hvort þörf sé á frekari viðbótum við efnistökustaði frá því sem þegar hefur verið óskað eftir . Vegagerðin óskar eftir því að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum skipulagsferilsins . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun eiga samráð við Vegagerðina um hugsanlegar breytingar eða viðbætur á veglínum frá núverandi skipulagi . Varðandi efnistökusvæði mun skipulagsnefndin taka fyrir umsókn Vegagerðarinnar um efnistökustaði . Skipulagsnefnd mun leita umsagnar , upplýsinga og samráðs við Vegagerðina í skipulagsferlinu sem er framundan . 9 . SAMGÖNGUSTOFAGerir ekki athugasemdir . 10 . ATVINNU - OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐRáðuneytið vísar af þessu tilefni til þess að skipulagslög gera ráð fyrir að meðal flokka landnotkunar samkvæmt skipulagsáætlunum sé land til landbúnaðar , en samkvæmt jarðalögum skal tryggja svo sem kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota og er óheimilt að taka land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða land sem nýtanlegt er eða nýtt til landbúnaðar , þ.m.t. áfrétti , til annarra nota ( breyta landnotkun ) nema aflað sé leyfis ráðherra að gættum ákvæðum 6. gr. jarðalaga . Þess er beiðst að sveitarfélagið fari yfir þessi ákvæði og leitist við að hafa þau í huga við téða endurskoðun skipulagsáætlunarinnar . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun líta til þessara ákvæða , enda er viðfangsefni landbúnaðar eitt af helstu viðfangsefnum skipulagsvinnunnar . 11 . HÖRGÁRSVEITGerir ekki athugasemdir . 12 . DALVÍKURBYGGÐGerir ekki athugasemdir . 13 . BLÁSKÓGABYGGÐGerir ekki athugasemdir . 14 . FJALLABYGGÐGerir ekki athugasemdir . 15 . LÖGREGLANÍ kaflanum um helstu viðfangsefni í skipulagsvinnu er minnst bæði á sjálfbæra þróun og að stuðst verði við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna við mótun nýs skipulags . Til viðbótar við þetta mætti benda á áætlun Sameinuðu Þjóðanna um eflingu viðnámsþróttar samfélaga gagnvart áföllum ( Sendai Framework for Disaster Risk Reduction 2015 - 2030 ) . Þar eru sett markmið um að fækka dauðsfjöllum og minnka tjón samfélaga af völdum hamfara hverskonar . Í kafla 5.9 er fjallað um takmarkanir á landnotkun og að sérstök grein verði gerð fyrir svæðum undir náttúruvá í samráði við Veðurstofu Íslands . Upplýsingar um slíka vá gætu einnig legið hjá Náttúrufræðistofnun varðandi skriðuföll og eldvirkni og hjá Orkustofnun varðandi jarðfræði . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun líta til þeirra gagna sem vísað er til við skipulagsvinnu sem er framundan . 16 . SKIPULAGSSTOFNUNSkipulagsstofnun telur lýsinguna gefa góða mynd af viðfangsefnum aðalskipulagsins , áherslum í fyrirhuguðu umhverfismati og kynningar - og samráðsferli . FerðaþjónustaVegna fyrirhugaðrar stefnu um ferðaþjónustu og áfangastaði er minnt á að taka saman upplýsingar um framboð ferðaþjónustu og gistingar og halda utan um fjölda gistirúma , tegundar gistirýmis og nýtingu þess . Það er gagnlegt bæði við að móta stefnu um uppbyggingu og sem forsendur til að bregðast við óskum um stækkun eða fjölgun gistiheimila eða þörf fyrir innviði eða þjónustu fyrir ferðamenn . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun kanna hvað liggur fyrir um framboð ferðaþjónustu og gistingar , þ.m.t. fjölda gistirýma , tegund þeirra og nýtingu . Þessar upplýsingar verða nýttar í kafla um forsendur og stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu . LandbúnaðarlandSkipulagsstofnun bendir sveitarfélaginu á að flokka þarf landbúnaðarland til að leggja til grundvallar skipulagsákvörðunum um nýtingu þess , í samræmi við markmið Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 ( gr. 2.3.1 ) og ákvæði jarðalaga um að tryggja eins og kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun vinna að flokkun landbúnaðarlands í samræmi við fyrirliggjandi gögn . Að öðru leyti er vísað í viðbrögð við umsögnum atvinnu - og nýsköpunarráðuneytis og Landgræðslunnar . Loftslagsmál og umhverfismatÁherslan á loftslagsmál í kafla 5.7 , um að sveitarfélagið setji sér markmið í loftslagsmálum og skilgreini aðgerðir sem styðji við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum , virðast ekki endurspeglast nægilega vel í aðferðarfræðinni við mat á áhrifum stefnunnar á umhverfið , þ.e. matsspurningunum . Þar er áhersla á loftgæði , sbr. viðmið . . . Áhersla stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða binda kolefni þarf því einnig að leggja fram sem viðmið . Meta þarf hvaða líklegu áhrif , eða breytingar , stefnan eða einstakar framkvæmdir geta haft á losun gróðurhúslofttegunda , til aukningar eða minnkunar , jákvæð eða neikvæð áhrif . ViðbrögðSkipulagsnefnd mun fara yfir matsspurningar varðandi loftslagsmál og tengja þær betur við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum , með því að tilgreina þau viðmið sem litið er til . Jafnframt verður hugað að matsspurningum hvort stefna eða einstakar framkvæmdir hafi áhrif á losun gróðurhúsalofttegundir . Jafnframt er vísað í viðbrögð við umsagnir frá Landgræðslunni , Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun . Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðannaÞað mætti draga skýrar fram og velja heimsmarkmið sem hægt er að vinna með á sveitarfélagsstigi . Það er t.d. ekki skýrt hvernig loftslagsmarkmiðin 13.1.3 tengist aðalskipulaginu , sbr. yfirlit um heimsmarkmiðin á bls. 22 - 23 , svo dæmi sé tekið . ViðbrögðÍ tillögu aðalskipulags verður gerð grein fyrir því hvernig heimsmarkmið hafi áhrif á skipulagsgerð og tengjast framkvæmd þess . Vinnsla aðalskipulags á stafrænu formi og mælikvarði uppdráttarStofnunin minnir á ákvæði 46. gr. skipulagslaga um að aðalskipulagsáætlunum skuli skilað á starfrænu formi til Skipulagsstofnunar . Skipulagsstofnun vinnur að gerð fitjuskrár og leiðbeininga þar um . Hægt er að fá drög að leiðbeiningum til skoðunar ef með þarf . Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009 - 2021 er mælikvarði sveitarfélagsuppdráttar fyrir byggð og hálendi 1 : 150.000 . Að mati Skipulagsstofnunar er það of lítill mælikvarði fyrir prentaðan uppdrátt þar sem sýna skal heildarmynd af landnotkun alls sveitarfélagsins en um leið með nægilegri nákvæmni . Að jafnaði skal aðalskipulag sett fram í mælikvarða 1:50 . 000 en þéttbýli í mælikvarða 1:10 . 000 . Heimilt er að sýna mjög stór landsvæði með einsleitri landnotkun í mælikvarða , allt að 1 : 100.000 skv. skipulagsreglugerð . ViðbrögðSkipulagsnefnd hefur hafið vinnu við gerð vinnslutillögu og er hún unnin á stafrænu formi og í samræmi við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessum tíma . Skipulagsnefnd mun óska eftir að fá aðgang að uppfærðum drögum að leiðbeiningum . Skipulagsnefnd mun birta sveitarfélagsuppdrátt í 1:50 . 000 eða Í samræmi við samþykkt Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var tillaga að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 . Tengivirkið er á lóðinni Reykjarhóll lóð , landnúmer 146062 . Deiliskipulagstillagan er unnin hjá VSÓ ráðgjöf , dagsett 6. nóvember 2017 , uppfærð 10. apríl 2018 . Auglýsingartími var frá og með þriðjudegi 20. ágúst 2019 til og með 2. október 2019 . Engar athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna . Skipulags - og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagið óbreytt . 3 . Skíðasvæðið í Tindastóli - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi . Í samræmi við samþykkt Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var tillaga að breyttu skipulagi skíðasvæðisins í Tindastóli auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 . Deiliskipulagstillagan er unnin hjá VSÓ ráðgjöf , dagsett 27. september 2019 . Auglýsingartími var frá og með miðvikudegi 20. nóvember 2019 til og með 8. janúar 2020 . Engar athugasemdir bárust við breytingartillöguna . Skipulags - og byggingarnefnd samþykkir breytt deiliskipulag . 4 . Merkigarður ( 146206 ) umsókn um deiliskipulag Tryggvi Sveinbjörnsson kt. 200357-3969 , f.h . IG Ferða ehf. , þinglýsts eiganda jarðarinnar Merkigarðs í Tungusveit , óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Merkigarðs . Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað eiganda . Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 2.0 dags. 20.12.2019 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu . Umsækjandi óskar eftir samþykki skipulags - og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum . Samkvæmt erindinu er fyrirhuguð á jörðinni frístundabyggð , auk skógræktar . Jörðin er í aðalskipulagi skilgreind sem landbúnaðarsvæði og því kallar þessi beytta landnotkun á breytingu á aðalskipulagi . Breytingu á landnotkun er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir . Að fenginni þeirri niðurstöðu verður afstaða tekin til beiðnar um gerð deiliskipulags . Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri , óskar eftir heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi svokallaðs Mjólkurstöðvarreits sem á eru m.a. lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1 . Með vísan í 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010 yrði deiliskipulagið unnið á kostnað Kaupfélags Skagfirðinga . Meðfylgjandi erindinu er skipulagslýsing útg. 1.0 dags. 20.12.2019 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu . Umsækjandi óskar eftir samþykki skipulags - og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti málsmeðferð skv. skipulagslögum . Í skipulagslýsingu kemur fram að viðfangsefnið kalli á breytt deili - og aðalskipulag . Breytingu á nýtingarhlutfalli reitsins er vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir . Að fenginni þeirri niðurstöðu verður afstaða tekin til beiðnar um gerð deiliskipulags . 6 . Grenihlíð 21 - 23 Sauðárkróki - Umsókn um lóð Ásmundur J. Pálmason kt. 300765-5649 sækir um að fá úthlutað lóðinni númer 21 - 23 við Grenihlíð . Erindið samþykkt . Björn Helgi Ófeigsson kt. 181251-2399 , þinglýstur eigandi jarðarinnar Reykjaborg , landnúmer 146215 óskar eftir heimild til að stofna 1,57 ha spildu úr landi jarðarinnar , sem „ Hyrnan “ . Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur nr . S01 í verki 731701 dagsettur 21. okt. 2019 , unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni . Hlunnindi og lögbýlaréttur munu áfram tilheyra Reykjaborg , landnr . 146215 . Einnig sótt um að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum . Erindinu fylgir rökstuðningur fyrir umbeðinni nafngift . Landskiptin samþykkt . Landið verður skráð sem annað land í þjóðskrá . Nafnið Hyrnan samþykkt . 8 . Tjarnarnes - Umsókn um landskipti Brynhildur Sigtryggsdóttir kt. 061057-3829 og Ómar Kjartansson kt. 270858-4659 þinglýstir eigendur jarðarinnar Tjarnarnes , landnúmer 227338 , óska heimildar til að stofna 9,7 ha spildu úr landi jarðarinnar , sem „ Móberg “ , Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur nr . S01 í verki 782605 dagsettur 27. des. 2019 , unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni . Engin hlunnindi fylgja útskiptu spildunni . Þá er óskað eftir að spildan verði skráð íbúðarhúsalóð . Erindinu fylgir rökstuðningur fyrir umbeðinni nafngift . Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt . 9 . Helluland land B lóð 2 - Umsókn um nafnleyfi Fyrir liggur fyrirspurn Helgu Óskarsdóttur kt. 310184-3659 og Guðjóns Sveins Magnússonar kt. 250572-4929 varðandi nafngift lóðarinnar Helluland land B lóð 2 , í Hegranesi þar sem fram kemur ósk um að nefna lóðina Helgustaðir . Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt . 10 . Saurbær land - Fyrirspurn nafn á sumarbústað Hrefna Þórarinsdóttir kt. 070157-3149 og Sólborg Jóhanna Þórarinsdóttir kt. 080253-5679 , eigendur Saurbær land , L 146219 ásamt sumarhúsi sem á landinu stendur sækja um að fá að nefna landið og húsið Systrasel . Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt . |
165. fundur 13. janúar 2020 kl. 10:00 - 11:40 að Sæmundargötu 7a Nefndarmenn Ingibjörg Huld Þórðardóttirformaður Indriði Þór EinarssonSviðsstjóri veitu - og framkvæmdasviðs Fundargerð ritaði : Indriði Þór Einarssonsviðsstjóri veitu - og framkvæmdasviðs 1 . Sorphirða í dreifbýli Rætt var almennt um sorphirðu í dreifbýli . Ómar Kjartansson frá Flokku og Ó.K. Gámaþjónustu sat fundinn undir þessum lið . 2 . Fundagerðir Hafnasamband Ísl. 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir Hafnasambands Íslands . 3 . Rækjuvinnslan Dögun - tímabundinn lóðarleigusamningur vegna frystigáma Lögð voru fram drög að tímabundnum lóðarleigusamning fyrir Rækjuvinnsluna Dögun um lóð undir frystigáma austan við núverandi vinnsluhús Dögunar . Samningurinn gerir ráð fyrir að lóðinni sé úthlutað tímabundið undir frystigáma en gert er ráð fyrir að Dögun verði úthlutað lóðinni sem byggingarlóð að loknu deiliskipulagsferli hafnarsvæðisins sem nú er í vinnslu . Umhverfis - og samgöngunefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti . 4 . Fyrirhuguð niðurfelling Reykjarhólsvega 7853 - 02 og 7858 - 1 , Lágmúlavegar og Ysta-Mós vegar Lagt var fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er að fallið sé frá fyrirhugaðri niðurfellingu Reykjarhólsvegar 7853 - 02 . Lagt var fram erindi frá Lindu Jónsdóttur á Sauðárkróki varðandi umferðaröryggi barna á Sauðárkróki , m.a. vegna hraðaksturs á Hólavegi . Umhverfis - og samgöngunefnd felur sviðstjóra að koma með tillögur að úrbótum . 6 . Hundasvæði á Sauðárkróki Lögð var fram til kynningar tilynning um lok framkvæmda við hundasvæði á Sauðárkróki . 7 . Tillaga um vettvangsferð Lögð var fram til kynningar bókun byggðarráðs varðandi tillögu um vettvangsferð í Hofsós til að skoða umfang mengunar í jarðvegi vegna bensínleka úr tönkum N1 . Byggðarráð samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar sl. að óska eftir fundi með heilbrigðisfulltrúa og formanni heilbrigðisnefndar . Í kjölfar þess fundar verði farið í vettvangsferð og í framhaldi óskað eftir fundi með forsvarsmönnum Olíudreifingar ehf. og N1 ehf . Umhverfis - og samgöngunefnd leggur áherslu á að mál þetta leysist sem fyrst . 8 . Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar 2020 Umhverfis - og samgöngunefnd áréttar að sorpeyðingargjald fyrir bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi skv. 1 gr. gjaldskrár fyrir sorpurðun og sorphirðu á við um allar bújarðir og býli þar sem skráðir eru fleiri en 10 gripir ( sauðfé og geitfé , nautgripir , hross , grísir ) . Leggst gjaldið á hverja skráða jörð sem uppfyllir þessi skilyrði . |
Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda til loka árs 2020 Smþykkt var á fundi sveitastjórnar 12. desember 2019 , að framlengja frá og með 1. janúar 2020 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki , Hofsósi , Varmahlíð og Steinsstöðum . Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153 / 2006 . Lóðir sem niðurfellingin gildir um verði tilgreindar á sérstakan hátt á yfirlitskortum yfir lausar lóðir á heimasíðu sveitarfélagsins . Ofangreind samþykkt um niðurfellingu gatnagerðargjalda gildir um lóðir sem voru byggingarhæfar 1. janúar 2019 . Jafnframt samþykkti sveitarstjórnar að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum við nýjar götur sem verða byggingarhæfar og tilbúnar til úthlutunar á árunum 2019 og 2020 . Ákvæðið vari til 31. desember 2020 . Ákvæðið verður ekki afturvirkt og miðað er við að byggingarleyfi hafi verið veitt innan þessara tímamarka . |
Fulltrúar frá öllum aldurshópum fóru af stað til að vinna saman að hugmyndum . Áhugamálin tengja fólk saman . Við skipulagningu dagskránnar er tekið mið af fjölskyldustefnu . Gjaldskrá Húss Frítímans frá 1. janúar 2020 ♦ Barnaafmæli 9.000 kr ♦ Fundur / ráðstefna , styttri en 3 klst. færri en 50 manns 11.225 kr ♦ Fundur / ráðstefna , lengri en 3 klst. fleiri en 50 manns 16.750 kr ♦ Gjald f. markaði góðgerðafélaga / ” opið hús “ , einstaklingar 16.750 kr ♦ Leiga fyrir veislur eða sambærilegt 56.350 kr ♦ Leiga til íþróttafélaga v . Strætóinn fer frá Grunnskólanum austan Vatna , Hofsósi kl : 13:35 með viðkomu á Hólum og þaðan til Sauðárkróks . Skipulögð dagskrá er gerð fyrir hvern föstudag og er hún hengd upp í skólunum . Fyrirkomulag skráninga í frístundastrætó er þannig háttað að foreldrar senda tölvupóst , í síðasta lagi á fimmtudegi , á [email protected] og skrá barn sitt og eftirfarandi upplýsingar : Jón Jónsson 8. bekkur , er að koma frá Varmahlíð . |
Í teikningum frá 1955 er gert ráð fyrir að sundlaugin yrði yfirbyggð innilaug með tveggja hæða aðstöðuhúsi með búningsklefum austan við sundlaugarkar . Árið 1988 voru tveir pottar byggðir við laugina sem margir hafa lýst sem þeim bestu á landinu . Þrjátíu árum seinna eða árið 2018 hófust svo framkvæmdir við endurbætur á lauginni sem fyrirhugað er ljúki síðla sumars 2019 . Á laugarsvæði er að finna 25 x 10,5 metra sundlaug sem er frá 0,9 - 1,8 metrar á dýpt . Auk sundlaugar er einn heitur pottur 39°C og lítið vaðlaug 35°C . Sundlaugarbakkinn er hellulagður með snjóbræðslu sem liggur frá búningsklefum að sundlaug og heitum potti . Sundlaugin var vígð 31. mars 2010 og hefur síðan þá verið einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Skagafirði . Auk þess hefur laugin hlotið fjölda viðurkenninga sem einn besti sundstaður landsins . Mesta lofið fær laugin fyrir hönnun og sér í lagi fyrir einstaka staðsetningu . Einnig er heitur pottur við laugarnar . Í nóvember 2018 var tekin í notkun ný og glæsileg rennibraut sem er 7 metra há og 47 metra löng . Frá þeim tíma til vígslu laugarinnar á Sauðárkróki 1957 var laugin í Varmahlíð megin sundkennslustaður héraðsins . Árið 1989 var laugin tekin til viðgerða og endurbóta þar sem milliveggur var byggður sem skilur að djúpu og grunnu laugina . Um svipað leiti voru byggðir nýjir búningsklefar norðan við laugina sem jafnframt gátu þjónað íþróttahúsi sem tekið var í notkun árið 1995 . Á laugasvæðinu er að finna 12 x 22 metra sundlaug sem er frá 0,9 - 2,4 metra djúp . Laugin er ákaflega barnvæn þar sem reynt er að halda henni í 34°C . Auk sundlaugarinnar er að finna einn heitan pott . Rekja má sundiðkunn á Sólgörðum aftur til 1895 þegar ákveðið var að nýta laugaruppsprettu á svæðinu og hlaða í litla laug sem notuð var til sundiðkunnar og kennslu . Árið 1932 var hún svo endurbyggð þegar laugin var grafin niður , hlaðin grjóti að innan og grjótgarður settur utan með svo hún héldi sæmilega vatni . Þessi laug var svo notuð fram til 1975 þegar núverandi sundlaug var tekin í notkun . ATH ! Hætt er að selja í laugarnar 30 mín fyrir auglýstan lokunartíma |
Foreldrum ber að sýna börnum sínum umhyggju og nærfærni og annast þau eins og best hentar hag og þörfum þeirra , búa þeim viðunandi uppeldisaðstæður og gæta velfarnaðar þeirra . Hlutverk Barnaverndar Skagafjarðar Ef barn býr við óviðunandi aðstæður vegna : vanrækslu , vanhæfni eða framferðis foreldra áreitni eða ofbeldis af hálfu annarra eða barn stefnir heilsu og þroska í hættu með hegðun sinni kemur í hlut barnaverndar að tryggja að barnið og fjölskyldan fái nauðsynlega aðstoð . Alltaf er leitast við að tryggja réttaröryggi fjölskyldna og áhersla lögð á góða samvinnu foreldra og starfsfólks . Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndar ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn : a . Sérstök tilkynningaskylda er lögð á fólk sem starfar með börnum , t.d. starfsmenn skóla og heilsugæslu , að ógleymdri lögreglunni . Á dagvinnutíma getur fólk snúið sér beint til starfsmanna barnaverndar í ráðhúsinu með tilkynningar , spurningar eða vangaveltur varðandi barnaverndarmál með því að hringja í 455 6000 . Neyðarlínan 112 tekur við tilkynningum Fólk getur hringt í Neyðarlínuna 112 og tilkynnt um óviðunandi aðstæður barna . Hvað á að tilkynna ? Nokkur atriði sem foreldrar , afar og ömmur , frændur og frænkur eða nágrannar , skyldu hafa í huga þegar þau velta fyrir sér hvort tilkynna skuli um aðstæður barns eða unglings : Eru vísbendingar um : líkamlega og andlega vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum kynferðislega misnotkun að ung börn séu skilin eftir gæslulaus eru foreldrar í fíkniefnaneyslu er hegðun barnsins mjög ábótavant , t.d. afbrot , árásargirni og ofbeldishegðun er um að ræða áfengis - og vímuefnaneysla unglinga eða barna ? Þá er slík beiðni virt nema sérstakar ástæður mæli gegn því . Opinberir aðilar t.d. skóli , leikskóli , sjúkarhús eða heilbrigðisstofnun , tilkynna í embættis nafni og njóta því ekki nafnleyndar . |
Unglingarnir í 7. - 10. bekk Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn " Slappaðu af ! " eftir Felix Bergsson næstkomandi föstudag og laugardag . Leikstjórar eru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson . Þrátt fyrir rysjótta tíð hafa nemendur haldið ótrauð áfram að æfa leik og söng og innlifun í litskrúðuga karaktera . Ekki láta þessa stórkostlegu sýningu framhjá þér fara ! Fyrri sýning verður kl. 19:00 á föstudagskvöldið , 17. janúar og unglingadansleikur að lokinni sýningu til kl. 23:30 fyrir 7. - 10. bekk . Meðlimir úr hljómsveit kvöldsins sjá um stuðið ! Frístundastrætó gengur , nánari upplýsingar í Húsi frítímans . Seinni sýning verður kl. 15:00 , laugardaginn 18. janúar og þá verður veislukaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni sýningu . Athugið að laugardagssýningin kemur stað áður fyrirhugaðrar fimmtudagssýningar . |
Lestur Laxdælu heldur áfram í Kakalaskála sunnudaginn 19. janúar 2020 kl 10:30 - 12:00 . Við erum komin að 25. kafla sögunnar . Lesið verður alla sunnudaga á sama tíma og á sama stað , a.m.k. út febrúar . Allir velkomnir hvort sem er til að lesa eða einfaldlega að hlusta ! |
Lestur Laxdælu í Kakalaskála 19. janúar 2020 Lestur Laxdælu heldur áfram í Kakalaskála sunnudaginn 19. janúar 2020 kl 10:30 - 12:00 . Við erum komin að 25. kafla sögunnar . Lesið verður alla sunnudaga á sama tíma og á sama stað , a.m.k. út febrúar . Allir velkomnir , hvenær sem er , hvort sem er til að lesa eða hlusta ! |
18. bls . |
Íþrótta - og Ólympíusamband Íslands ( skammstafað ÍSÍ ) eru heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og æðsti aðili frjálsar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum . Eitt af meginverkefnum ÍSÍ er að efla , samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi á Íslandi , auk þess að stuðla að þróun hvers kyns íþrótta , jafnt almennings - sem afreksíþrótta . Núverandi ÍSÍ varð til árið 1997 þegar Íþróttasamband Íslands ( st. 1912 ) og Ólympíunefnd Íslands sameinuðust . |
Ólst upp með foreldrum sínum í Khöfn . Rak verslun í Hofsósi og kom Claessen þangað á vegum Chr . Thaae stórkaupmanni . Claessen þangaði á hans vegum sem assistent hinn 27. apríl 1868 . Hann tók við stjórn Hofsósverslunar 1871 , 21 árs gamall . Nokkrum árum síðar tók hann svo við stjórn verslunar í Grafarósi . En 1879 fluttist hann til S. króks og tók við stjórn verzlunar Lud . Popps . . Gengdi hann því starfi unz Popp flutti sjálfur til S. króks árið 1885 . Árið eftir stofnaði Claessen sjálfstæða verslun sem hann rak til haustsins 1904 , er hann flutti til R.víkur , nýskipaður landsféhirðir . Gengdi því starfi til vorsins 1918 þá veiktist hann og lést í árslok . Starf hans að félagsmálum á S.króki var einnig bæði mikið og farsælt Hann var einn af stofnendum sparisjóðs Sauðárkróks og form. hans um skeið . Fyrsti formaður og leiðbeinandi leikfélags S.króks. Einn af aðalhvata mönnum að byggingu Sauðárkrókskirkju og fyrsti formaður sóknarnefndar þar . |
Árni Jónsson Hafstað bóndi í Vík í Skagafirði f. 23. maí 1883 á Hafsteinsstöðum d. 22. júní 1969 . Foreldrar hans voru Jón Jónsson ( 1850 - 1939 ) bóndi og hreppsstjóri á Hafsteinsstöðum og kona hans Steinunn Árnadóttir ( 1851 - 1933 ) . Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til 18 ára aldurs en þá fór hann til náms einn vetur til sr. Árna Björnssonar á Sauðárkróki . Næstu tvo vetur var hann á Bændaskólanum á Hólum en fór að því búnu til Akureyrar og lærði garðyrkju og meðferð garðyrkjutækja í Gróðrarstöðinni . Vorið 1906 hélt hann til Danmerkur og Noregs til frekara náms í búfræði . Þar dvaldist hann á annað ár . Vorið 1908 hóf hann búskap í Vík í Staðarhreppi ásamt Sigríði systur sinni . Þar reistu þau stórt hús úr steinsteypu , eitt hið fyrsta þeirrar gerðar í Skagafirði . Í utanför sinni kynntist Árni lýðháskólahreyfingunni á Norðurlöndum og fékk þar mikinn áhuga á alþýðufræðslu . Það varð til þess að hann hann stofnaði unglingaskóla í samvinnu við sveitunga sinn Jón Sigurðsson frá Reynistað . Skólinn tók til starfa í ársbyrjun 1909 í hinu nýreista steinhúsi í Vík . Hann starfaði þó ekki nema í tvö ár en þá var kominn unglingaskóli á Sauðárkróki sem tók starfssemina yfir . Árni var hugsjóna - og félagsmálamaður . Hann átti þátt í stofnun Ungmennafélagsins Æskunnar í Skagafirði og Ungmennafélagsins Tindastóls [ 1 ] á Sauðárkróki . Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagasambands Skagafjarðar og fyrsti ritari þess . Hann var samvinnumaður og deildarstjóri í Staðardeild Kaupfélags Skagfirðinga , í stjórn Kaupfélagsins sat hann 1938 - 1947 og var kjörinn heiðursfélagi þess er hann varð 75 ára . Árni var einn af aðalhvatamönnum þess að koma á stofn héraðsskóla í Varmahlíð sem var fyrsti vísir að þorpinu sem þar er nú . Árni Hafstað kvæntist 13. mars 1914 . Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir f. 16. júlí 1893 í Valadal , d. 4. október 1932 í Vík . Ingibjörg ólst upp með foreldrum sínum , sem lengst af bjuggu á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð . Hún var í unglingaskólanum í Vík 1909 , síðan hélt hún til Reykjavíkur og nam við Kvennaskólann 1911 - 1914 en flutti þá í Vík . Ingibjörg lést langt fyrir aldur fram frá stórum barnahópi . Þau Árni áttu saman 11 börn . |
Staðlað form nafns / nafna samkvæmt öðrum reglum Aðrar nafnmyndir Auðkenni fyrir stofnanir Lýsing Fæðingar - og dánarár Benedikt vann margskonar störf bæði á sjó og landi , alllengi að verslunarstörfum . Veitti í allbörg ár forstöðu í versluninni Bræðrabúð en það var útibú frá verslun Kristjáns Gíslasonar . Ullarmatsmaður var hann í mörg ár . |
Ýmis gögn er varðar Eyvindarstaðaheiði 1975 - 1976 N00004 - T - 1 - 21975 - 1976 1 örk Icelandic Fundagerðir ; ályktanir ; teikningar ; drög að samningi um umbætur . Skýrsla um rennsli í Blöndu í Langadal . 1976 . N00004 - T - 1 - 31976 1 örk Icelandic Skýrsla - rennsli í Blöndu í Langadal . Skýrsla um uppgræðslutilraunir á Auðkúlu - og Eyvindarstaðaheiði . 1981 . N00004 - T - 1 - 41981 1 örk Icelandic Skýrsla - uppgræðslutilraunir á Auðkúlu - og Eyvindarstaðaheiði . Ýmis gögn er varða upprekstur á Eyvindarstaðaheiði og dómsmál gegn Landsvirkjun 1982 - 1997 . N00004 - T - 1 - 51982 - 1997 1 örk Icelandic Fundagerðir ; greinagerðir ; vettvangsferðir ; reikstarreikningur - Upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiðar ; ljósritaðir gamlir samningar rétt fyrir 1900 ; bréf ; uppdrættir ; drög að samningum ; úr gerðabók matsnefndar ; kröfugerðir ; endurrit úr dómabók Reykjavíkur - aðildarhreppar gegn Landsvirkjun ; ljósritaðar blaðagreinar . Úr 1 möppu . Blönduvirkjun 1982 - 1997 N00004 - T - 21982 - 1997 1 askja . Ýmis gögn er varðar upprekstrarfélag Eyvindarstaðaheiði 1982 - 2005 . N00004 - T - 2 - 11982 - 2005 1 örk Icelandic Fundagerðir og bréf 1982 - 86 og 1996 . Samningar 1982 + viðauki 1990 . Samningar 2000 + viðaukar við eldri samninga . Samþykktir 2001 ; skipulagsskrá sjálfseignarstofnun Eyvindarstaðaheiðar ; tillögur að uppgræðslu 1997 o.fl.Úr 1 möppu . |
& quot ; Borg & quot ; , Mountain , Norður DakotaÁrni J. Jóhannsson skrifar Magnúsi Kr . Gíslasyni frá Mountain , Norður Dakota . & quot ; Borg & quot ; er elliheimili sem Árni fluttist inn á . 28.11. 19521 handskrifað blað í stærra broti en A 5 . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Þingvallabærinn 1935 . Óþekktir einstaklingar fyrir framan . |
BS114Br uno Scweizer ( 1897 - 1958 ) BörnReynir Karl Ólafsson ( 1925 - 2000 ) með lamb í fangi . Hinn drengurinn óþekktur . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Reynir Karl Ólafsson ( 1925 - 2000 ) með lamb í fangi . Hinn drengurinn óþekktur . Reynir bjó í Múlakoti alla tíð . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Kirkjugarður - kirkja og bær á Keldum á Rangárvöllum . Fremst eru kartöflu - og blómagarður og kamar . Börnin sitja á Stóruskemmu . Þvottur er á snúrum og kerrur á hlaði . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Mylluhús við Króktúnslæk á Keldum á Rangárvöllum |
BS141Br uno Scweizer ( 1897 - 1958 ) LandslagVatndalsfjall í Fljótshlíð . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Háabæli í Fljótshlíð . Markarfljót í baksýn . ( Ekki víst ) |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Fjárrétt við Háamúla við Þverá í Fljótshlíð . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Sweizerhjónin við blómaskreytt kaffiborð ásamt gestum . |
BS2776 aBruno Scweizer ( 1897 - 1958 ) KirkjugripirVíðimýrarkirkja í Skagafirði . Predikunarstóll . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Kaleikur í Víðimýrarkirkju . Gerður í Englandi 1592 -1593 . Nú í Þjóðminjasafni . |
BS2776 cBruno Scweizer ( 1897 - 1958 ) KirkjugripirKaleikur í Víðimýrarkirkju . Gerður 1592 - 1593 í Englandi . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Gerður 1592 - 1593 í Englandi . |
BS2793Br uno Scweizer ( 1897 - 1958 ) KirkjurVíðimýri í Skagafirði - séð til austurs til bæjarhúsa og kirkju . |
Í ferðum sínum um Ísland kynntist hann konu sinni Þorbjörgu Jónsdóttur frá Heiðarseli á Síðu , Flutti Þorbjörg með manni sínum til Þýskalands og eignuðust þau tvo syni , Helga og Gunnar . Þar sat hann í 11 mánuði án ákæru , enda var hann aldrei í nasistaflokknum eða hafði unnið óhæfuverk í þeirra nafni . Helgi varð doktor í sálfræði og er prófessor við háskólann í Innsbruck . Mannamyndir hans eru sterkar og svipbrigðin njóta sín vel ekki síst í myndum af börnum . Myndir Brunos bera með sér að hann hugðist nýta þær í kynningu á Íslandi og íslenskri menningu , þess vegna eru landslagsmyndir nokkuð fyrirferðamiklar . Hann lét handlita nokkrar filmur og hélt ófáa fyrirlestra um Ísland í Þýskalandi þar sem myndirnar voru sýndar . Horft af þaki fjárhúsa í Laufási - séð til Laufássins . |
Drög að samningi um sameiningu útgerðarfélaganna Nöf h.f. og Útgerðarfélags Skagfirðinga , Sauðárkróki . Undirritað 11.12.1973 af stjórn Nafar h.f. en vantar undirritun ÚSS . Saman við þetta er heftað " Samningur stjórnar " undirritað 11.12.1973 af stjórn Nafar h.f. |
Eftirskrift landamerkjaskjals . Djúpidalur og FlugumýriLandamerkiVigfús Scheving Hansson ( 1735 - 1817 ) Bjarni Thorarensen Vigfússon ( 1786 - 1841 ) Afskrift / Eftirskrift landamerkjaskjals . Umfjöllunarefni : Djúpidalur og Flugumýri . Gert 7. janúar 1892 eftir skjölum 1769 og 1783 . 07.01.1802 imageimage / tiff 7 folio pappírsskjöl , handskrifuð báðum megin . Hefur verið samanbrotið og er með innsigli . |
Bóndi á Skálá 1918 - 1954 . Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár . Fluttist til Reykjavíkur 1964 og bjuggu á Hagamel 26 . Gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs . Kona 6.6.1918 : Guðlaug Veronika Fransdóttir f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd . Foreldrar : Frans Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir . Eiður og Veronika eignuðust fjögur börn . cab 93 Hvis 440 Hvis 441 Sauðfjáreign 1947 Bótaskylt fé og líflambapantanirFjölgun og nýliðun sauðfjáreigenda 1947 - 1948 Umsóknir um líflömbBréf oddvita Fellshrepps til formanns fjárskiptanefndarSímskeyti frá oddvita FellshreppsBréfritari Eiður SigurjónssonBréf Eiðs Sigurjónssonar til Sigurðar SigurðssonarBréf hreppstjóra Fellshrepps til fjárskiptanefndarBréf hreppstjóra Fellshrepps til fjárskiptanefndar |
Staðlað form nafns / nafna samkvæmt öðrum reglum Aðrar nafnmyndir Auðkenni fyrir stofnanir Lýsing Fæðingar - og dánarár Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð . Foreldrar : Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir . Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð . Kennari í Fellshreppi í 35 ár . Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928 , sýslunefndarmaður 1925 - 1942 og 1946 - 1954 . Kona 6.6.1918 : Guðlaug Veronika Fransdóttir f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd . Foreldrar : Frans Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir . Eiður og Veronika eignuðust fjögur börn . |
Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934 . Hann vann við verslunar - og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923 - 1948 , og var söngkennari við Barna - og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948 - 1972 . Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki . Þau áttu fjögur börn . |
Fjallfari 3. árgangur , blað nr. 7 TímaritFjallfari , sveitarblað í Sauðárhreppi ( Skörðum og Reykjaströnd ) 1902 - 1903 . 1902 - 1903 textapplication / pdfHluti af innbundinni bók , handskrifuð , nokkrar mismunandi hendur . Hefur að öllum líkendum verið bundin inn eftir á . Sum blöð rúðustrikuð , önnur línustrikuð . |
Fjallfari 4. árgangur , blað nr. 13 TímaritFjallfari , sveitarblað í Sauðárhreppi ( Skörðum og Reykjaströnd ) 1903 - 1904 . Þetta tiltekna blað var gefið út á Veðramóti , 23.04.1904 . Í ritnefnd voru : Guðrún Þ. Björnsdóttir , Þorbjörn Björnsson , Sveinn Lárusson . 23.04.1904 textapplication / pdfHluti af innbundinni bók , handskrifuð , nokkrar mismunandi hendur . Hefur að öllum líkendum verið bundin inn eftir á . Sum blöð rúðustrikuð , önnur línustrikuð . Um 20,7 x 13 cm að stærð . |
Garðar Víðir Guðjónsson : SkjalasafnGarðar Víðir Guðjónsson ( 1932 - 2018 ) JarðabækurÍbúaskrárSkagfirsk fræði Jarða - og búendatal 1781 - 1952 og ein ljósmynd . |
JarðabækurÍbúaskrárSkagafjarðarsýsla 27.07.2017 frumskráning í AtoM Í skjalageymslu HSk LjósmyndN 00175 - A 1930 - 1940 ein ljósmynd 9,5 * 14 IcelandicGarðar Víðir Guðjónsson ( 1932 - 2018 ) Frá vinstri Ingibjörg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar Stefán Sigurður Stefánsson . Stefán Sigurður Stefánsson ( 1915 - 1951 ) Ingibjörg Guðmundsdóttir ( 1914 - 1972 ) BolungavíkMannamyndir * Brúðkaup Í skjalageymslu HSk Jarða - og búendatal I , II og III heftiN 00175 - B1781 - 1952 3 jarða - og búandatal I-III hefti . IcelandicGarðar Víðir Guðjónsson ( 1932 - 2018 ) Skagfirsk fræði Jarða - og búendatal í Skagafjarðarsýslu I , II og III hefti . 27.07.2017 frumskráning í AtoM Einnig var hefti II í fleiri en einu eintaki og fór það í handbókasafn eða 3 eintök fóru í handbókasafn HSk . |
Gísli Sigurjón Kristjánsson , f. 04.05.1913 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð , d. 17.05.1976 . Foreldrar : Kristján Ragnar Gíslason , f. 1887 og Aðalbjörg Vagnsdóttir , f. 1893 . Gísli ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf á Minni-Ökrum . Maki : Jóhanna Freyja Jónsdóttir frá Réttarholti . Settust þau í bú tengdaforeldra hans . Þau eignuðust þrjú börn . Fyrir átti Gísli eitt barn . |
Ritið var ljósmyndað 21.08.2017 af Rökkva Sigurlaugssyni . Liður í verkefni sem styrkt var af Þjóðskjalasafni Íslands . Með því að smella mús á mynd má skoða stafræna útgáfu af blaðinu í heild sinni . Hægt er að fá stafrænt afrit í meiri upplausn með því að hafa samband við [email protected] . |
fæddist á Hvammstanga 11. október 1911 . Hún lést á heimili sínu , Dalbraut 27 , 14. desember síðastliðinn . Foreldrar hennar voru Rannveig Ólafsdóttir f. 1882 , d. 1956 , og Stefán Sveinsson , f. 1883 , d. 1930 . Guðbjörg var næstelst af stórum systkinahópi . Hin eru : Jóhann Gunnar , f. 1908 , d. 2001 , Ólafur , f. 1913 , d. 1991 , Björn , f. 1916 , d. 1963 , Sigrún , f. 1917 , d. 1918 , Sveinn , f. 1919 , d. 1982 , Sigurður , f. 1921 , d. 1923 , Soffía , f. 1924 , og Hermann Ragnar , f. 1927 , d. 1997 . Guðbjörg bjó fyrstu æviár sín á Norðurlandi , fyrst á Hvammstanga en síðan á Siglufirði . Hún fluttist til Reykjavíkur 1920 og bjó þar ætíð síðan . Hún gekk í Kvennaskólann en hóf ung að stunda verslunar - og skrifstofustörf . Hún vann lengi við ýmis skrifstofustörf í Haraldarbúð , síðast sem bókari . Árið 1959 hóf hún störf sem aðalbókari hjá Vita - og hafnamálastofnun Íslands og vann þar til starfsloka árið 1981 . |
Móðir : Björg Stefánsdóttir ( 1832 - 1912 ) húsfreyja . Björn kvæntist Dóróteu Friðriku Jóelsdóttur ( 1874 - ? ) árið 1892 . " Þau hjón reisa hús að Bakka í Fljótum 1895 , en vorið 1898 flytja þau að Höfn og 1899 að Stóru-Þverá . Þegar þau hjón fluttu vestur , verða óefað mikil þáttaskil í lífi þeirra . Þau eru búsett þar í 26 ár , og vann Björn við póststörf að undanskildum 3 árum , er hann vann að hernaðarstörfum í Bretlandi í fyrri heimsstyrjöldinni . Þar bilaði heilsa Björns . Þar lést hann ... og var jarðsettur að Barði . " Saman áttu Björn og Dórótea átta börn en Dórótea lést í Ameríku . Íslendingabók segir að þau hafi flutt til Vesturheims 1904 og að Björn hafi verið í kanadíska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni . |
Prestur í Glaumbæ í Skagafirði og prófastur í Skagafjarðarumdæmi . Jóla - og tækifæriskort úr fórum Séra Gunnars Gíslasonar og fjölskyldu á Glaumbæ í Skagafirði . Kortin eru frá árunum 1940 - 1999 . JólakortTækifæriskortKveðjurGlaumbær á Langholti 1940 - 1959 N00212 - A-C-A 1940 - 1959 12 kort í örk . 1960 - 1979 N00212 - A-C-B 1960 - 1979 6 kort í örk . 1980 - 1999 N00212 - A-C-C 1980 - 1999 6 kort í örk . Vantar ártalN 00212 - A-C-D 1940 - 1999 4 kort í örk . |
Halldór ólst upp hjá foreldrum sínum í Þúfum og vann búi þeirra lengstum . Skólanám hans var einungis hinn hefðbundi barnaskóli en auk þess var hann veturinn 1931 - 1932 í unglingadeild Hólaskóla . Snemma hóf hann að stunda sjóinn , fyrstu árin með Halldóri frænda sínum á Miklabæ en um eða uppúr 1930 létu þeir Halldór og Melstaðsfeðgar , ásamt Óskari Gíslasyni , seinna bónda í Þ´fum , smíða mótorbátinn Leif , þann hinn sama dag og Magnús Hartmannsson gerði síðan út allt til 1960 . Mörg fyrstu árin fóru þeir félagar Halldór , Magnús og Óskar með Leif ýmist til Ólafsfjarðar eða Siglufjarðar og reru þaðan á vor - og haustvertíðum . Í annan tíma hafði Leifur uppsátur í Óslandskróki . Oft fiskuðu þeir félagar vel og urðu til þessar veiðar því drjúgt innlegg til uppbyggingar á jörðum þeirra . Áeið 1939 - 1940 byggð Halldór ásamt tengdaföður sínum , íbúðarhús úr steini sem enn stendur á Melstað . Halldór var mjög vel ddugandi bóndi , bráðlaginn til allrar vinnu og smiður góður . Hann var félagi í Ungmennafélaginu Geisla og ósínkur á tíma sinn þei félagsskap til framdráttar . Frá slysför Halldór segir svo í Skagfirskum annál , II , bls. 530 - 531 : " Árla morguns þriðjudaginn síðasta í vetri voru menn að fyrirdrætti niðri í Óslandskrók . Þeirra á meðal var Halldór Bjarnason bóndi á Melstað . " þegar fyrirdrættinum er lokið , kemur Hartmann Magnússon , tengdafaðir Halldórs , með hressingu handa fyrirdráttarmönnum ofan í " Krók " . ... Að því búnu býst Halldór til að fara inn í Kolkuós ... kemur nú að ósnum og kallar kláfinn . " Jón Jóhannsson vinnumaður í Kolkuósi bauðst til að sækja hann . Þegar Halldór var sestur í kláfinn og þeir byrjaðir að draga sig suður yfir ána , slitnaði strengurinn skyndilega svo að kláfurinn lenti í ánni og barst þegar til sjávar , enda örstutt . Blíðuveður var og lóaði ekki á steini . Engum kom því lífshætta í hug . Fyrirdráttarmenn munu ekki hafa séð , hvað gerðist . " En Hartmann er í fjörunni skammt frá og brýnir fyrir þeim að halda í kláfinn stilltum tökum svo hann megi haldast í jafnvægi , uns þeim komi hjálp . " Er ekki að orðlengja það . Hjálp barst ekki nógu snemma , kláfnum hvoldi með einum eða öðrum hætti yfir mennina og drukknuðu báðir . " Varð fráfall Halldórs mörgum harmdauði og hans lengi saknað sárt af samfeðrafólki . Til er minningarkvæði um Halldór eftir Jóhann Ólafsson í Miðhúsum , Jónas Jónasson frá Hofdölum og Sigurbjörgu Halldórsdóttur í Brekkukoti . |
Hcab 1018 MannamyndirJón Pálmi Jónsson ( 1888 - 1962 ) Hjálmar Þorsteinsson ( 1886 - 1982 ) Jón Pálmi Ljósmyndari á Sauðárkróki og Hjálmar Þorsteinsson á Hofi - Kjalarnesi . Gefandi : Kristmundur Bjarnason . 03.03.1993 . |
Frá vinstri : Berta Sveinsdóttir - Ólafur Jakobsson - Sveinn Sigurjónsson - Sigríður Sigtryggsdóttir - Viggó Sigurjónsson - Margrét Viggósdóttir - Jóhanna Einarsdóttir - Guðbjörg Vignisdóttir og Sigurður Viggó Gunnarsson ( barn ) . Gefandi : Sigrún Jónsdóttir - Sauðárkróki . |
Ánafnaði Kristján Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að ljósmyndum sínum eftir sinn dag og má af því marka hvaða hug hann bar til safnsins . Kristján giftist Sigrúnu M. Jónsdóttur sýslufulltrúa , sem lifði Kristján . Hún var um tíma sett Sýslumaður Skagfirðinga og mun hafa verið fyrsta konan sem gegndi því embætti hér á landi . Hluti mynda Kristjáns eru nú aðgengilegar á myndavef safnsins , eða um 600 ljósmyndir . Sigrún Jónsdóttir Sauðárkróki og Páll Biering Reykjavík . Gefandi : Sigrún Jónsdóttir - Suðurgötu - Sauðárkróki . |
Ánafnaði Kristján Héraðsskjalasafn Skagfirðinga að ljósmyndum sínum eftir sinn dag og má af því marka hvaða hug hann bar til safnsins . Kristján giftist Sigrúnu M. Jónsdóttur sýslufulltrúa , sem lifði Kristján . Hún var um tíma sett Sýslumaður Skagfirðinga og mun hafa verið fyrsta konan sem gegndi því embætti hér á landi . Hluti mynda Kristjáns eru nú aðgengilegar á myndavef safnsins , eða um 600 ljósmyndir . Svavar Guðmundsson - Sigurbjörg Ögmundsdóttir og Sigurður P. Jónsson . Gefandi : Sigrún Jónsdóttir - Suðurgötu - Sauðárkróki . |
Saman áttu þau fimm börn . Rak útibú í Lækjagötu 3 á Akureyri 1908 - 1909 . Fluttist til Danmerkur 1915 og rak um skeið ljósmyndastofu við Nørregade í Kaupmannahöfn . Rak svo ljósmyndastofu á nokkrum stöðum í Reykjavík frá 1918 - 1930 . Gunnlaugur Sigurðsson ( aftast ) - Kara Sigurðardóttir ( t.h. ) - Ása Sigurðardóttir ( lengst t.v. ) og Ísleifur Sigurðsson ( í miðju fremst ) . Börn Sigurðar Briem - póstmeistara í Reykjavík . f. 12.09.1860 d. 19.05.1952 . Gefandi : Kristín og Fredrikka Claessen - Reykjavík . |
Hcab 1490 Kristján C . |
Hcab 166 MannamyndirVerslunMarta Sigríður Sigtryggsdóttir ( 1931 - Helena Magnúsdóttir ( 1930 - 2014 ) Syðribúð K.S. á Sauðárkróki . Innan við borðið standa þær Marta Sigtryggsdóttir og Helena Magnúsdóttir ( t.h. ) . Safn Kr. C . Magnússonar . |